Forsetaefnið

Einu sinni var ég í Nettó og ætlaði að kaupa eldhússrúllur en þær voru svo hátt uppi í hillu að ég náði þeim ekki. Þarna var ég, gráti næst, að reyna að hoppa nógu hátt til að ná í eldhússrúllur og var farin að sjá fram á að þurfa að nota skeinipappír í staðinn fyrir verkamannaservíettur næstu vikurnar. Kom þá ekki einhver stelpa sem var áreiðanlega minnst 1.66 á hæð og teygði sig í pakka og rétti mér. Ég veit ekkert hvað hún heitir en ég ætla að kjósa hana ef hún fer í forsetaframboð.

Hagyrðing á Bessastaði

hagyrðingurJósep Guttormsson hagyrðingur frá Syðra Fjallskarði Eystra hefur ákveðið að gefa kost á sér til forsetakjörs.

Þegar Pistillinn kom að máli við Jósep og spurði hvaða eiginleika hann hefði til brunns að bera sem helst myndu gagnast honum í embætti forseta, kvað Jósep það helstan mannkost sinn að vera ekki Ólafur Ragnar.

 

 

Þegar formann þjóðin kýs
þá skal Jósep velja
því hann er enginn Óli Grís
og ekki ólétt kona.

Sameiningartákn þjóðarinnar

Dómgreindarlaus banani hyggst bjóða sig fram til embættis forseta lýðveldisins.

„Ja maður er svona búinn að vera að aka fullur og gera allskonar rósir í tómu dómgreindarleysi og um að gera að taka ruglið yfir á næsta stig og kýla á forsetakosningar“ sagði bananinn í samtali við Pistilinn.

Helstu kosningaloforð bananans eru að verða sameiningartákn þjóðarinnar, að nýta málskotsréttinn í öllum komandi bankahrunum, fara aldrei í barneignarfrí og taka aldrei fyrirtíðarspennukast í opinberum veislum. Auk þess ætlar hann að taka fyrir lausagöngu gæludýra forsetamaka á milli bíls og bæjar.

banani

Kjósandi vottar sameiningartákni þjóðarinnar virðingu sína
á framboðsfundi í Nauthólsvík í dag