Látum ekki málið deyja með Sævari

Sævar Ciesielski er látinn.

Hann sat í einangun í tvö ár. Hann var beittur pyndingum. Hann var sakfelldur fyrir morð sem enn er ekki sannað að hafi verið framin og sem útilokað er að hann og aðrir sem sakfelldir voru hafi framið.

Engin hugsandi manneskja sem kynnir sér gögn málsins getur efast um réttmæti þess að taka þessi mál upp aftur. Fyrir því barðist Sævar alla sína ævi, bæði með því að segja sögu sína á meðan hann sat inni og með baráttu sinni við réttarkerfið eftir að hann losnaði úr fangavistinni.

Nú þegar Sævar getur ekki lengur barist fyrir sig sjálfur, verðum við sem enn lifum að taka við. Fleiri eiga um sárt að binda vegna þessara mála, fleiri sem tóku út refsingu fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki og hafa aldrei náð sér. Enginn hefur enn þurft að axla ábyrgð vegna ómannúðlegrar meðferðar á sakborningum og dóma sem voru felldir án þess að nokkur sekt væri sönnuð og reyndar útilokað að hinir ákærðu hefðu getað framið þá glæpi sem þeim voru gefnir að sök.

Ég hvet fólk til að kynna sér þetta mál. Þetta er mikill lestur og sennlega munu fáir lesa þetta allt spjaldanna á milli en lesið a.m.k. kaflana úr greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar sem birtir eru á síðunni sem ég tengdi á hér að ofan og eins kaflana úr greinargerð Sævars.

Þetta mál má ekki gleymast og ég vil sjá það endurupptekið áður en fleiri sem áttu þar stórt hlutverk falla frá.

Undirrita og dreifa:

http://www.change.org/petitions/innanrkisrherra-gmundur-jnasson-skorun-um-endurupptku-gumundar-og-geirfinnsmla