Í rauninni ekki …

Ástandið er semsagt ekki mjög slæmt þegar þarf að vista sjúklinga á göngum og í geymslum. Hvenær er það þá mjög slæmt? Þegar þarf að vista þá í bílageymslum og á klósettum? Þegar þarf að vista þá í kæli mötuneytisins? Verður ástandið á Lansanum kannski aldrei mjög slæmt?

Reyndar hefur mannvitsbrekka nokkur útskýrt að þetta sé bara leiksýning. Starfsmenn Landspítalans og sjúklingar eru með í samsærinu. Hvaða sjúkrahús „á svæðinu“ hafa annars svona góðar aðstæður til að taka við fleiri sjúklingum og af hverju hefur maður ekkert heyrt um það fyrr? Eru þau með í samsærinu líka?