Rún dagsins er Ás

Æsir eru tákn menningar, hernaðar og visku og Ás er viskurúnin. Hún táknar bæði bókvit og þá visku sem menn öðlast af reynslunni. Í galdri er hún notuð til þess að finna rétt og skynsamleg svör við ráðgátum og góð ráð í hverjum vanda.

Í rúnalestri táknar Ás að fyrirhyggju sé þörf og að spyrjandinn skuli lesa sér til eða leita ráða hjá sér viturra fólki áður en hann tekur ákvörðun. Hugsa málin til enda og skipuleggja verkið áður en hann hefst handa. Einnig getur hún táknað að nú sé rétti tíminn til að hefja nám eða leggja út á nýja braut í menningu og listum.