Ljóta vitleysan

Ég veit ekki alveg hvort mér finnst meira svekkjandi, þegar ég er búin með sunnudagskrossgátuna fyrir kl 10 á sunnudegi eða þegar öll vikan dugar mér ekki til að klára hana. Mig vantar ennþá tvö orð frá síðustu viku en lauk við nýju gátuna á mettíma. Samt held ég að gamla gátan sé ekkert þyngri. Bara einhver hugarflæðisstífla í mér. Ég er ekki búin að skoða lausnina á síðustu gátu en nú langar mig samt ekkert að ráða hana lengur.

Af hverju finnst mér eins og ég hafi „tapað“ ef ég finn ekki svarið fyrr en eftir að ég hef fengið nýtt blað, með lausninni? Ef ég finn svarið sjálf en skoða ekki lausnina, þá skiptir varla neinu máli hvort ég áttaði mig á fyrsta degi eða þeim sjötta? Eða bara þremur vikum síðar? Það er ekki eins og sé einhver tímapressa á mér, ég sendi svörin ekkert inn hvort sem er. Ég er heldur ekki að keppa við neinn, ekki einu sinni sjálfa mig. Ég hef ekkert fylgst með því hversu langan tíma sem það tekur mig að ráða gátuna frá viku til viku eða neitt svoleiðis. Það er sama hvort ég eyddi miklum eða litlum tíma í hana, það er bara möguleikinn á því að fá svarið upp í hendurnar sem ræður því hvort ég fæ kikk út úr þessu eða ekki.

Djöfull er maður bilaður.

 

One thought on “Ljóta vitleysan

  1. ————————–

    Ég verð nú að flissa dálítið að þessu, svona eins og finna örlitla sprungu á annars fullkominni styttu. 😛

    Posted by: Gillimann | 28.01.2007 | 17:52:31

Lokað er á athugasemdir.