Veit nágranninn hvort þú ert í vanskilum?

Vissir þú að mörg fyrirtæki, sem þú kemst ekki hjá að skipta við, gefa óviðkomandi fólki  upplýsingar um viðskipti þín?

Ég hélt að kannski hefði eitthvað breyst á tíu árum en núna í ágúst heyrði ég sögu móður sem ætlaði að aðstoða uppkominn son sinn við að koma reiðu á fjármál sím. Hún hafði samband við ýmis fyrirtæki og fékk athugasemdalaust allar upplýsingar sem hún bað um. Henni fannst það ekki einu sinni skrýtið fyrr en ég benti henni á að traust og kærleikur ríkir ekki í öllum fjölskyldum.

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

http://www.cartoonstock.com/Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að það sem almenningur má sjá af þessari skýrslu eru eingöngu beinar tilvitnanir í fjölmiðla. Halda áfram að lesa

Einkalíf í rusli

Ég var umhverfisvæn. Og græn. Hafði skolað fernur og krukkur,  safnað umbúðum  saman í eldhússkápunum og gert mér sérstaka ferð með ruslið á eldurvinnslustöð í tvö ár. Í einni ferðinni reyndist svo einn gámurinn vera fullur og ég sneri mér til starfsmanns og bað um leiðbeiningar. Hann sagði mér að ég gæti bara sett kassann þar sem mér hentaði því þessu væri öllu blandað saman og urðað. Halda áfram að lesa

Greiningardeild Lögreglunnar að brillera

Nú hafa alltaf af og til komið upp dæmi um vel skipulagða glæpi. Hefur þeim raunverulega fjölgað? Þetta jarm um fjölgun…

Posted by Eva Hauksdottir on 9. janúar 2012

 

Geiningardeild Evu telur valdasjúk löggæslugengi smygla illa grunduðum ágiskunum í fjölmiðla. Fyrir liggur að alræmdar…

Posted by Eva Hauksdottir on 10. janúar 2012