Eitt fatt

-Hvað er að? spurði Bjartur.
-Ekki spyrja nema vera viss um að þú viljir heyra svarið, sagði ég drungalegum róm.

Einhverntíma hefði það nú líklega dugað til að hræða karlmann frá því að spyrja nánar en af einhverjum ástæðum, sem ég ekki skil, er Bjartur ekkert voðalega hræddur við mig. Sem er náttúrulega ekki nógu gott. Nema oftast. Ekki í svona tilfelli samt. Halda áfram að lesa

Hvenær elskar maður mann?

Ég vaknaði í björtu. Hélt að væri komið langt fram á dag en klukkan var bara 7. Það birtir svona miklu fyrr í Aabenraa en i Ørsta.

Já, ég er semsagt komin heim. Allavega í bili. Festi ekki yndi í Noregi sem er þó vafalaust besta land í heimi ef maður á annaðborð flytur þangað af einberum áhuga. Halda áfram að lesa

Þetta er bara svona

Þegar maður flytur á milli landa verða ótrúlegustu smáatriði að vandamálum. Þetta er lítið mál þegar maður á fjölskyldu í nýja landinu sem er búin að komast að öllu sem skiptir máli en töluvert flóknara þegar maður stendur einn. Að sumu leyti er maður bara eins og krakki. Veit ekki hvert á að snúa sér til að leysa einhver smámál. Veit ekki hvað er eðlilegt og líður oftar en ekki frekar heimskulega. Halda áfram að lesa