Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?

Er ekki hlutverk íbúðalánasjóðs að sjá til þess að fólk hafi þak yfir höfuðið? Í-búð, þ.e. staður til að búa í?Hvað í fjáranum kemur það markmið mannaflsauði (hvað sem það nú annars merkir) við? Eru virklega engar aðrar stofnanir innan kerfisins sem hafa það hlutverk að bregðast við atvinnuleysi?

mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar

One thought on “Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?

  1. ———————————————————————-

    Þarna er félagsmálaráðherra að tala um við haldsverkefni húsnæðis sem er eitt af hlutverkum sjóðsins að lána til. Þarna getur verið um að ræða ýmiskonar húsnæði sem gegnir því hlutverki að vara „þak yfir höfuðið“ á fólki sem ekki býr í eigin húsnæði, eins og fatlaða aldraða og aðra sem eru af einhverjum ástæðum á leigumarkaði sem er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka/fyrirtækja um rekstur þess.

    Meðan ekki eru miklar líkur á að  byggt sé íbúðarhúsnæði á almenna markaðnum, er þetta góð leið til að virkja atvinnulausa og nýta fé ÍB sem ella kæmi ekki inn í hagkerfið.

    Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2008 kl. 15:57

    ———————————————————————-

    ….nýta fé ÍB sem ella kæmi ekki inn í hagkerfið! Nú sé ég það fyrir mér að fáein þúsund íbúða nýbyggðra og hálbyggðra munu verða óseldar um einhverja óljósa framtíð. Gott væri svosem að mega trúa því að einhverju af þessum íbúðum sé ætlað það hlutverk að þjóna brýnni þörf þess fólks sem þú nefndir Hólmfríður. En ekki sé ég það nú fyrir mér sem lausn á mannaflsfrekum framkvæmdum.

    En fyrst og fremst finnst mér reyndar að Íbúðalánasjóði sé nú ætlað annað hlutverk en það að leiðrétta skekkjur í hagstjórn vanburða pólitíkusa.

    Árni Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 16:41

    ———————————————————————-

    Ég er að leita að svörum hjá sem flestum ég vil endilega að þú kíkir á síðuna mína og svarir spurningu minni. Því að þessi spurning skiptir marga máli.

    En spurning mín er hvaða tvö störf eru mikilvægust í nútíma þjóðfélagi.

    Kveð að sinni

    Steinar Arason Ólafsson

    Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:29

    ———————————————————————-

    Íbúðarlánasjóður heyrir undir félagsmálaráðuneytið.  Hlutverk hans sem slíks er að lána fólki til að auðvelda þeim að eignast þak yfir höfðuðið – ekki að fólk hafi þak yfir höfðinu. Einnig lánar sjóðurinn til framkvæmda vegna viðhalds á húsnæðum einstaklinga.

    Vinnumálastofnun heyrir líka undir félagsmálaráðuneytið.  Hlutverk hennar er að aðstoða atvinnulausa í atvinnuleit og greiða bætur til atvinnulausra svo eitthvað sé nefnt.

    Samvinna þarna á milli er ekkert nema gott mál því allir hljóta að sjá að betra er að félagsmálaráðuneytið finni lausn beggja málaflokka.  Í stað þess að mannauður (sem er fólk sem skapar „auð“ með þekkingu sinni) þiggi laun í stað atvinnuleysisbóta.

    Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:51

    ———————————————————————-

    Þótt margur vitleysingurinn leiki lausum hala á moggablogginu, hef ég aldrei lokað á athugasemdir frá neinum, né hef ég tekið út athugaemdir þótt þær beri vott um illt innræti og fávitahátt. Slíkar athugasemdir dæma sig sjálfar.

    Ég sá mig þó knúna til þess nú, að taka út athugasemd sem var sett hér inn í nafni Kristins H. Gunnarssonar, þar sem með henni er verið að vega að heiðri annars manns og það í skjóli nafnleyndar.

    Ég hef ekkert á móti nafnleynd í málefnalegri umræðu en þegar skrifum er ætlað að kasta rýrð á saklaust fólk, eða brjóta það niður með ógnunum eða niðurlægingum, þá er við hæfi að þeir sem fyrir því standa láti nafns síns getið. Að villa á sér heimildir og senda inn kjaftæði, dónaskap eða annan hroðbjóð í nafni þjóðþekkts manns, er framkoma sem ég hlýt að fordæma.

    Ég bið því skítakleprann sem sendi inn þessa athugasemd að fá útrás fyrir ósmekklegan húmor sinn, einhversstaðar annarsstaðar en á mínu vefsvæði.

    Eva Hauksdóttir, 30.12.2008 kl. 23:48

Lokað er á athugasemdir.