Það er engin afsökun að hafa píku

siv

Mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun mörkuðu tímamót í sögu umhverfisverndar og mótmælamenningar en þótt þeir sem mótmælu þessum framkvæmdum hafi brotið blað í sögunni, þóttum við ekki par fín. Við vorum vonda fólkið sem höfðum það eitt að markmiði að drepa niður allt atvinnulíf í landinu og svelta svöngu börnin á Reyðarfirði um ókomin ár. Halda áfram að lesa

Svarti galdur og opinber flenging á Austurvelli

Í tilefni af gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar mun ég með dyggri aðstoð nokkurra félaga minna, fremja svarta galdur á Austurvelli, föstudagskvöldið 9. nóvember kl 20:00.

Ætlunin er að særa fram álfa, tröll og fleiri vættir. Ég mun eggja þær til að leggja baráttunni gegn stóriðjustefnunni lið og kalla bölvun yfir orkufyrirtækin, álrisana og hverja þá ríkisstjórn sem gefur leyfi fyrir stórkostlegri eyðleggingu á náttúru Íslands.

Einnig ætlar íslensk alþýðukona að mæta á staðinn og rassskella þá þingmenn sem bera ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun.

Gert er ráð fyrir að dagskráin standi í um 20 mínútur. Hvur sem vill getur tekið þátt í athöfninni með því að mæta á staðinn og taka þátt í því að vekja vættirnar með því að klappa lófum, stappa fótum, dansa, hoppa, hrópa eða gala. Athugið þó að athöfnin gæti vakið ungum börnum og fullorðnum grenjuskjóðum óhug.

 

Allir í góðum málum

Eru þetta ekki hvort sem er bara útlendingar?

Það er annars gott til þess að vita að fjölmiðlafulltrúi Impregilo skuli vera svo vel inni í öllu sem er að gerast á þessu stóra svæði að hann geti svona auðveldlega skorið úr um hvað er slúður og hvað raunveruleiki. Mér skilst að í nokkrum tilvikum þurfi verkamenn að ferðast í um 2 klst til að komast á vinnustaðinn (og svo annað eins heim aftur) svo það sér hver maður að það er ekkert smáræði sem Ómar leggur á sig til að fylgjast með því að gangi allt í vil í þessum Kardimommubæ hálendisins. Nema hann sé skyggn en það nú hreint ekki svo ótrúlegt.

Í vor fór einhverjum fréttum af því að „tugir Portúgala“ sem vinna við Kárahnjúka væru sáttir við aðstæður sínar og vísuðu á bug ásökunum um þrælahald. Ekki kom fram hvort það voru 2 tugir eða 9 tugir af þeim 300 Portúgölum sem þá unnu við Kárahnjúkavirkjun á vegum Impregilo.

Þá er sá fimmti fallinn

Sjá hér

Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Halda áfram að lesa