Stærsti naglinn í kistuna

Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hvað það merkir fyrir okkur að fá þetta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Það merkir að Alþjóðagaldeyrissjóðurinn mun hafa hönd í bagga með öllum ákvörðunum sem varða fjármál okkar.

Það merkir að Íslendingar eru ófjárráða.

mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra

One thought on “Stærsti naglinn í kistuna

  1. ——————————————

    heldur þú að það sé svo slæmt ? höfum ekki haldið vel um kanski, ef við göngum í ESB þá þíðir ekkert múður heldur, úr vöndu að velja

    Jón Snæbjörnsson, 12.2.2009 kl. 21:28

    ——————————————

    Það er spurning hvort að það er betra að hafa sjóðinn eða fíflin sem við höfum fengið í þetta á undanförnum árum.  Umræður á Alþingi snúast um stjórnarsetur í nefndum og bitlingatog þannig að sú stofnun hefurr líklega engann tíma til til að sinna ríkisbókhaldinu.

    Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:42

    ——————————————

    Það mun litlu skipta fyrir almenning hvað verður um IMF áætlunina.

    En hvað frelsi okkar og hamingju varðar gegnir allt öðru máli.

    Magnús Sigurðsson, 12.2.2009 kl. 21:45

    ——————————————

    IMF er enging ölmusustofnun, það var alltaf vitað.

    Þetta var og er örþifaráð þjóðar sem var ráðþrota. Að bera saman ESB og IMF sem valkosti sem eiga eitthvað skylt hvor við annann er fullkomnun fáfræðinnar.

    ESB er eina stórveldi heimsins sem hefur myndað sér strangar reglur um umhverfismál, efnahagsmál og samfélagsmál. Allur framgangur þess einkennist af hófsemi og lýðræðislegum vinnubrögðum. út í eitt. Það má varla snöggann blett finna á stefnumálum þess, hvað varðar slíkt. Og borið saman við önnur stórveldi stendur ESB langtum framar. Það er ekki ástæðulaust að Sjálfstæðisflokkurinn blokkeraði alla umræðu um aðild þar að í 15 ár, þeir ganga þvert gegn stefnu þeirra.

    IMF er hinsvegar sjóður sem kaupir sig inn í skuldir þjóða sem minna mega sín eða hafa orðið fyrir fjárhagslegri ógæfu. Þau völd sem hann fær í gegnum þetta nýtir hann til að niðurlægja almenning þeirra þjóða og kreista gróða úr fyrirtækjum, jafnan setjast þeir líka að í stjórnum viðkomandi landa og ráða því sem þeir vilja. Það versta við IMF er að þeir styðja glórulausar hugmyndir megalómanískra smáhreppastjórnmálamanna, eins og hugmyndir Sjálfstæðisflokks um að halda sig utan ESB. Þannig geta þeir haldið áfram að mergsjúga viðkomandi þjóð.

    Sannið til. Krónan mun aldrei jafna sig. Og ef við búum enn við krónu árið 2015 þegar frestur IMF rennur út til að endurgreiða, þá missum við allt hér. Fiskimiðin, hálendið, öll fyrirtæki… allt sem tönn á festir. Það er ekki hægt að borga erlendar skuldir með gjaldmiðli sem gerður er úr deigi. Það vita þeir sem sitja uppi með myntkörfulán.

    Það er mikil skammsýni að halda að Ísland tapi sjálfstæði á að ganga í ESB. Þvert á móti er það eina von okkar um að endurheimta sjálfstæðið sem við höfum þegar tapað.

    bogi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:02

    ——————————————

    Og eru menn sáttir við að missa auðlindirnar okkar út á það að fresta mestu fátæktinni aðeins?

    Erum við tilbúin til að láta börnin okkar taka skellinn sem við viljum ekki taka sjálf?

    Eva Hauksdóttir, 12.2.2009 kl. 22:10

    ——————————————

    Nei djöfullinn að maður sé sáttur við það.

    hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 22:55

    ——————————————

    Ég segi fyrir mig nei. Ég vil allt til þess vinna að afkomendur okkar taki við betra búi en okkur er rétt núna.

    Við verðum að standa vörð um auðlindirnar okkar, en við verðum líka að horfast í augu við að það er búið að gefa þær frá okkur fyrir löngu síðan. Sjávarútvegurinn er skuldum vafinn og fiskurinn er hraðfrystur um borð og landvinnslan er gerð erlendis. Erlend álfyrirtæki flytja gróðann af virkjununum okkar beint úr landi, og stjórnvöld niðurgreiða orkuna til þeirra….

    Þetta er glórulaust og það verður að verða róttæk breyting hér, strax, það þolir enga bið.

    bogi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:02

    ——————————————

     Þú segir

    Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hvað það merkir fyrir okkur að fá þetta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

    Fyrir mér þýðir það að þjóð sem gerir slíkt er á barmi gjaldþrots og hún þarf að leita sér hjálpar. Eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gat til sjálfur þá er hans hlutverk að gefa fyrst og fremst hagfræðileg ráð um að ná sér úr þeirri kreppu sem hrjáir hverja þjóð hverju sinni og það má lítið út af bregða til að allt fari til andskotans hérlendis. Það hafa komið fyrir tilfelli að þjóðum hafi verið skipað að einkavæða auðlindir sínar í neið en eins og ég se það þá hefur ekkert annað verið í stöðunni. Vissulega hangir margt hér á bláþræði en ég er  stórlega efins um að grípa þurfi til þess háttar úrræða hérlendis. Raunar er ég nokkuð viss um að við komust úr þessum djúpa efnahagsvanda sem við erum í og lánin fræa alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu greiðast til fulls. Í það minnsta hefur alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefið það til kynna og ég sé ekki ástæðu til annars en að trúa því. Í það minnsta hafa margir af okkar virtustu hagfræðingum bent á að þessi stofnun sé fyrst og fremst fagfræðistofnun sem gefur fagleg hagfræði ráð.

    Brynjar Jóhannsson, 13.2.2009 kl. 09:05

    ——————————————

    Stór hluti þjóðarinnar er svo veruleikafirrtur eftir fjármálasukk og svínararí síðustu 10-15 ár, að stappar við geðklofa. Þetta fólk hefur lifað hátt í sinni monní-maníu og heldur að peningar vaxi á þar til gerðum trjám. Það er þetta fólk, sem vill ekki breytingar, Það er þetta fólk, sem vill viðhalda spilltu stjórnmála- og embættiskerfi. Svo þetta fólk vakni af dvalanum og sjái hlutina í samhengi þá þarf það að fá „sjokktrítment“, sem felst í því að neita aðstoð IMF, taka skellinn og í leiðinni og á milli mjalta hreinsa íslenskt samfélag af ALLRI óværu, hverju nafni , sem hún nefnist. Við þurfum að „dítoxa“ þjóðarlíkamann svo þjóðarsálin fái uppreist æru.

    Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.2.2009 kl. 09:34

    ——————————————

    Brynjar, þú sérð ekki ástæðu til annars en að trúa því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefur til kynna. Veistu hvað þeir gerðu almenningi á Jamaica? Veistu hvernig þeir hafa hegað sér á Ecuador?

    Eva Hauksdóttir, 13.2.2009 kl. 11:16

    ——————————————

    Þú segir

    Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hvað það merkir fyrir okkur að fá þetta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

    Ég segi:

    Gerir þú þér grein fyrir að hvað það merkir fyrir okkur að fá það ekki ?

    Án þessa láns værum við algerlega, gjörsamlega, ofboðslega, svakalega fokkt.  Þetta sést mjög vel og greinilega á u-beygju Steingríms J. Sigfússonar varðandi IMF þegar hann komst að kjötkötlunum.

    Ég segi fyrir mína parta: ef valið stendur milli að vera tótallí fokkt forever eða tótallí fokkt til 2015, vel ég seinni kostinn.  Báðir eru slæmir, en eru aðrir kostir í stöðunni ?  Ef þeir eru til, þá held ég að margir vilji gjarnan hlusta.

    Öddi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:52

    ——————————————

    Málið er að um leið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemst til valda hér, munu auðlindirnar verða teknar af okkur og ríkisfyrirtæki einkavædd. Við höfum enn ekki fengið að sjá þennan samning og það er lágmark að skilyrðin séu uppi á borðinu.

    Eva Hauksdóttir, 13.2.2009 kl. 16:33

    ——————————————

    Nánar hér.

    Eva Hauksdóttir, 13.2.2009 kl. 16:34

    ——————————————

    Þegar lítið dverg efnahagsríki gengst undir regluverk [lög og reglur] 400.000.000 risaefnahagssvæðis [og leggur sín niður] verður út koman það sem kallast ný-frjálshyggja hjá risunum. Fyrirtæki verða að vera á lágmarkstærð og á forminu ohf eða ehf til að geta fjármagnaði sig í kauphöllum ESB. OMX kauphöll Íslands [ásamt Seðlabanka] er hluti af þessu fjármögnunar [stýringar] tóli ESB. Ríkissjóður losaði sig við þjónustufyrirtækin og skuldirnar en  álögurnar hækkuð og skattar lækkuð ekki, heldur fóru í aukin gæluverkefni  Ráðherranna. Það er búið að draga okkur á asnaeyrunum í meir en 20 ár. Meðvitað eða ómeðvitað af stjórnmálamönnun, maður getur nú ekki gert of mikið úr greind þeirra til að afla sér tekna á frjálsum markaði þar sem menn eru miskunnarlaust látnir fara ef þeir valda ekki viðfangsefninu: standa undir ábyrgð.

    Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 17:03

Lokað er á athugasemdir.