Ekki ólöglegur heldur bjánalegur

Nei Hörður, fundur Ástþórs og þjóðernissinnanna er ekkert ólöglegur. Það er bara mjög bjánalegt af þeim að efna til fundar sem hefur þann tilgang einan að fokka upp andspyrnuhreyfingunni á Íslandi og mann rennir í grun að hvítliðar séu að notfæra sér veikleika Ástþórs.Einkum og sér í lagi er þó hallærislegt af þessum hóp að nota slagorðið ‘sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér’, þegar tilgangur samtakanna virðist vera sá að sundra mótmælendum.Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi uppákoma setji stórt strik í reikninginn. Frekar að hún trekki að því það er alltaf gaman af  jólasveinum.

mbl.is Fundurinn ólöglegur?

Við nánari umhugsun er þetta ansi snjallt

 

mbl.is Nýta lýðræðislegan rétt sinn

download3Lögreglan er í fjári erfiðri aðstöðu. Það þarf ekki leyfi fyrir svona fundum og í raun á hlutverk lögreglunnar að vera (eins og þeir hafa tönnslast á) að sjá til þess að mótmælendur fái að koma boðskap sínum áleiðis. Samkvæmt því ber lögreglunni að tryggja Ástþóri og félögum vernd og næði til að setja upp sinn ræðupall.

Nú verður lögreglan annaðhvort að taka afstöðu með eða á móti ákveðinni hreyfingu eða skapa aðstæður sem bjóða beinlínis upp á að fylkingum slái saman.Þetta verður áhugaverður dagur.

Ný klukka – skrýtnir hlutir sem ég fíla og fíla ekki

Nesk skoraði á mig að segja frá einhverjum 5 atriðum sem ég er hrifin af þótt flestir aðrir séu það ekki og öfugt. Mér skilst að þetta sé eitthvað út frá klukkleiknum. Þar sem sápuópera tilveru minnar er þessa dagana of dramatísk til að teljast birtingarhæf (eins og svo oft áður) ætla ég að taka áskoruninni. Halda áfram að lesa

Afsakið

Mér hefur víst orðið þokkalega á í messunni þegar ég skrifaði <a href=“http://reykjavikurdrama.blogspot.com/2005/03/um-stur-tjningarheftingar-lesenda.html#comments“>þessa færslu</a>. Mér fannst eitthvað fyndið við svona öfugmælafærslu þar sem ég hélt því fram einhver mesti orðhákur bloggheima þyrði líkast til ekki að svara mér, kallaði Ástþór Borgþór (sem opinberlega hefur lýst andúð sinni á útgáfunni á Betu Blogg) laumusápuóperufíkil, gerði vammlausustu konu sem ég þekki að laumuperra og hélt því fram að Björn Bjarnason birtist reglulega á tröppunum hjá mér með blóm og súkkulaði.

Þetta var nú bara hugsað sem húmor frá minni hálfu en í dag var mér sagt að einhverjir hefðu tekið þessu alvarlega. Og þótti þetta víst bara ekkert fyndið. Ég hélt reyndar að þeir sem á annað borð lesa þessa klámsíðu mína hefðu áttað sig á því að stundum tala ég ekki af mikilli alvöru og skil ekki að nokkrum geti dottið í hug að manneskja sem skreytir bloggsíðu sína með fjölskyldumyndum og kökuuppskriftum sé nokkuð annað en heiðvirð húsmóðir eða að ég hafi persónulegt samband við dómsmálaráðherra. En jæja, einhverjir tóku þessu víst hátíðlega og sé mér því ekki annað fært en að lýsa allt sem stendur í umræddri færslu ábyrgðarlaust bull og bið hér með alla hlutaðeigandi afsökunar.

Í hvaða rúmi?

Í vinnunni var ég spurð í þaula um skemmtanalíf mitt á föstudagskvöldinu. Þýðingarmiklar augngotur milli kokkanna og Þokka fylgdu og ég var farin að hallast að því að einhver hefði séð þegar ég steig inn í leigubílinn með Ástþóri Magnússyni undir morgun. Í örstuttri pásu króguðu Þokki og kokkarnir mig svo af í eldhússkróknum. Halda áfram að lesa