Vítisengill með áfallastreituröskun

e boomEinar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Halda áfram að lesa

Myndbirtingar af sakamönnum

Ég hef efasemdir um gagnsemi þessarar síðu. Mér finnst rangt að birta nöfn og myndir þegar nöfn eru ekki birt í dómnum vegna þess að það er oftast af tillitssemi við þolendur sem nöfn eru ekki birt í dómum. En hvernig í ósköpunum getur verið ólöglegt að birta myndir af sakamönnum? Hvaða lagagrein eiga þeir að hafa brotið gegn?

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa

Dauðarefsingar

Ég heyri oft það viðhorf að þegar enginn vafi leiki á um sekt einhvers hræðilegs ofbeldismanns og morðingja, þá sé dauðarefsing rökrétt. Enginn er tekinn af lífi í Bandaríkjunum sé talið að minnsti vafi leiki á sekt hans. Því miður þá gerist það samt æði oft að þrátt fyrir að dómskerfið telji sekt manns hafna langt yfir skynsamlegan vafa, er saklaust fólk líflátið. Bara möguleikinn á að það gerist dugar til þess að sannfæra mig um að dauðarefsingar megi aldrei eiga sér stað.