Meira lýðræði, minna kjaftæði

Ég tel það skref í rétta átt að fordæma þessa fjöldaslátrun en það er bara ekki nóg. Við megum ekkert vera að því að bíða og sjá hvað setur eða standa í tómu kjaftæði öllu lengur, morðbylgjan á sér stað NÚNA.

Við verðum að slíta öll tengsl við Ísrael, viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna og bjóða flóttamenn velkomna. Við erum hvort sem er að missa þústundir Íslendinga úr landi og þurfum á því að halda að fá hingað fólk sem sættir sig við að lifa spart.

Ef væri virkt lýðræði á Íslandi værum við löngu búin að slíta öllu samstarfi við Ísrael.  Þrátt fyrir takmarkaðan fréttaflutning og lítinn skilning á því ástandi sem ríkir í Palestínu, tel ég nokkuð öruggt að langflestir Íslendingar séu mótfallnir hernáminu og það þarf ekki meðalgreinda manneskju til að sjá ranglætið í því að þungvopnaður minnihluti geti kúgað, rænt og drepið upprunalega íbúa landsins með stuðningi og blessun alþjóðasamfélagsins.

Svo mætti Dorrit líka alveg láta eitthvað heyra frá sér um framferði frænda sinna á Gaza, hún hlýtur að hafa skoðun á því manneskjan.

mbl.is Fordæmir innrás á Gasa

One thought on “Meira lýðræði, minna kjaftæði

  1. ——————————————————-

    Hnýting þín í Dorrit er ósæmileg og sýnir norneðli þitt. Dorrit hefur ekkert með Gaza að gera og getur ekkert gert.

    Mads Gilbert heitir norksu læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

    Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

    Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

    Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum „frábæra“ manni.

    Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 09:52

    ——————————————————-

    Sæl Eva

    Nú bregður svo við að ég er sammála þér, innrás Ísraela á Gaza ber að fordæma.

    En er þetta ekki talandi dæmi um hvernig ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Nokkrar flaugar frá Hamas valda eignatjóni, særa einhverja og drepa jafnvel 1 eða 2 Ísraela. Og Ísraelar svara með innrás með gífurlegu eignatjóni þúsundum særðra og hundruðum látinna.

    18. desember sendi ég eftirfarandi comment á bloggið þitt.

    „Það er jafnauðvelt að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu og einstaklingi á því er engin grundvallarmunur. Í siðuðu þjóðfélagi velja menn dómstólaleiðina þegar þeir telja á sér brotið. Ef það er hinsvegar ætlan þín að auka upplausnina og koma á stjórnleysi (anarky) þá ert þú á réttri leið.

    Ef aðgerðir þínar stigmagnast verða frekari eignarspjöll og veruleg hætta er á að mannslífum verði fórnað (á altari borgaralegrar óhlýðni). Komi til þess munt þú að sjálfsögðu firra þig allri ábyrgð líkt og ráðamenn gera nú vegna bankahrunsins.

    Ég bið þig því að íhuga framtíðina og standa að friðsamlegum mótmælum og kæra alla þá sem þú telur seka þannig að þeir verði dregnir fyrir dóm. Dómstóll götunnar hefur aldrei verið og verður aldrei sanngjarn.

    Ég bið þig jafnframt að hafa í huga hina gullnu reglu:

    Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra.“

    Bestu kveðjur

    Páll

    Páll (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:05

    ——————————————————-

    Dorrit gegnir stöðu sem skrautfjöður íslenska lýðveldisins. Það skal enginn segja mér að hún hafi sjálf borgað flugmiðann sinn á Ólympíleikana, þar sem hún sat veislu í boði fjöldamorðingja. Það er lágmarks krafa af slíkri fígúru að hún tjái sig þegar landar hennar standa fyrir þjóðarmorði.

    Ég er sammála þessum norska lækni um að menn skuli hafa rétt til varnar og andsvara þegar á þá er ráðist. Ef þeim rétti væri ekki framfylgt væri heimurinn í dag eitt stórt einræðisríki.

    Annars er ég orðin dálítið þreytt á þér og fleiri vitleysingum sem styðja fasisma og fjöldamorð. Mér þætti ósköp vænt um ef þú gegnir andlegra örna þinna annarsstaðar en á mínu vefsvæði.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 10:08

    ——————————————————-

    Páll, það er EKKI jafn auðvelt að höfða mál gegn ríkisstofnun og einstaklingi. Þar fyrir utan hefur Fjármálaeftirlitið áreiðanlega ekki gert neitt ólöglegt. Það er varla ólöglegt að sofa í vinnunni og lögin eru sett í þágu þeirra sem rændu okkur.

    Það er ráðamanna að hlusta á kröfur þjóðarinnar og afstýra þannig hættunni á borgarastyrjöld. Ég held fram nákvæmlega sömu kröfum og raddir fólksins og aðrir hópar sem hafa verið að tjá sig, en í þokkbót styð ég og tek þátt í aðgerðum til að fylgja eftir þeim kröfum. Ég ber ábyrgð á mínum eigin gjörðum en ekki einhverju sem ég hef aldrei tekið þátt í eða hvatt til.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 10:18

    ——————————————————-

    Sæl aftur Eva

    Ég ætla ekki að standa í orðaskaki við þig. Mér finnst þú svolítið eins og veðhlaupahestur sem sér aðeins eigin stefnu og er ófær um að líta til hliðanna.

    Eva þú ert ábyrg fyrir afleiðingum þeirra aðgerða sem þú stendur fyrir eða stofnar til. En komi til óhæfuverka í þeim aðgerðum er ég þess fullviss að þú munir hlaupa undan henni líkt og ráðamenn Íslands gera nú.

    „kröfur þjóðarinnar“ ????segir þú.  Getur þú ákveðið þær? Geta nokkrir „activistar“ ákveðið þær???

    Ein forvitnisspurning í lokin. Hver var tilgangurinn með að stöðva útsendingu á kryddsíldinni á Gamlársdag?

    Var það kannski að hafa vit fyrir meginþorra þjóðarinnar sem hefði ekki slökkt sjálft af fúsum og frjálsum vilja á þessari útsendingu.

    Kveðja Páll

    Páll (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:42

    ——————————————————-

    Eva, vegna Dorritar, hún er ekki lengur ísraelskur borgari, held ég, þó hún sé gyðingur, hún er með íslenskt og breskt vegabréf. Hún lítur held ég ekki á Ísrael sem heimaland sitt síðan hér um árið þegar átti að meina henni að fara þar úr landi. Ég held að núna líti hún fyrst og fremst á sig sem Íslending af gyðinglegum uppruna, með bresku ívafi (Eins og Villi póstur, með dönsku ívafi, ég get þó ímyndað mér að skoðanir Dorritar séu þó aðrar en hans, eftir því sem ég hef heyrt til hennar um hennar lífsviðhorf).

    Ætli konan leggi nokkuð í að tjá sig um svo flókið mál, í þeirri stöðu sem hún gegnir núna, get svo sem skilið það, – þó ég búist alveg við að hún hafi sína skoðun á þessu máli.

    Auðvitað eiga Íslendingar að fordæma Ísraelsríki eins og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert – helst af öllu að slíta stjórnmálasambandi við það – hvað sem líður skoðunum fólks á Hamas þá eru þessi fjöldmorð óásættanleg. Almennum borgurum var sagt að forða sér – en hvert á fólk að forða sér sem er meinað að fara frá þessu landssvæði? Gjörsamlega fáránlegt.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:31

    ——————————————————-

    Ísraelsmenn myndu lyfta brúnum og klóra sér í skallann og allir aðrir myndu hlæja.

    Íslendingar ættu að þakka fyrir að nokkur nenni að vera í stjórnmálasambandi við okkur.

    Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 18:24

    ——————————————————-

    Páll. Hvernig getur maður sem hefur ekki vald til að gefa öðrum fyrirmæli eða setja þeim skilyrði verið ábyrgur fyrir hegðun þeirra? Ef brjálaður byssumaður skýtur á tónleikagesti, er þá skipuleggjandi tónleikanna ábyrgur fyrir því? Hvar viltu draga mörkin?

    Annars skipulagði ég ekki Kryddsíldarmótælin. Ég las um þau á Eyjunni og hvatti fólk að sjálfsögðu til að mæta. Ég hvatti hinsvegar engan til að kasta grjóti.

    …..

    Nei, Páll, nokkrir aktivistar eru ekki í aðstöðu til að ákveða hverjar kröfur þjóðarinnar eru. Það vill hinsvegar svo til að það fer ekki fram hjá nokkrum manni sem hefur annað hvort sjón eða heyrn, ég tala nú ekki um ef hann er læs í þokkabót, hvaða kröfur almennings það eru sem dynja á mánuð eftir mánuð og ég hef enn ekki hitt einn einasta aðgerðasinna sem er þeim ekki sammála. Þessar kröfur eru reyndar þær einu sem allir þeir hópar sem hafa verið að vinna saman eða hver í sínu lagi eiga sameiginlega. Þær má draga saman í eina meginkröfu:

    -Burt með spillinguna.

    Það merkir: Burt með ríkisstjórnina, burt með óhæfa embættis- og bankamenn. Útrásarvíkingar sæti ábyrgð. Menn axli ábyrgð á mistökum sínum, vanrækslu, valdníðslu og spillingu.

    Þessari kröfu hafa aðgerðasinnar ekki bara haldið á lofti heldur fylgt eftir og einu kröfurnar sem hafa verið áberandi eru henni tengdar.

    Á mótmæla- og kröfufundum ber það við að menn komi fram með sín hjartans mál og beri fram einkakröfur í leiðinni. Það er gott mál, því menn mótmæla fyrir sjálfa sig, í sínu eigin nafni. Þannig getur jafnaðarmaður t.d. mætt með spjald á útifund þar sem niðurskurði í heilbrigðiskerfinu er mótmælt, þótt yfirlýst stefna fundarins sé að mótmæla slímsetu ríkisstjórnarinnar. Eins gæti anarkisti notað mótmælaaðgerð til að hrópa -enga ríkisstjórn, og friðsamur kommúnisti -ekkert stríð nema stéttastríð, þótt aðgerðahópurinn sendi frá sér yfirlýsingu um að hann ætli að koma ríkisstjórninni frá.

    Tilgangurinn með því að stöðva útsendingu á Kryddsíldinni er nákvæmlega sá sem hann virðist vera; að koma í veg fyrir að þessir froðusnakkar fái tækifæri til að bulla, ljúga og þræta í fjölmiðlum. Það er bara nóg komið af kjaftæði. Við viljum ekki meira lýðskrum, við viljum að ríkisstjórnin taki pokann sinn og minnihlutinn snáfist til að gera eitthvað til að þrýsta á um það, annað en að blaðra yfir kryddsíld og kampavíni.

    Nei, við vorum ekkert að hafa vit fyrir einum eða neinum. Hver og einn fer í slíkar aðgerðir til að koma til skila sínu eigin áliti en ekki annarra. Aðdáendur froðusnakks og lygaþvælu fengu 364 daga af slíku árið 2008. Það er því bara sanngjarnt að við hin höfum fengið því framgengt að einn dagur árisins væri friðhelgur fyrir slíkum óþverra.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 19:19

    ——————————————————-

    Já það er alveg ljóst þegar skoðaðar eru kvikmyndir af aröbunum þarna í Palestínu að þeir eru að bera börnin fyrir sig og nota þau sem skildi þegar á þá er ráðist.  Svo kemur mikla dramað hjá þeim að fall á börnum sé svo mikið.  Þeir hafa hjálpað þeim til að deyja til að lifa sjálfir.  Þannig er þetta lið innrætt vitið til.

    Salka (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:02

    ——————————————————-

    Eftir að hafa séð fréttir frá Gaza á NRK 1 og heyrt viðtal við norski læknirinn þá er Þetta  eins og markmiðið er að útrýma Palestínumönnum, með því að drepa sem flest börn þeirra. Þetta er eins og það kemur mér fyrir sjónir. Helviti á jörð.

    Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 23:13

    ——————————————————-

    Salka, börnum er beitt í stríði og það er ljótt. Rétt eins og landræningjar af gyðinglegum uppruna, beita börnum sínum, rétta þeim grjót og hvetja þau til að kasta í arababörn úti á götu (sem geta ekki svarað fyrir sig því þá kemur herinn og handtekur þau, misþyrmir þeim eða drepur þau) eru áreiðanlega einhverjir Palestínumenn sem beita börnum. Það réttlætir vitanlega ekki að óvinurinn drepi þessi börn.

    Eva Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 00:13

    ——————————————————-

    Vilhjálmur Örn – Þú ert ekki í lagi – árásir sem framdar eru af Múslimum eru góðar – líka Al Kaída – því sumir eru jafnari en aðrir. Eða þannig.

    Eva – „Ef brjálaður byssumaður skítur á tónleikagesti er þá skipuleggjandi tónleikanna ábyrgur?“VISSULEGA EKKI.

    Samt kemur Eva og segir – þeir sem settu þau lög að fólk gæti lagst í fyrirtækjarekstur (útrás) eru ábyrgir fyrir því sem þessir aðilar gerðu og skulu settir af. Stangast ekki eitthvað á hérna? Átti skipuleggjandinn þá ekki að ábyrgjast brjálaða byssumanninn??

    Á Alþingi – sem setur lög – ekki að ábyrgjast það að þeim sé framfylgt ekki að segja af sér vegna mótmælanna sem hafa verið í gangi? Lögreglan sem hefur það hlutverk að vernda borgarana – á sá pakki allur ekki að víkja þar sem fámennur hópur ofbeldislýðs hefur komist upp með skemmdarverk og líkamsmeiðingar?

    Eru þau sem standa að mótmælunum þá ekki líka ábyrg fyrir ofbeldislýðnum?

    Misnotkun á lagaheimildum + frelsi til athafna + tjáningarfrelsinu og öðrum lögum er refsiverð. Það er ekki hægt að heimta afsagnir þeirra sem setja lögin og/eða reyna að framfylgja þeim fyrir það að einhver brýtur þau. Eða á að kæra byssuframleiðendur fyrir það að einhver fremur morð með sinni byssu?

    Varla – á sama hátt og Hörður – Eva og aðrir forsvarsmenn mótmælanna verða ekki sótt til saka fyrir aðgerðir ofbeldismanna. Þeir verða vonandi sjálfir kærðir. Sama gildir um Ólaf Ragnar og aðra sem misnotuðu frelsið í útrásinni. Þeim ber að refsa en ekki löggjafanum eða fulltrúum framkvæmdavaldsins.

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 03:31

    ——————————————————-

    Hvað varðar ástandið á Gaza ber að fordæma það auðvitað og finna lausn á málinu. Ég hinsvegar er ekki nógu fróður í þessu máli því tel ég mig ekki bestan til að fara að rökræða málið.

    Eftir gamlársdags mótmælin fékk ég algjörlega nóg og hætti að styðja hvaða mótmælendahópa sem er. Það að öskra „Lýðræði -ekki kjartæði“ og ætlast svo til að geta gengið inn á vinnustaði eins og ekkert sé. Svo þegar fólk er beðið um að fara er reynt að brjóta sér leið inn. Sé ekki hvað það að brjóta nokkrar rúður hafi eitthvað að gera með þetta. Ég veit að þú Eva ert ekki ábyrg fyrir því hvað nokkrir einstaklingar gera en það er því miður þannig að forsvarsmenn hópa eiga það til að vera dregnir inn í slíkar umræður og fá hörðustu gagnrýnina frá fólki.

    Sé það ekki betra en ákveðin hópur fólks sé aðeins að bæta í upplausnina heldur en að vinna geng henni. Fyrir mitt leyti mun ég skila auðum seðli í næstu kosningum nema stjórnmálaflokkarnir stokki aðeins upp í sínu þingliði.

    Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.1.2009 kl. 04:41

    ——————————————————-

    Ólafur I Hrólfsson tekur dæmi um brjálaðan mann sem skítur á tónleikagesti. Mér finnst það nú jaðra við ókurteisi að skíta á tónleikagesti eða bara gesti yfirleitt. Það er lágmark að menn hunskist á dolluna ef þeir þurfa að skíta.

    En að öðru alvarlegra, það er talað um einhvern lækni hér í athugsemdum sem fannst ekkert athugavert við árásina á World Trade Center 9.11.2001. Ég spyr, var sú árás eitthvað merkilegri en árásir Bandaríkjamanna gegnum tíðina á íbúa annarra landa, fjöldamorð þeirra á ókunnugu fólki á þess eigin heimaslóðum? Bandaríkjamenn hafa aldrei háð stríð á eigin jörð fyrir utan heimiliserjur í nokkrum borgarastyrjöldum. Bandaríkjamenn hafa vaðið yfir heiminn með skefjalausu ofbeldi og yfirgangi. Þeir styðja allar tegundir morðárása ísraelsku nasistanna á saklaust fólk. Er eitthvað skrítið að Bandaríkin verði fyrir árásum endrum og eins? Ég held ekki, sök bítur sekan.

    corvus corax, 6.1.2009 kl. 17:36

    ——————————————————-

    Sæl og blessuð dóttir góð.  Það er ekki oft sem ég finn mig knúna til að leggja orð í belg, en mér ofbýður ástandið á Gasa svæðinu. Ég er að sönnu alls ekki mjög fróð um málefni þessarar þjáðu þjóðar og þeirra sem búa við þær skelfingar sem þar eiga sér stað. Ég hef heldur ekki hugmynd um hvort forsetafrúin gæti mótmælt ástandinu eða að einhver tæki yfirleitt mark á orðum hennar.  Satt að segja finnst mér hún hafa gert meir en nóg til að vekja á sér athygli.  Kona ein skrifar á bloggið þitt að  hún haldi að frúin líti á sig sem íslending með ívafi af hinu og þessu. Ja há,  og ég er blá kaffikanna með stút.  En ég er íslenskur skattgreiðandi á því hefur aldrei verið neinn vafi!  Ég er ekki sá heimspekingur að ég geti skorið úr um þjóðerni fólks, en tel mig aftur á móti geta fullyrt að lopapeysur ráði þar engu um. Ég held að mér hafi aldrei ofboðið eins mikið og þegar umrædd frú flutti sauðsvörtum almúganum á Íslandi fagnaðarboðskap sinn um nægjusemi og kærleika, einhvernveginn held ég þó að hið háa embætti forseta landsins hafi ekki haft minnstu hugmynd um uppálækið. Mér finnst alveg nóg komið af þessu bulli og vitleysu.  Hvað höfum við forseta að gera, hefur hann gert eitthvað gagn? Það er sífellt verið að klifa á landkynningum, ég veit að forsetinn hefur á þeim tíma sem hann hefur starfað verið ákaflega duglegur við að safna að sér titlum og eitt ógrynnum af fé sem landar hans þurfa og hafa þurft að greiða.  Gætu landsnenn ekki sætt sig við forsætisráðherra sem gæti sinnt nauðsinlegun erindum okkar? Lærum við aldei neitt? Er allt þetta bruðl og sóun á fé skattgreiðandanna nauðsynlegt.  Að lokum: Ég er ósköp venjuleg kerling og hef engan áhuga á að sjá á síðum dagblaða landsins inn í fataskápa virðulegrar forsetafrúar ekki frekar en að ég hefði áhuga á að skoða í óhreinaþvottskörfuna hennar, ég vildi líka beina þeim tilmælum til prjónakvenna landsins að þær láti nú í framtíðinni mæðrastyrksnefnd njóta gjafmildi sinnarfremur en forríkar konu sem ekkert þarf á slíku að halda.  Að allra síðustu: Smábrot úr ljóðlínum sem sú stórkostlega söngkona Guðrún Á Símonar söng af snilld hér á árum áður: Don´t have to buy me diamonds and pearls, champange sables and such. I never cared much for diamonds and pearl, but honestly honey they just cost money. Úr laginu Little things mean a lot. Baráttukveðjur, Mamma.

    Mamma (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:40

    ——————————————————-

    Ólafur, þeir sem gerðu það löglegt að braska með ímynduð verðmæti hljóta að vera ábyrgir fyrir því að menn noti slíkar heimildir. Ég skil ekki hvernig þú getur komist að annarri niðurstöðu.

    Þessi pistill ætti að svara öðrum spurningum þínum.

    ——————————————————-

    Eva Hauksdóttir, 7.1.2009 kl. 00:17

    Móðir mín, ég sé enga ástæðu til að halda í þetta forsetaembætti. Það væri alveg nóg, gott ef ekki of mikið að hafa eitt embætti sem sameinaði forseta og forsætisráðherra. Einhvern huggulegan gaur sem sæi um að taka á móti gestum (ekki endilega oft eða með íburði) og veita orður þegar er raunverulega ástæða til að heiðra einhvern. Hann ætti hinsvegar ekki að ráða neinu.

    Eva Hauksdóttir, 7.1.2009 kl. 00:22

    ——————————————————-

    Er Gréta Björg hér að ofan að lýsa því að Dorrit sé óhæf til að standa við hlið forseta Íslands á Bessastöðum. Ég get ekki skilið þessi orð með öðrum hætti:“Ætli konan leggi nokkuð í að tjá sig um svo flókið mál, í þeirri stöðu sem hún gegnir núna“

    Ég hef skrifað töluvert um þetta mál og tel það siðferðislega skyldu Dorrit og hennar manns að taka á þessum málum sem eru að gerast í Palestínu. Ella segja af sér embætti og rýma Bessastaði fyrir hæfara fólki.

    Ógeðslegt! Hvar ert þú Ólafur Ragnar Grímsson og þín Ísraelska frú? Svarið mér!

    Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?

    Ástþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 01:29

    ——————————————————-

    Í guðanna bænum ekki láta Ástþór Magnússon WWWWiiiiiiiiiiii——um að hafa síðasta orðið.  „Rýma Bessastaði fyrir hæfara fólki“.  Þér ?  Hvenær ætlar þér að skiljast að þú verður aldrei kosinn forseti meðan einhver annar er lifandi í þessu landi en þú.  Farð útí Geirfuglasker og gerstu forseti þar.

    Ég man að fyrir nokkru, kannski síðasta vetur las ég viðtalsgrein við Dorrit og bar þar uppruni hennar á góma og annað.  Hún er Breskur ríkisborgari er það ekki og sagði meðal annars að hún væri ekki gyðingatrúar ef ég man rétt og henni finndist að gera ætti Jerúsalem að sjálfstæðri borg svipað og Vatíkanið, mér leist ágætlega á þetta hjá henni, hafði einhverjum tíma áður fengið svipaða hugmynd, en annars þekki ég manneskjuna ekkert persónulega og ég dæmi aldrei fólk, sérstaklega ef ég þekki það ekki persónulega og þó svo væri forðast ég það.  Ég dæmi þig ekki einu sinni Ástþór því þú sérð ansi vel um það sjálfur.  Bara láttu okkur hin í friði 

    Máni Ragnar Svansson, 7.1.2009 kl. 02:29

    ——————————————————-

    Dorrit er fædd og uppalin í Jerúsalem.

    Ég læt engan í „friði“ á meðan verið er að myrða fólk köldu blóði, við slíkar aðstæður leyfi ég mér að banka á ALLAR DYR!

    Einnig hef ég engar áætlanir að þegja um þá spillingu sem grasserar hér á landi í stjórnkerfinu og í fjölmiðlunum, sem eru náttúrlega búnir að mata þig svo með svínafóðri að þú sérð ekki út um skítuga stíugluggana.

    Hér er tillaga varðandi Alþingi Jerúsalem: http://www.althing.org/

    Hér er svo meira almennt um hugmyndafræðina Virkjum Bessastaði: http://forsetakosningar.is

    Máni, kannski ágætt að lesa sér smá til um hlutina þegar menn fara að sjá út um skítugar rúðurnar.

    Ástþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 02:42

    ——————————————————-

    Takk fyrir góð skrif Eva.

    En þetta video tel ég vera must to see þó svo margir munu eflaust dæma það strax í upphafi fyrir að vera and gyðinglegt en fæstir virðast gera sér grein fyrir því að zionismi er ekki trúar(brögð) heldur politísk stefna…

     Mullins – Zionist Bankers Financed Hitler, Both World Warshttp://video.google.com/videoplay?docid=-7644857907453201814  þar sem að þarna kemur í raun fram grunnurinn að því sem er að ske á Gaza núna og öllu fjármála“stríðinu“ í heiminum í dag..

    Þetta tengist allt í gegnum zionizta..en þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera zionisti, þar sem zionizmi heyrir í raun undir sama flokk og nazismi, fascismi, femenismi ..þetta snýst ekki um trú ..þetta snýst um politík!

    Ég held að flestir muni sjá peninga maskínuna skína þokkalega vel í gegn og hverjir ætla sér í raun heimsyfirráð eftir að hafa horft á viðtalið á videoinu.. 

    Agný, 7.1.2009 kl. 11:41

    ——————————————————-

    Dorrit hefur tjáð sig um ástandið þarna suðurfrá og styður ekki Ísraela. Það er hins vegar erfitt fyrir hana að tjá sig mjög opinskátt um þessa hluti. Forsetaembættið er ekki og á ekki að vera pólitískt. Fólk kýs ekki í embættið á þeim forsendum. Hún hefur einnig sagst vera á móti trúarofbeldi hverskonar, sama hvaða trú það tilheyrir. Hún ER Gyðingur, en lítur ekki á sig sérstaklega sem slíkan.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 17:22

    ——————————————————-

    Sæl Agný,

    Zionismi er pólitík, það er alveg rétt. Zionismi sem pólitík hefur gengið í gegnum  nokkur stig og má segja að gangi út á að Ísraelar fái gömlu Palestínu alla sem land fyrir sig. Zionismi var mjög jákvæður fyrir gyðinga þegar þeir voru landlaus grey í Evrópu, þjappaði þeim saman og gaf þeim von, en það er augljóst að zionismi er slæmt afl fyrir alla í dag.

    Hvað það kemur bankamálum þriðja ríkisins við á ég erfitt með að sjá. Ýmsir stórkapítalistar studdu uppgang Hitlers, og ég er viss um að einhverjir slíkir af gyðingaættum gerðu það líka í von um að hægt væri að berja niður stéttaátök í von um meiri gróða. En það er ekki zionismi, heldur kapítalismi og fasismi.

    Nonni, 8.1.2009 kl. 09:18

Lokað er á athugasemdir.