Kristni í skólum enn eina ferðina

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá Matthías Ásgeirsson til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna?

Nú, er það annað? Gott og vel Hanna Birna. Semjum. Þú mátt hleypa kirkjunni inn í skólana til að fara með faðirvorið og syngja sálma ef ég má koma og fara með gullkorn úr anarkistunni minni og fá anarkistakórinn til að syngja „kók er kúkur kapítalsins“.

Kannski ætti hinn kristilegi innanríkisráðherra landsins að kenna Útlendingastofnun að gæta sinna minnstu bræðra og koma á kærleika, umburðarlyndi og öðrum „kristilegum gildum“ innan síns eigin valdsviðs fremur en að reka áróður fyrir trúboði í skólum.