Í þágu þrælahalds

Það sem Landsvirkjun hefur á samviskunni er ekki bara það að rústa náttúru landsins og leggja saklaust fólk í einelti til þess að ná jörðunum þeirra af þeim. Landsvirkjun er líka að greiða veg þrælahaldara, fyritækis sem gengur svo langt í ómannúðlegri meðferð á þrælum sínum að í sumum tilvikum eru þeir látnir skíta á sig í bókstaflegri merkingu. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447

mbl.is Mótmæla við Landsvirkjun

 

One thought on “Í þágu þrælahalds

  1. ——————————–

    Aðeins 99.75% sem Landsvirkjun á eftir að „rústa“.

    Tryggvi L. Skjaldarson, 25.7.2008 kl. 20:04

    ——————————–

    Ef öll áform Landsvirkjunar eiga að ná fram að ganga þarf að virkja allar stórar ár á Íslandi og flest jarðhitasvæði líka. Eina ástæðan fyrir þessu virkjanabrjálæði er viljinn til að reisa fleiri álver sem hafa enn meira rask í för með sér, fyrir utan mengunina, sem leiðir til loftlagsbreytinga, sem leiðir til…

    Það er bara nóg komið af þessu rugli.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 00:32

    ——————————–

    Hvaða lausn býður þú upp á í staðin?  Þ.e. hvernig eiga peningar að koma inn í landið?  Hvernig á að búa til rafmagn til að greiða götu fyrirtækja sem hafa áhuga á að vera á íslandi?  Við hvað á fólk að vinna sem annars mundi vinna í álverum og virkjunum?

    Koma svo, lausnir, ekki bara gagnrýna…

    Og svo, enn og aftur, það eru ekki fyrirtæki á íslandi sem eru með þrælahald, það eru, eins og þú nefnir sjálf, fyrirtæki annarsstaðar í heiminum.  Þó svo að fyrirtækin heiti sama nafni þá er ekki þar með sagt að það sé sama fyrirtækið! (KFC, McDonalds og svo mætti lengi telja áfram).

    Hin Hliðin, 26.7.2008 kl. 11:28

    ——————————–

    Það eru til nógar lausnir til að fá peninga inn í landið og hafa nóga vinnu fyrir alla. Andri Snær Magnason hefur t.d. skrifað heila bók um slíkar lausnir.

    „Hvernig á að búa til rafmagn til að greiða götu fyrirtækja sem hafa áhuga á að vera á íslandi?“

    -Við fram leiðum nú þegar miklu meira en nóg rafmagn fyrir öll siðleg og umhverfisvæn fyrirtæki sem hafa áhuga á að starfa hér. Við þurfum hinsvegar að losna við álverin sem nota meira rafmagn en öll önnur fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar samanlegt. Við þurfium ekki að virkja meira, heldur að losa okkur við álverin.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 14:25

    ——————————–

    Jújú, ég hata Alcan líka, Ríó Tinto, Hydro og Rusal. Aukinheldur Coca Cola, Nike McDonal’s og mörg ömmur stórfyrirtæki sem hafa allt of mikil völd, án þess að almenningur hafi gefið umboð til þess eða átti sig á því.

    „Skítlegasta“ ásökunin í greininni sem ég benti á er kannski samkvæmt orðsins hljóðan sú að fólk skuli niðurlægt á þann hátt sem lýst er. Alvarlegasta ábendingin er hinsvegar sú að fyrirtæki skuli vera valdameira en ríkisstjórn landsins.

    Það er algerlega ólíðandi að Íslendingar skuli leggja sig niður við að versla við fyrirtæki sem brýtur gegn tjánignarfrelsi og ástundar vinnubrögð sem geta ekki flokkast sem neitt annað en þrælahald.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 16:20

    ——————————–

    Ræðst Saving Iceland næst á friðargæsluna?

    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/600665/

    Svar mitt við annars ágætri – en dálítið hrokafullri færslu Evu á bloggið mitt 🙂

    Eva mín.

    Ég veit nákvæmlega hvað Saving Iceland stendur fyrir. Ég veit einnig nákvæmlega um umhverfisáhrif virkjana. Einnig raunveruleg og meint mannréttindabrot álfyrirtækjanna!

    Það breytir því ekki að hegðun ykkar er hins vegar nákvæmlega framlenging á óstýriláta unglingnum, sbr. „…aðgerðum okkar fela í sér ögrun við þrengstu og forpokuðustu túlkun laganna.“

    Sú staðhæfing kann að standast – en veitir ykkur ekki rétt til þess að taka lögin í ykkar hendur. Elsku aktívistarnir mínir!

    Ég skil hins vegar tilfinningar ykkar – sem fá ykkur til að ganga of langt – og að líkindum skaða málstaðinn frekar en að styrkja hann!

    Ég fæ reynda svona nostalgíukast að fylgjast með ykkur 🙂

    Hallur Magnússon #9541, 26.7.2008 kl. 17:24

    ——————————–

    Það er dálítið merkilegt að enginn þeirra sem fullyrðir eða telur líklegt að aðgerðir Saving Iceland skaði málstaðinn, getur fært nokkur rök fyrir þeirri skoðun.

    Ég er reyndar viss um að bæði Gandhi og Nelson Mandela hafa fengið það framan í sig að aðgerðir þeirra sköðuðu málstaðinn. Ég er líka nokkuð viss um að þeir sem tönnsluðust á því hafa mest lítið lagt til baráttunnar sjálfir. Rétt eins og þeir sem agnúast út í Saving Iceland.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 17:40

    ——————————–

    Það er naumast hvað litið er stórt upp á sig.  Þú ert semsagt að líkja þér og Saving Iceland við Gandhi og Mandela?  Það er skömm að þessum samanburði hjá þér.

    Þú talar einnig um að færa rök fyrir því að SI skaði málstaðinn.  Er sem sagt ekki nóg fyrir þig að lesa almenningsálitið m.a. hér á MBL?

    Það er erfitt að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki sem hagar sér eins og smákrakkar, bæði í orði og verki.

    Það sem Ómar Ragnarsson gerði vakti fólk til umhugsunar og hann fékk ótal marga í lið með sér.  Hvað eru margir í liði með þér?  Hvað eiga margir af þeim heima á þessu landi?

    Hin Hliðin, 26.7.2008 kl. 19:14

    ——————————–

    Eva mín!

    Ég er einungis að túlka viðbrögð fjömargra vina minna sem eru á móti virkjunum – og margir hverjir hafa haft sig verulega frammi – en hafa dregið sig út úr beinni baráttu gegn virkjanaframkvæmdum vatnsfallsvirkjanna – vegna ykkar.

    … og eru það vel upplýst og skynsöm – að hlusta ekki á bullið í ykkur varðandi vistvænar gufuaflsvirkjanir sem rísa eiga undir núverandi háspennumöstrum!

    Reyndar finnst mér jafn skemmtilegt að þú skulir óska eftir röksemdarfærslu – eins og hluti raka ykkar eru á besta falli á þunnum ís – og versta falli rakalaus þvættingur  – eins og þegar fyrrverandi unglingurinn minn – sem reyndar er frekar skynsamur – sagði alltaf „af því bara“ við eigin réttlætiskend gagnvart sjálfri sér – en bað alltaf um rök fyrir skoðunum mínum sem ekki fe´llu að hennar !

    En hún var náttúrlega bara unglingur – og mótmælandi í marga ættliði 🙂

    Síðan frábið ég mér að heyra ykkur nefna nafn Gandish og Mandela í sömu mund og síðþroskaunglingafyrirbærið Saving Iceland! Það er eins og þegar George W. Bush tekur sér í mun orðin „frelsi“, „réttlæti“ og „lýðræði“.

    meira á www.hallurmagg.blog.is

    Hallur Magnússon #9541, 26.7.2008 kl. 20:14

    ——————————–

    Hvaða rök eru það sem þú telur standa á þunnum ís eða vera þvætting?

    Gandhi og Mandela börðust gegn kúgun og mannréttindabrotum á heimavelli. Hluti af baráttu SI er mannréttindabarátta enda eru fórnarlömb Alcoa og Alcan, t.d. á Indlandi, Jamaica og í Kína, ekkert skár sett en þeir sem hafa búið við aðskilnaðarstefnu. Við erum svo lánsöm að búa við töluvert meira lýðræði en þessir menn og þurfum ekki að óttast að sæta sömu meðferð og þeir. Það breytir því þó ekki að hugmyndafræðin sem við vinnum út frá er sú sama og ásetningurinn er sá sami; að hamla gegn valdhöfum sem eyðileggja lífsafkomu fólks og brjóta samviskulaust gegn réttindum þess.

    Það er hið mesta kjaftæði að gufuaflsvirkjanir séu umhverfisvænar. Þær eru skárri en vatnsfallsvirkjanir en henta mun betur til að fá heitt vatn en að framleiða rafmagn. Borholur endast ekki nema í um 40 ár. Eftir það þarf að hvíla svæðið í önnur 40 ár. Jarðrask, raflínur og rörleiðslur fylgja jarðhitavirkjunum og hver þessara virkjana skilar aðeins litlum hluta af þeirri orku sem álver þarf á að halda. Eitt álver útheimtir margar borholur og við eigum fjandinn hafi það ekki nema um tuttugu háhitasvæði. Fyrir nú utan það að við vitum ekki sérlega mikið um lífríki á þessum svæðum og erum því ekkert með það á hreinu hverju er verið að fórna. 

    Þar fyrir utan þá vantar okkur ekki meira rafmagn. Eini tilgangurinn með meiri rafmagnsframleiðslu er sá að sjá erlendum glæpafyrirtækjum fyrir tækifærum til að öðlast ennþá meiri völd. Fyrirtækjum sem hafa hrakið hundruð þúsunda fátæklinga á vergang, eyðilagt afkomumöguleika fólks sem á enga möguleika á að bera hönd yfir höfuð sér, spillt vatni með tilheyrandi heilsufarsvandamálum, rekið starfsmenn sem reyna að stofna verkalýðsfélög, haldið fólki í aðstæðum sem eru í raun ekkert annað en þrældómur og meinað því að tjá sig við fjölmiðla, fyrir utan endalausar lygar og áróður.

    Þeir sem hætta að mótmæla umhverfisspjöllum, mengun og slíku framferði gegn manneskjum, vegna þess að þeim líka ekki aðferðir Saving Iceland, geta nú varla talist öflugir liðsmenn í baráttunni og lítt harma ég fráhvarf slíkra heimótta.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 20:39

    ——————————–

    Hin hlið: Nei. Álit moggabloggara segir mér ekkert um það að ég hafi skaðað málstaðinn. Ég veit ekki til þess að neinn ykkar bloggara sem hafið staðið í því að rakka Saving Iceland niður, hafi látið að sér kveða í umhverfisbaráttu, mannréttindabaráttu eða neinu öðru en því að tuða yfir viðleitni annarra.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 20:42

    ——————————–

    Jæja Eva mín.

    Eins og fyrri daginn hefur þú ekki litið út fyrir þröngan sjóndeildarhring ungilngasellunar ykkar – en það er ekki mitt vandamál 🙂 Heldur fram staðlausum stöfum um meint aðgerðarleysi míns í þessum málum.

    En mér líður eins og ég sé kominn í MH aftur!

    Það er einkennandi fyrir „sellur“ að réttlæta heimskulegar aðgerðir sína með því að vísa í göfugt fólk og göfugan málstað – til að réttlæta sjálfan sig. Þið eruð ekki fyrsta kynslóðin sem lendir í þeirri gryfju.

    En hvað um það!

    Hver er afstaða síðþroskaunglingafyrirbærisins Saving Iceland til þess að íslenska friðargæslan skuli fjármagna virkjanir í Afganistan?

    Það var nefnilega upphaf þessa annars ágæta tespjalls okkar!

    http://www.hallurmagg.blog.is

    Hallur Magnússon #9541, 26.7.2008 kl. 21:06

    ——————————–

    Sæl. Eva það er gott að vita að þú hatar Íslendinga og Íslenskubörn bara af því að mæður  og feður  þessara barna  vinna hjá þessum fyrritækjum, ég þekki ekki hatur, ég þekki ást, ég þekki kærleika, ég þekki umburðalindi, ég þekki tjáningarfrelsi,. Ég veit að hatur er til, ég veit að sumir menn vilja gera örðum mönnum illt, ég veit að sumir skilja ekki mannréttindi, ég veit að sumir halda að þeirra einkamál séu einu mannréttindi, sem þeir túlka sér einum til handa, sem þegar það sem snýr að þeim sjálfum og túlka þau sér einum til handa og að aðrir mega ekki njóta þeirra.

    Ég veit hvað rasimisti er, ég veit hvað nasismi er, ég veit hvað komanisti er, ég veit hvað hægriöfl eru.

    Þess vegna  bið ég þig að líta svo sem einu sinni í Biblíuna og finna frið í kaldri sál. Guð blessi þig og veiti þér skilning og ást og kærleika til Guðsbarna.

    Bæn.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 21:39

    Sigurjón Vigfússon: Viltu vera svo vænn að útskýra hvað þú átt við með því að ég hati „Íslendinga og Íslenskubörn bara af því að mæður  og feður  þessara barna  vinna hjá þessum fyrritækjum“.

    -Hvar hef ég lýst hatri á starfsfólki skítafyrirtækja?

    Faðir minn vann í álveri allan minn uppvöxt. Hann er góður maður en vissi vitanlega ekki um glæpi þeirra sem greiddu honum laun. Ég hygg að flestir þeirra sem vinna í álverum í dag séu ómeðvitaðir um ógæfuna sem álfyrirtækin valda en jafnvel þótt þeir viti það er það ekki næg ástæða fyrir mig til að hata nokkurn mann. Eini Íslendingurinn sem ég kannast við að hafa megna óbeit á er Björn Bjarnason og ekki vinnur hann í álveri.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 22:11

    Sæl. Já þú hefur sagt hata þessi fyrirtæki þar vinna starfsfólk og við höfum tilfinningar eins og annarra börn.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 22:32

    ——————————–

    Hin hliðin spurði: Hvaða lausn býður Eva upp á í staðin? Þá ætla að vitna í Steingrím J Sigfússon

    Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver eða kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

    1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

    2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

    3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

    4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

    5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

    það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

    Bestu kveðjur

    Jón Þórarinsson

    Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:30

    ——————————–

    Takk fyrir þetta innlegg Jón.

    Mér finnst alltaf jafn undarlegt þegar fólk spyr; hvað eigum við þá að gera, eftir að vera búið að átta sig á því að stóriðja er í raun dauðadómur yfir varnarlaust fólki um allan heim. Sama fólk myndi aldrei hugleiða möguleika eins og t.d. e-pillu framleiðslu, vegna þess einfaldlega að svoleiðis bara gerir maður ekki. Ég skil ekki hversvegna það sér ekki áliðnaðinn í sama ljósi.

    Eva Hauksdóttir, 29.7.2008 kl. 13:43

    ——————————–

    Og þegar þú segir þetta þá finnst mér líka alltaf jafn undarlegt þegar fólk spyr; hvað eigum við þá að gera, þá sér það ekki herkosnaðinn af stóriðjustefnunni það er að uppbygging álvers og virkjunar í þágu álvers hafa í för með sér ruðningsáhrif í hagkerfinu sem þýðir hvað?

    Jú ruðningsáhrif verða til þess að seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sem þýðir hvað?

    Jú stýrivextirnir verða til þess að útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar, nýköpunar og sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti störfum í álveri.

    Bestu kveðjur

    Jón Þórarinsson

    Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 07:25

Lokað er á athugasemdir.