Það var bara ekkert hægt að hafa þetta svona!

Ég giftist Hilmari 18 ára og ólétt. Fyrsta heimilið okkar var í vesturbæ Hafnarfjarðar en þegar Haukur fæddist fluttum við í götóttan hjall við Lækinn. Hann hét Brautarholt og var rifinn fyrir mörgum árum. Þegar við fluttum inn hafði húsið þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft og dæmt til niðurrifs en þar sem eigandi neðri hæðarinnar, fátæk, einstæð móðir með bein í nefinu, harðneitaði að flytja nema bærinn útvegaði henni íbúð sem hún réði við að borga af, varð ekkert af framkvæmdum í nokkur ár. Halda áfram að lesa

Af menningarslysförum æsku minnar

Ég var algjört lúðabarn. Mig skortir ennþá tískuvitund en ég hlýt að hafa slegið öll met í hallærislegum útgangi á síðustu árum grunnskólagöngu minnar. Aðrar stelpur gengu í þröngum gallabuxum og háskólabolum. Ég vildi helst ganga í gömlum kjólum af móður minni og hýjalínsmussum. Náttföt hinna stelpanna voru stuttir bómullarnáttkjólar með áprentuðum myndum en ég gekk í síðum drottningarserkjum með pallíettum og pífum. Ég átti einn sem líktist þessum á myndinni.  Halda áfram að lesa

Þegar amma lét Sjálfstæðisflokkinn mála gangstéttarbrún

Theódór Norðkvist birtir á vefbók sinni, mynd af löggubíl sem lagt er við gula línu og spyr hvort löggan megi brjóta lög.

Ég, sem er fljót að trúa öllu illu upp á lögguna, dæmdi þá sem voru á þessum bíl óðar seka um lögbrot. Óskar Thorkelsson bendir hinsvegar á að í reglugerð með umferðarlögunum er talað um akbraut og þarna er ekki akbraut heldur bensínstöðvarplan. Þessi löggugrey brutu semsagt ekki lög með að leggja þarna.

Í tenglsum við þetta rifjaðist upp fyrir mér gömul saga úr fjölskyldunni. Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

… þá gætirðu lagt hvern einasta karlmann

Ég var orðljótur unglingur.

Margir höfðu orð á því en mér var slétt sama. Reyndar hélt ég aftur af subbuskapnum í návist pabba, án þess að vita almennilega hversvegna. Á þessum árum var enginn annar í lífi mínu sem ég tók mark á og líklega hefur hann aldrei heyrt nema brotabrot af þeirri hroðalegu gnótt blóts- og klúryrða sem ég tvinnaði saman ef mér rann í skap, og því ekki séð ástæðu til að setja ofan í við mig. Halda áfram að lesa