Já en Tyrkir segjast alveg fara að alþjóðalögum

Við vorum að fá bréf frá Utanríkisráðuneytinu. Þau benda á að Tyrkir hafi ítrekað sagst fara að alþjóðalögum á átakasvæðum. Reyndar eru margir því ósammála, t.d. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, ýmis mannréttindasamtök og Mannréttindadómstóll Evrópu, auk Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í París.

En það er nú gott að heyra að Tyrkir fari að alþjóðalögum. Það merkir þá að þeir hafa hirt lík og líkamsleifar þeirra létust í Afrín, komið þeim sem þekkjast í hendur aðstandenda en öðrum í líkhús. Hugsanlega hafa þeir neyðst til að grafa einhverja en þeir hafa þá skráð allar upplýsingar sem mögulegt er og eru með staðsetningu grafanna á hreinu.

Þetta eru góðar fréttir. Þessvegna finnst mér stórfurðulegt að í bréfinu skuli ekki að finna neinar skýringar á því hvaða svör hafi fengist við spurningunni um það hvar líkin séu niðurkomin. Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að svara því og þeir fara jú að lögum. En líklega hafa þeir bara ekkert verið spurðir.

Setjum sem svo að Íslendingur færist í slysi, átökum eða náttúruhamförum í Svíþjóð en að þar væri hvorki íslenskt sendiráð né ræðismaður. Ég reikna með að íslensk stjórnvöld trúi því að Svíar fari almennt að alþjóðalögum. Myndu íslensk stjórnvöld ekki bara spyrja hreint út hvað varð um líkin? Myndu þau virkilega þurfa að fara einhverjar leynilegar krókaleiðir að því að afla upplýsinga? Ég held ekki.

Ég mæli svo með þessari grein Ögmundar Jónassonar