Lekamálið Sigríður Björk

Jæja. Hún vissi semsagt að minnisblaðið hafði verið sent á fjölmiðla. Fannst henni ekkert áhugavert að hann væri að biðja um greinargerð um Tony Omos sama dag og fjölmiðlar greina frá upplýsingum sem eiga að hafa komið fram í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum? Spurði hún virkilega ekki hvaðan blöðin hefðu þær upplýsingar?

Hún sendir Gísla greinargerð, hefur svo fljótlega komist að því, ef hún hefur á annað borð verið stödd á Íslandi og/eða haft aðgang að fjölmiðlum, að rógburði um hælisleitendur hafði verið bætt aftan við skjalið. Datt henni aldrei í hug allan þennan tíma að það væri eitthvert samband á milli fréttanna af minnisblaðinu og þess að Gísli Freyr hefði verið að reyna að ná í hana út af Tony Omos sama morgun?