Lúsíukettir

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Það er hefð fyrir því á okkar heimili að bjóða upp á jólaglögg á aðventunni. Sú hefð verður viðhöfð í fyrsta sinn í dag og mun heppnast gífurlega vel.

Uppfært 22:13
Þetta var ágætt.