Rasistagullkorn dagsins

Kynþáttahatarinn Mjölnir:

„Menning er eins og dýrategund, hún þróast sjálfkrafa eftir þeirri þekkingu og framförum sem að hópirnn aflar. Menning þróast nánast alldrei við það að blandast. Hún þróast við aðskilnað rétt eins og dýrategundir. Ísbirnir myndu ekki þróast á næsta skref við að blandast skógarbjörnum,“

Sjá umræður hér

One thought on “Rasistagullkorn dagsins

  1.  ————————————–
    Þetta eru afar sérstakar hugmyndr um eðli þróunar og hugmyndin um „næsta skref“ er ekki síður skondin. Eins og einhver þróunaráætlun sé til sem okkur ber að fylgja.

    Augljóslega hefur blöndun oft orðið til þess að styrkja tegundir og þanig verið „jákvætt“ skref í þróuninni.

    Við vesturlandabúar megum líka eflaust vel við því að taka upp einhver arabísk/asísk einkenni. Það er allavega ansi veruleikafirrt að halda að hvergi í heiminum leynist samfélagseinkenni sem eru betri í einhverjum skilningi en sitthvað í okkar menningu.

    Posted by: Kristinn | 20.08.2011 | 11:47:05

     ————————————–

    Sko það er út af þessu sem fólk gefst upp á að reyna að rökræða við þetta fólk.

    Það er ekki hægt að ræða málin af viti við fólk sem hefur enga undirstöðuþekkingu og því síður þegar það gengur með þá ranghugmynd að það viti hvað það er að tala um.

    Posted by: Eva | 20.08.2011 | 12:51:32

     ————————————–

    Þessir vinir þínir þjást af hálfgerðum Dunning-Kruger áhrifum 😉

    http://en.wikipedia.org/wiki/Dunning%E2%80%93Kruger_effect

    Posted by: Kristinn | 20.08.2011 | 14:33:55

     ————————————–

    Afhverju kemur maðurinn með svona asnalegt dæmi?

    http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8321000/8321102.stm

    Posted by: Lotta B. Jónsd. | 20.08.2011 | 22:48:27

     ————————————–

    Þegar fólk veit ekkert hvað það er að tala um eru alltaf líkur á að það komi með vond dæmi.

    Posted by: Eva | 21.08.2011 | 6:33:41

Lokað er á athugasemdir.