Svei attan

Predikarinn Jón Valur Jensson hefur löngum staðið í heilögu stríði gegn mannréttindum samkynhneigðra. Nú bætir hann um betur og ræðst gegn kynskiptingum. Rök hans eru svo aum og óskynsamleg að ef hann væri tilbúinn til að leggja fordóma sína til hliðar eitt andartak, ætti hvaða kjáni sem er að geta leiðrétt mannfjandsamleg viðhorf hans.

En Jón Valur býður ekki upp á umræðu sem afhjúpar fordóma hans og oflátungshátt gagnvart fólki sem finnst það vera fast í röngum líkama. Hann bara lokar á frekari umræður þegar hann er kominn út í horn.  Ekki þykir mér sæmd að því að ráðast á minnihlutahóp en loka svo á gangrýni. Ekki svo að skilja að ég hafi áhyggjur af þessu, því Jón Valur kemur upp um fordóma sína sjálfur. Mér finnst þetta bara svo hallærislegt.

One thought on “Svei attan

  1. ——————————————-

    Eva, það er þannig sem yang ~ ying virkar.  Tveir andstæðir pólar sem leitast við að ná saman.  Jón Valur hefur fyrir löngu öðlast sess sem talsmaður annars hvors pólsins, sem er að vísu  breytilegur eftir málefnum,  en hann má eiga það að aldrei blandar hann íslenskri hreppapólitík inn í sinn málstað.

    En Jón Valur er býsna góður að kasta fram bombum sem gera allt vitlaust – og þó ég sé oft ósammála honum er ég jafnoft sammála.

    Eins og ég er stundum sammála þér og stundum ekki 

    Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 18:32

    ——————————————-

    Fínt að kasta bombum. Gott mál að spyrja óþægilegra spurninga og viðra óvinsæl viðhorf. En að loka á gagnrýni, það er ekki kúltíverað. Og ekki kúlt heldur.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 19:56

    ——————————————-

    Elsku Eva!

    „… En að loka á gagnrýni, það er ekki kúltíverað!“

    Halló!

    Á þetta ekki að virka í báðar áttir?

    Hefur „Saving Iceland“ – og þú einkarétt á að gagnrýna?

    Ert þú ekki einmitt að: „…loka á gagnrýni“ – þegar síðþroskaunglingafyrirbærið Saving Iceland verður fyrir gagnrýni fyrir öfgar 🙂

    Hallur Magnússon #9541, 26.7.2008 kl. 20:19

    ——————————————-

    Sæl Eva

    Dáist af baráttu þinni á bloggsíðu Jóns Vals, þú barðist hetjulega með góðum rökum en andstæðingurinn er einarður í afstöðu sinni slær ryki í augu lesenda með „lærðum“ frösum og falsvisku.

    Ég hugleysinginn fengi ekki að skila athugasemdum í bloggvitleysu Jóns Vals… satt að segja langar mig ekkert til þess. Að skrifa ekki undir nafni og kennitölu hugnast ekki Gvuðsmanninum.

    Ég vona samt að þú haldir áfram að stríða karlálkunni, ekki það að hann komist nokkurn tíma til vits en kannski hjálpar það okkur hinum.

    Vingill

    vingill, 26.7.2008 kl. 20:24

    ——————————————-

    Hallur Magnússon. Ég kannast ekki við að ég hafi lokað tjásukerfinu, „bannað“ nokkurn mann eða nokkuð í þá veru. Ég hef svarað allri gagnrýni sem ég hef rekist á (nema örfáum færslum sem eru svo ómerkilegt skítkast að þær eru engan veginn svara verðar) og það hef ég gert með ágætum rökum, svo hvað áttu við með því að ég loki á gagnrýni?

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 20:38

    ——————————————-

    Eva, okkur er alltaf nauðsynlegt að ræða „málin“ og þá meina ég öll mál  milli himins og jarðar.  Þeir sem kasta bombunum vekja upp umræðuna.  Einmitt þannig verður umræðan frjó og skemmtileg – þú ættir að mæta í fjölskylduboðin mín 

    Jón Valur er fullkomlega fær um að verja sig sjálfur, en svona fyrir Hauk vil ég bæta við að flest okkar erum „handhafar sannleikans“ , hversu merkilegur eða ómerkilegur málstaður okkar er svo í augum annarra.

    Hafðu það gott Eva mín í góða veðrinu

    Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 20:41

    ——————————————-

    Nú jæja. Jón Valur er bara búinn að opna fyrir tjásur aftur. Það verður að teljast gott mál.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 20:46

    ——————————————-

    Eva: Ég verð að taka hattinn minn ofan og hneygja mér fyrir þér…. þú heldur „kúlinu“ á meðan ég fæ andateppu af pirringi yfir bullinu í manninum

    Heiða B. Heiðars, 26.7.2008 kl. 21:31

    ——————————————-

    JVJ elskar bara einræðisguðinn sinn + páfa + kufla + dogma.
    Hann virðist ekki getað sett sig inn í mannlegar tilfinningar, sem er afar algengt með ofurtrúaða.

    DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:07

    ——————————————-

    Bæn.

    Sæl. Eva og Heiða Björk   það er gott að vita að þið hatið Íslendinga og Íslenskubörn bara af því að mæður  og feður  þessara barna vinna í Álgeiranum og orkugeiranum, ég veit líka að þið hatið þá sem eru  ekki sammála,ég þekki ekki hatur, ég þekki ást, ég þekki kærleika, ég þekki umburðalindi, ég þekki tjáningarfrelsi,. Ég veit að hatur er til, ég veit að sumir menn vilja gera örðum mönnum illt, ég veit að sumir skilja ekki mannréttindi, ég veit að sumir halda að þeirra einkamál séu einu mannréttindi, sem þeir túlka sér einum til handa, sem þegar það sem snýr að þeim sjálfum og túlka þau sér einum til handa og að aðrir mega ekki njóta þeirra.

    Ég veit hvað rasimisti er, ég veit hvað nasismi er, ég veit hvað komanisti er, ég veit hvað hægriöfl eru.

    Þess vegna  bið ég ykkur að líta svo sem einu sinni í Biblíuna og finna frið í kaldri sál. Guð blessi ykkur og veiti ykkur skilning og ást og kærleika til Guðsbarna.

    Ást og kærleikur.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 22:07

    Jahérna Sigurjón, það hlaut að vera skýring…

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 22:13

    ——————————————-

    Hvað er það sem við eigum að kæla sál okkar með í biblíunni Sigurjón?
    Er það að grýta alla til bana sem neita að taka einræðisguðinn sem sinn guð
    Er það að það eigi að grýta til bana óstýriláta unglinga
    Er það að það eigi að grýta homma til bana
    Er það elskaðu mig eða ég pynta þig að eilífu boðskapurinn…

    Fræddu okkur nú

    DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:16

    ——————————————-

    Á hverju er ljónið?

    Heiða B. Heiðars, 26.7.2008 kl. 22:19

    ——————————————-

    Sterkasta dópi í heimi og jafnframt því hættulegasta: Religion

    DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:22

    ——————————————-

    Sæll. Doctor lærðu að yfirstíg fordóma í öllum trúarbrögðum og öllu pólitískum skoðunum þá muntu læra að virða skoðanir annar og ná meiri mannlegum þroska burt sé frá þeim fordómum sem þú ert haldinn.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 22:43

    ——————————————-

    Ekki kasta steinum úr glerhúsi Rauða Ljón

    DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:49

    ——————————————-

    Sæll. Doctor sé og hver á sitt gler hús og sína steina á hvorugt.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    ps. skrifaðu næst undir fullu nafni ef þú villt svar, það er manleg kurteisi.

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 23:04

    ——————————————-

    Elsku kallinn minn… ég hef verið á internetinu frá degi eitt… hvergi nema á íslandi heyri ég kröfur um að koma fram undir nafni… það eru einnig oftast ofurkrissar eins og þú og JVJ sem setja fram slíkar kröfur..

    Ef þú setur þessar kröfur á mig þá set ég sömu kröfu á þig og biblíu þar sem er vitnað í ónafngreinda menn og eða að menn þykjast vera að láta guð skrifa í gegnum sig…

    DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:18

    ——————————————-

    Doctor, Fordómar sína vanþroska og heimsku mannsins.

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 23:37

    ——————————————-

    Sæl Eva.

    Ég tek alfarið undir þín skrif og hugleiðingar. Er líka búin að lesa það sem þú skrifaðir í athugasemdum hjá JVJ.   Maðurinn er ofstækisfullur og búinn að særa marga með sínum skrifum um samkynhneigða m.a.  Hatur í helgislepjubúningi.

    Rauða ljónið!!!!  Er það ekki einhver súlustaður?  eða einhver búlla?

    Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.7.2008 kl. 02:29

    ——————————————-

    Getur Rauða Ljónið ekki fengið eitthvað við þessari aðsóknarkennd, sem birtist í fyrstu athugasemd þess hér (og annarsstaðar).  Annars þykir mér Rauða Ljónið vera ákaflega frótt og vel upplýst að vita alla þessa hluti, sem það segist vita.  Að vísu skil ég ekki alveg, hvað þetta upplýsingaflóð, sem Ljónið býr yfir hefur með þessa umræðu að gera.

    Rauða Ljónið er búlla á Eiðstorgi á Seltjarnarnesi.  Rauða Ljónið er líka gamalt viðurnefni Bjarna Felixsonar KR-ings og íþróttafréttamanns.  „Kommmiði sæli.  Neinei! Þetta var gott skot, en langt framhjá.“  Ósmekklegt af Sigurjóni að stela þessu viðurnefni af Bjarna eðal-KR-ingi.  Svo fannst Rauða Ljónið við í hafnarborgum Englands í Gamla daga, skilst mér!  Drakk á einu slíku einhverntíman fyrir hundraðog eitthvað…  P.S. Ekki veit ég hvað þetta „rasimismi“ er.  Getur einhver upplýst mig?

    Auðun Gíslason, 27.7.2008 kl. 04:47

    ——————————————-

    Þetta er nú ljóta afturgangan þessi JVJ!  Er ekki hægt að kveða þetta niður, eða að minnsta kosti láta sem þetta sé ekki til?

    Auðun Gíslason, 27.7.2008 kl. 04:51

    ——————————————-

    Hér kemur rauða ljónið, ber sér á brjóst og þakkar guði fyrir að gera sig svona frábæran.

    Lestu bókina betur, farðu svo með yfirstrikunarpenna yfir hvert það vers sem inniheldur orðið „auðmýkt“. Athugaðu svo hversu litríkari biblían er eftir það.

    Merkilegt hvað sumir verða sjálfumglaðir af því að ‘frelsast’…

    Jóhannes H. Proppé, 27.7.2008 kl. 14:10

Lokað er á athugasemdir.