Minni á Reykjavíkurakademíuna í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reykjavíkurakademíunni (Í JL húsinu)   kl. 19:30 í kvöld.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallar um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn. Einnig mun Andri Snær Magnason tala um goðsögnina um ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.