Ílát

Ég tala um há ílát með loki sem bauka, sérstaklega ef þau eru úr málmi. Baukur sem er hlutfallslega mjög hár er staukur, einkum ef gert er ráð fyrir að maður noti hann til að strá eða hella innihaldinu úr. Málmílát sem ekki er hægt að loka aftur og lægri bauka kalla ég dósir og þau sem eru meiri á vídd en hæð heita box. Það er líka hægt að tala um platbox og pappabox en ef það er ekki tilgreint nánar er box úr málmi. Stór málmílát heita dunkar. Halda áfram að lesa

Baukablæti

baukar-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa