Af kvenhatri Salmanns Tamimi

Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.

Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa

Búrkubannsumræðan

Þetta er bara mjög einfalt. Stofnanir hins opinbera, bankar og önnur fyrirtæki, geta að sjálfsögðu krafist þess að við…

Posted by Eva Hauksdottir on 31. janúar 2011