Þekkir þú höfund bókarinnar Men Only … ?

Sumarfrí eru eiginlega alveg ágæt. Ég sit í eldhúsinu á Hámundarstöðum í Hrísey og les bók sem kom út í íslenskri þýðingu 1956, Kvenleg fegurð, eða á frummálinu Frau Ohne Alter. Höfundurinn er rússnesk-þýsk leikkona; Olga Tschechowa en bókin er þýdd og staðfærð af frú Ástu Johnsen og prýdd myndum af íslenskum fegurðardrottningum, auk mynda úr þýsku bókinni. Halda áfram að lesa

Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa

Sælir eru gleraugnalausir

Þegar ég var ung (og reyndar líka þegar ég var ekki lengur beinlínis ung) fannst mér gjörsamlega ömurleg tilhugsun að verða miðaldra. Nú er ég búin að vera miðaldra í nokkur ár og það er bara alls ekki eins slæmt og ég hélt. Reyndar töluvert skárra.

evalitlamynd-688x451

Þegar ég var ung (og reyndar líka þegar ég var ekki lengur beinlínis ung) fannst mér gjörsamlega ömurleg tilhugsun að verða miðaldra. Nú er ég búin að vera miðaldra í nokkur ár og það er bara alls ekki eins slæmt og ég hélt. Reyndar töluvert skárra. Halda áfram að lesa

Sukk

Ég er ekki feit og aldrei verið svo feit að ég myndi líta á það sem vandamál hjá einhverjum öðrum en sjálfri mér, en þrátt fyrir það er fátt sem ég óttast meira í lífinu en að fitna. Flestum sem þekkja mig finnst það ótrúlegt því ég lít hvorki út né hegða mér eins og anorexíusjúklingur. Ég hef aldrei neitað mér um neitt en fólk sem „passar línurnar“ virðist alltaf vera að láta eitthvað á móti sér. Halda áfram að lesa