Elías

Vaknaði í morgun á þessum ægilega Elíasarblús. Mér finnst það undarlegt því ég hef ekkert hugsað neitt meira til þín undanfarið en ég er vön og í augnablikinu eru báðir strákarnir mínir og pabbi hérna svo ekki er það af því að mig skorti félagsskap. Kannski hefur mig dreymt þig, ég man næstum aldrei drauma. Halda áfram að lesa

Eitthvað um tré

-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa

Duld

Litla títa, mýrispýta, segðu mér frá duldinni þinni, bað hann.

Duldin já, ég reikna með að hún blundi í hverjum manni. Gæti játað á mig blygðunarblæti og Megasarduld en gallinn er sá hvorugt er sérlega vel dulið og verkar því ekki eins og tilfinningalegt viagra þótt ég klæmist á því. Halda áfram að lesa

Blæti

Ég er líklega haldin lúserablæti. Mig dauðlangar að æða út í sjálfrennireið mína og stoppa hana fyrir framan blokkina sem ég bjó í á námsárum mínum forðum daga. Hef oft tekið Rósu frænku með í heimsókn til Haffa en honum var venjulega alveg sama þótt kerlingarhexið meinaði honum aðgang að helgidómnum svo framarlega sem hann fékk að drekka sína 6 bjóra án athugasemda og ég lofaði að fara ekki frá honum fyrr en hann væri sofnaður. Halda áfram að lesa