Nafnlausir boggarar

grímaNafnlausar athugasemdir fara ekkert í taugarnar á mér nema þær feli í sér persónulegar árásir en því verð ég sjaldan fyrir.

Ég get alveg tekið afstöðu til ábendingar eða röksemdar á hennar eigin forsendum, ég þarf ekki að vita nafnið á bak við kenninguna til að ákveða hvað mér finnst um hana.

Hinsvegar skil ég ekki hversvegna sumt fólk skrifar ekki undir nafni. Ég skil vel það að hafa gaman af því að leika hlutverk og geri það gjarnan sjálf en hversvegna í ósköpunum vill sumt fólk ekki gangast við manneskjunni á bak við vefkarakterinn?
-Óttast það að aðrir taki ekki mark á því ef nafnið kemur fram?
-Heldur það að aðrir muni taka orð þess úr samhengi og dæma það út frá því litla sem kemur fram í skrifum þess?
-Hefur þetta fólk áhyggjur af því að vinir og kunningjar muni sjá í gegnum það ef þeir lesa það sem það skrifar?
-Eða heldur það að nafnleysið skapi því leyndardómsfulla ímynd og að bloggheimur liggi andvaka af spenningi yfir því að komast að því hver hann er þessi dularfulli maður sem segir svona margt gáfulegt?

Ja, maður spyr sig.