Úrskurðarnefnd synjar um aðgang að Búsó-skýrslunni

Var að fá bréf frá lögreglustjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið…

Posted by Eva Hauksdottir on 4. janúar 2013

Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa

Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum

Þann 16. september sendi ég Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi tölvupóst:

Sæll Stefán

Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvert ég á að snúa mér til að fá afrit af nýútkominni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Ef þú getur sjálfur sent mér hana á þetta netfang þigg ég það með þökkum.

Kær kveðja
Eva Hauksdóttir Halda áfram að lesa

Sniðugur dómari Pétur

Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa