Nýtt ár hafið

Mikið er gott að eiga jólafrí. Ég ætla alltaf að eiga jólafrí hér eftir.

Ég var næstum búin að gleyma hvað mér finnst notalegt að elda þegar ég hef nógan tíma til þess. Hef hitt fullt af fólki sem ég eyði sjaldan tíma með, búin að lesa 3 bækur og liggja í suduko og krossgátum.

Andlitið á mér er óðum að jafna sig. Ég málaði mig fyrir áramótin, það var erfitt því ég er ennþá með bjúg en mér leið samt eins og svaninum þegar hann sá spegilmynd sína í vatninu.

Við Sigrún opnuðum freyðivínsflöskuna sem við komumst ekki yfir að drekka um síðustu áramót laust eftir miðnætti. Ég gúllaði í mig einu freyðivínsglasi, hálfu rauðvínsglasi og tveimur matskeiðum af amarula. Skjögraði þá heim og einmitt þegar ég var að koma inn hringdi Elías. Ég held að hann sakni mín í alvöru.

Bauð pabba og Rögnu í skötusel og rækjur í hádeginu. Ætla að rölta niðureftir til Sigrúnar og sækja bílinn minn (2 göngutúrar á einum og sama sólarhringnum hlýtur að vera góð byrjun á nýju ári, svona miðað við mína íþróttaást í gegnum tíðina) og fara með krökkunum að sjá Narníu.

Ég hlakka svo mikið til að fara í vinnuna í fyrramálið, hitta báðar mínar ástkæru, búðina mína og konuna mína. Var svo bráðsniðug að koma reiðu á bókhald Uppfinningamannsins í jólafríinu mínu svo ég get byrjað árið á því að einbeita mér að mínum eigin bissniss.

Þetta verður gott ár.