Nokkur af ofmetnustu fyrirbærum samtímans

diamond_PNG6684Demantar
Eina ástæðan fyrir því að demantar eru svona fokdýrir er sú að framboðinu er handstýrt af demantamafíunni sem auk þess stundar þrælahald í ergi og gríð. Það þarf sérhönnuð tæki til að sjá muninn á zirconiasteinum og demöntum.

Greindarvísitala
Það er þreytandi að reyna að halda uppi rökræðum við fávita en fólk virðist geta verið ótrúlegir rökvillingar þrátt fyrir að mælast hin mestu gáfnaljós á prófum. Greind segir ekkert um manngæsku, samskiptahæfni, réttsýni, kímnigáfu, smekkvísi eða ótal aðra eiginleika sem koma manni að gagni. Því síður hefur verið sýnt fram á orsakasamhengi milli greindar og hamingju.

Gvuð almáttugur
(Gvuð, ég nenni nú ekki einu sinni að ræða hann og með ólíkindum að hann skuli vera að þvælast fyrir okkur enn í dag.)

Hagvöxtur
Undarleg trúarbrögð þessi hagvaxtardýrkun. Hagvöxtur merkir einfaldlega að veltan eykst stöðugt en ekki að fólk hafi það betra fyrir vikið. Enginn hefur sýnt fram á orsakasamband milli hagvaxtar og hamingju. Ekki einu sinni hagvaxtar og velferðar.

downloadHumar
Alveg ágætur fiskur og getur verið skemmtilegt að bera hann fram í skelinni. Engu að síður ekkert betri en aðrar fisktegundir. Töluvert síðri en t.d. steinbítur, lúða, skötuselur, karfi og rauðspretta og allt of dýr miðað við gæði. Meðal annarra ofmetinna fæðutegunda eru kóladrykkir sem eru helst til þess hentugir að hreinsa ryð af reiðhjólakeðjum, brauð sem af óskiljanlegum ástæðum er borið fram á undan almennilegum mat á veitingahúsum og Nóa konfekt sem er ekki einu sinni úr almennilegu súkkulaði.

Klám
Það er ekki áhugavert, ekki upplýsandi, ekki fyndið og ekki fallegt. Eiginlega tótal tímasóun. Þeir sem ofmeta það mest eru þó ekki þeir sem neyta þess heldur móðursjúklingar sem halda að það breyti smekklausum apaköttum í nauðgara.

Nærbuxur
Flíkur sem gegna því eina hlutverki að halda tíðabindi í skefjum. Geta jú verið eitthvað fyrir augað en að ganga í þeim innanundir fötum, það er bara rangur misskilningur.

Skáldsagan
Þegar ég segi fólki að ég lesi ekki margar skáldsögur, horfir það í mig í forundran og segir „ekki datt mér í hug að þú læsir ekki bækur“. Af því að bækur eru náttúrulega bara skáldsögur.

Stór typpi
Til hvers í fjandanum? Auk þess fara lítil typpi betur í munni. Af öðrum ofmetnum líkamseinkennum má nefna stór brjóst sem eldast illa og valda vöðvabólgu og háan líkamsvöxt en hávaxið fólk sefur iðulega með tærnar berar þar sem sængin nær ekki að hylja þær.


Vilhjálmur Egilsson

Ég hef aldrei heyrt manninn segja orð af viti, hann hefur ekkert þakkarvert á sinni
afrekaskrá og svo er hann leiðinlegur líka. Út á hvern fjárann hefur þessi bjánakeppur Md97mKkdJuZ-_992x620_IzuCQidVöðlast svona mikil völd? Af öðrum ofmetnum Íslendingum má nefna Ólaf Þ. Harðarson, sem iðulega er fenginn til að tjá sig um hluti sem hann hefur ekkert meira vit á en við hin, Kristínu Völu Ragnarsdóttur sem þrátt fyrir viðvaningslega afstöðu til vísinda fékk stöðu sem forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ og Eirík Jónsson sem þrátt fyrir að vera einhver ömurlegasti bloggari landsins fékk heiðurssæti á Eyjunni, þar sem hinn vandaði samfélagsrýnir Lára Hanna Einarsdóttir var áður.

Þjóðríkið
Margir virðast ekki átta sig á því að nokkur munur sé á ríkinu og mannlegu samfélagi. Halda að ef þjóðríkið yrði leyst upp myndi fólk þegar í stað springa í loft upp eða taka til við að höggva mann og annan. Sannleikurinn er sá að þjóðríkið er ekkert heilagt fyrirkomulag og í reynd ekki nema um 200 ára gamalt.

Þrautseigja

Sú hugmynd að maður eigi aldrei að gefast upp er í besta falli fáránleg. Það er bara ekkert að því að gefast upp þegar ítrekaðar tilraunir skila ekki tilætluðum árangri. Ástþór Magnússon er reyndar lifandi sönnun þess að stundum ættu menn bara að gefast upp.

Öryggisgæsla á flugvöllum
Þegar þú ferðast með flugvél máttu taka með þér litla tannkremstúpu en ekki stóra. Af því að það er bara hægt að fela sprengiefni í stórri túpu. Þú mátt heldur ekki taka með þér naglaskæri, því þú gætir notað þau til að fremja flugrán. Systir mín ætlaði einu sinni í flug með hrá egg (ætlaði að koma sér upp stofni af landnámshænum) en var stoppuð. Egg eru nefnilega vökvi og afar sennilegt að Osama Bin Laden og félagar dundi við að blása úr eggjum og fylla þau af sprengiefni. En allt er þetta nauðsynlegt enda voru hryðjuverkin 11. sept. framin með tannkremi, naglaklippum og hráum hænueggjum og nauðsynlegt að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.