Ráðgáta

Á svo til hverjum degi stendur Eynar frammi fyrir sömu ráðgátunni. Senan er (með tilbrigðum) eitthvað í þessa veru:

Eynar: Ég er eitthvað svo svangur, ég bara skil þetta ekki.
Eva: Nei, þetta er sannarlega dularfullt. Þér hefur ekkert dottið í hug að þetta standi í einhverju sambandi við það sem þú hefur látið ofan í þig í dag, eða öllu heldur ekki látið ofan í þig?
Eynar (Furðu lostinn): Ja, ég borðaði áðan.
Eva: Já, það er satt. Þú borðaðir hátt í desilítra af jógúrt. Að ónefndum 30 gramma melónubita. Þú ættir líklega að leita til læknis vegna þessarar átsýki.

Eynar: Ég drakk líka kaffi, með rosalega mikilli mjólk.
Eva: Ég hef heyrt að hávísindalegar rannsóknir gefi vísbendingu um að það sé hægt að takast á við þetta ástand með því að borða aftur. Ég er ekki að segja að það séu pottþéttar sannanir fyrir því en þú gætir athugað hvort það virkar.
Eynar: Ég get ekki farið að borða svona seint, það er alveg að koma kvöldmatur.
Eva: Klukkan er 5. Við borðum aldrei fyrr en í fyrsta lagi hálf átta.
Eynar: Já, einmitt, ég var að segja það! Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu … Heyrðu jú, ég veit – það eru til hnetur. Ég fæ mér þrjár hnetur …

Það er samt frekar óvenjulegt að hann sé farinn að furða sig á þessum illskiljanlega sulti fyrir kl. 2. Hann er nú búinn að drekka sem svarar 2 kaffibollum í dag – með mjólk.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153241228947963