Unskot!

Ég GLEYMDI að fara í Þjóðleikhússkjallarann í gærkvöld. Frétti af því að Snergillinn yrði þar uppistandandandi og svo ætluðu hinir bráðskemmtilegu Hraunverjar að heiðra tónlistargyðjuna. Ég gleymdi þessu og var komin í bælið um 11 leytið. Svaf aukinheldur til kl 11 í morgun þótt ég megi ekkert vera að því að eyða tímanum í bælinu. Halda áfram að lesa

Þýðandinn

Karl Guðmundsson, maður sem hefur þýtt ekki ómerkara skáld en Seamus Heaney, líkir mér við Þorstein Erlingsson. Ég vissi að hann hefði álit á mér því hann hefur hringt í mig hvað eftir annað og spurt hvort bókin mín sé ekki að koma í búðir. Ég er farin að örvænta um að hún komi nokkuð fyrir jól því sendingin lenti á einhverju flakki á leiðinni frá Ameríku. Halda áfram að lesa