Þjóðhátíð -af ærnu tilefni

Til hamingju með búsáhaldabyltinguna. Höldum þjóðhátíð í kvöld. Við þurfum ekkert að láta kulda stoppa okkur. Ef viðrar ekki fyrir götupartý á Austurvelli þá bara fyllum við veitingastaðina. Ef hefur einhverntíma verið ástæða til að splæsa í latte þá er það núna. Tökum gítarinn með inn á staðina og syngjum.

Að ala upp hryðjuverkamenn

Það kemur svosem ekki á óvart þótt hópur fólks sem gerði tilraun til þess þjóðþrifaverks að reka þingmenn út úr Alþingishúsinu, þessu tákni lýðræðis og frelsis, haustið 2008, sé talinn slík ógn við blessað yfirvaldið að ekki dugi minna en árs fangelsi til að tryggja þeim væran nætursvefn sem skópu sprækum og sniðugum útrásarstrákum æskilegt lagaumhverfi og þeim sem þvert á fyrri yfirlýsingar, eru nú búin að selja sjálfstæði okkar í hendur alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  Halda áfram að lesa

Ólík staða

Lögreglumenn krefjast bóta og fá þær vafalaust en þeir mótmælenda og óvirkra áhorfenda sem meiddust og sættu tilefnislausum handtökum, geta ekki krafist eins eða neins. Enginn lögfræðingur fæst til að taka þau mál að sér, því það er nánast vonlaust að vinna mál gagnvart stofnun sem sjálf sér um að rannsakar ákærur á hendur sér.

Tímabundin óvissa

Alltaf skulu pólitíkusar reyna að slá ryki í augun á fólki með því að nota orðið ‘tímabundinn’. Hvern fjáran merkir þetta eiginlega. Allt ástand er bundið tíma. Það væri út í hött að tala um varanlega óvissu. Hversu löngum tíma þessi óvissa er bundin, það höfum við ekki hugmynd um. Það gætu þessvegna orðið mörg ár.

Ég trúi því að ekki sé hægt að losna við Davíð og hina bankastjórana nema kosta til þess óheyrilegum fjárhæðum en ég segi, látum þá fjúka samt. Borgum þeim bara ekki, þótt þeir eigi rétt á því. Þeir geta þá bara dundað sér við að fara í mál við ríkið, sem getur hvort sem er ekki borgað. Hvað ætla þeir að gera í því? Setja ríkið í skuldafangelsi?

Þessi færsla gefur reyndar veika von um að hægt sé að komast ögn skár frá þessu. Ég vona að það sé rétt.

mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF

Hættur, farinn

Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi. Halda áfram að lesa