Nýtt runktæki óskast

Mig vantar einsemdarrunkara í staðinn fyrir bloggið. Það er bara ekki hægt að bjóða lesendum upp á þetta eymdarklám svona árum saman en ég hef ekki fundið neitt sem virkar betur. Ég hef ekki skoðað vísindalegar rannsóknir á viðbrögðum fólks við einmanaleika. Held samt að hjörtunum svipi saman í þessu sem öðru.

Þegar karlmenn verða einmana dunda þeir sér við að tosa í tillann á sér, held ég.

Reyndar skilst mér að þeir geri það alveg eins þótt þeir séu syngjandi hamingjusamir en það er önnur saga. Ég hef svosem hugleitt þetta ráð en ef ég stæði í því að rífa´í´ana í hvert sinn sem ég verð einmana, væri ég orðin sigggróin (ekki oft sem maður skrifar ggg) og það er einhvernveginn ekki geðsleg tilhugsun.

Karlar kippa semsé í en konur aftur á móti þurfa alltaf eitthvað að vesenast yfir öllum tilfinningum. Þegar konur eru einmana er líklegt að þær bregðist við með því að:

– Versla.
Ég hef aldrei skilið fólk sem verslar bara af því að það er óánægt. Ég get haft ánægju af því að eignast hornhillu eða nýja flík en það gleður mig aldrei svo mikið að ég sé tilbúin til að verja heilum frídegi í að leita að henni eða eyða peningum sem ég á eftir að vinna fyrir.

-Éta.
Ég lít á át sem félagslega athöfn. Ef ég er ein borða ég til að nærast fremur en til að njóta þess og þá er nú lítill tilgangur í því að gúlla í sig sykri og rjóma.

-Gera eitthvað fyrir útlitið á sér.
Það er nú svosem eitthvað sem maður gerir hvort sem er og mér finnst gremjulegt að eyða hálfum deginum í að verða eins og módel í útliti þegar enginn er til að dást að útkomunni.

-Ná sér í kærasta.
Myndi pottþétt virka fyrir mig ef það væri einhver sem mig langaði að eyða restinni af ævinni með en ég hef prófað að fá mér bráðabirgðamaka og það bara bætir sekarkennd, ergelsi og leiðindum við pakkann. Dugar varla sem plástur og hefur fleiri galla en kosti.

-Vinna eins og vitleysingar.
Eini fokkans tilgangurinn sem ég sé með því að mæta í vinnuna er ást mín á Mammoni. Ég hef svosem einhverntíma unnið yfirvinnu af vinsemd gagnvart vinnufélögum eða yfirmanni en ef ég er einmana langar mig meira að væla og spila scrabble við sjálfa mig en að mæta í vinnuna.

-Hitta vinkonur sínar.
Undarlegt kannski, en þegar ég verð einmana langar mig ekki að hitta neinn sem ég er í minnsta vafa um að verði alltaf hluti af lífi mínu. Þegar ég verð einmana næ ég ekki sambandi við fólk og félagsskapur gerir ekkert nema undirstrika það.

-Finna sér dægradvöl.

Jújú, tíminn líður þá svosem hraðar. Ég les blöðin eða hangi á netinu ef mér leiðist en einsemd drepur áhuga minn á öllu sem mér finnst virkilega gefandi. Slæmur vítahringur.

Ef einhver uppfinningamaður sem les vefbókina mína er haldinn þarfagreiningarstíflu, þá er hér eitt stykki þörf í boði. Mig vantar semsé handhægan einsemdarrunkara. Tæki sem gefur manni þá tilfinningu að maður sé á sömu bylgjulengd og það fólk sem er aðgengilegt þá stundina. Einsemdarrunkarann þarf að vera hægt geyma í litlu kvenveski. Það er allt í lagi þótt hann eyðileggi einhverjar heilafrumur en við erum að tala um tæki sem yrði líklega í gangi allan sólarhringinn, flesta daga ársins svo plís ekki hafa hann þannig að suði í honum.

 

One thought on “Nýtt runktæki óskast

  1. __________________________________________________________________

    Vélsmiðjan getur örugglega smíðað svona tæki hef meira áhyggjur suðinu

    Posted by: Smári Baldursson | 30.01.2007 | 18:30:01

    ———————————————————–

    Af þessu dreg ég þá ályktun að karlar hafi einum fleiri úrræði til að bregðast við umræddum ástæðum.

    Og þú gleymdir sinaskeiðabólgu…

    Posted by: Kalli | 30.01.2007 | 20:50:25

    ———————————————————–

    ástæðum = aðstæðum

    Posted by: Kalli | 30.01.2007 | 20:52:22

    ———————————————————–

    Einsemdarrunkara…

    Sumir sem ég þekki í svipuðum málum hafa einfaldlega afskrifað raunveruleikann og farið út í í tölvuleiki á Netinu. Virðist gera kraftaverk. Einn (of) góður maður um fertugt sem ég þekki, býr í lítilli holu og er undursamlega óhamingjusamur – en í netraunveruleikanum sínum er hann Crusher The Destroyer (eða eitthvað þess háttar) og stjórnar alheiminum með sleggju… hamars… galda… eitthvað… sínu. Ég man það ekki nákvæmlega.

    Eða ekki. Slæm hugmynd. Cancel that.

    Posted by: Hugi | 30.01.2007 | 22:29:03

    ———————————————————–

    Hmmm…hljómar eins og ég nema ég hitti fólk a.m.k. í eigin persónu þegar ég geri þetta.

    Og þarf ekkert stóran hamar í ímyndunarheimum til að mér líði betur 🙂

    Posted by: Kalli | 30.01.2007 | 22:39:44

    ———————————————————–

    Ég er með lausnina !! Uppfyllir öll skilyrði og suðar ekki (mikið).
    Sýndargæludýr
    Algjörlega málið …

    Posted by: Hugz | 31.01.2007 | 10:52:34

    ———————————————————–

    Annars dettur mér í hug í framhaldi af þessu, ætli það sé ekki til svona sýndarkærasti líka ? Gætir haft hann í veskinu og sinnt hans helstu frumþörfum með því að ýta á takka.

    Posted by: Hugz | 31.01.2007 | 10:54:16

    ———————————————————–

    Mig langar meira í sýndarkærasta en sýndargæludýr. Sýndareiginmaður væri samt besti kosturinn. Minn verður klár og skemmtilegur, algjört dýr í rúminu, kann á borvél en samt laus við þetta sýndarveiðimannseðli sem er helsti galli tegundarinnar. Þá yrði líka hægt að komast hjá ýmsum erfðagöllum sem maður hefur engar forsendur til að setja fyrir sig í dag, svo sem sköndul á stærð við ljósastaur.

    Ég held samt að sýndarhjákonur verði fyrsta sýndarfólkið sem verður markaðssett fyrir almenning. Þær verða einfaldar í framleiðslu því það eina sem þær þurfa að hafa er góð munnsuga og hæfileiki til að segja blíðlega; „komdu bara þegar þú mátt vera að elskan, ég get alveg beðið“.

    Posted by: Eva | 31.01.2007 | 11:12:39

    ———————————————————–

    Hann getur alveg verið klár og skemmtilegur en það er erfiðara að uppfylla hin skilyrðin ef maður er c.a. 5×3 cm á stærð. Gæti samt kannski verið innbyggður titrari ?

    Posted by: Hugz | 31.01.2007 | 11:33:04

    ———————————————————–

    Veiðmannseðlið er innbyggt í tegundina, þú kemst ekki hjá því. Ef það vantar þá ertu að tala um einhverja hliðartegund eða þá að þú hefur rekist á geimveru á djamminu. Sem kæmi svo sem ekki mikið á óvart miðað við sumt sem maður rekst á þar.

    Posted by: Hugz | 31.01.2007 | 11:35:58

    ———————————————————–

    Varstu annars búin að sjá http://www.sybian.com/ ? ekki beinlínis ferðatæki, ekki nema þú fáir sérsmíðaða tösku fyrir það …

    Posted by: Elías | 31.01.2007 | 16:44:52

Lokað er á athugasemdir.