Sérstaka skatta á karlmenn?

skattar

Hvergi í heiminum hefur dólgafeminismi blómstrað eins vel og í Svíþjóð enda er það Svíþjóð sem Íslendingar líta til í jafnréttismálum. Nú hefur jafnréttisnefnd Umeå lagt til að tekinn verði upp sérstakur jafnréttisskattur sem eingöngu verði lagður á karlmenn. Tilgangurinn er sá að jafna tekjur en meðaltekjur kvenna eru lægri en meðaltekjur karla. Að vísu er vinna konur að jafnaði færri vinnustundir. Ætli hugmyndin sé ekki sú að þær druslist kannski frekar til að taka fullt starf þegar ráðstöfunartekjur heimilanna minnka af því að  makar þeirra þurfa að greiða hærri skatta?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sænskir dólgafeministar stinga upp á kynbundnum sköttum. Fyrir nokkrum árum var lagt fram frumvarp í sænska þinginu um sérstakan ofbeldisskatt á alla karlmenn.