Hver kemur memm til Þórunnar?

400.000 tonn af koltvísýringsútblæstri árlega frá einni olíuhreinsunarstöð. Þetta er náttúrulega bilun. Getur lofttegund í alvöru verið svo þung að þessi tala standist?

Umhverfisráðherra neitar að tjá sig um málið. Það er nú meiri lufsan. Ekkert skárri en Siv. Ætli hún sé að bíða eftir því að Geiri gefi henni leyfi til að tala eða hefur hún bara enga skoðun á þessu? Á þessum stutta tíma sem ný ríkisstjórn hefur setið, hefur iðnaðarráðherra verið mun duglegri við að vekja athygli á umhverfissjónarmiðum en umhverfisráðherra. Mér finnst það skjóta skökku við. Ég er að hugsa um að banka upp á hjá Þórunni og spyrja hana svolítið út í það hvað hún sé að dunda sér við í vinnutímanum og til hvers hún haldi eiginlega að umhverfisráðherra sé. Þeir sem hafa áhuga á að koma með mér í slíka heimsókn hafi endilega samband við mig sem fyrst.

Uppfært:

 

Samkvæmt þessu http://visir.is/article/20070819/FRETTIR01/108190092
eru 400.000 tonnin reyndar varlega áætluð. En það er allt í lagi. Kyoto samningurinn rennur bráðum út og við bara undirritum hann ekkert næst. Stefnan er jú að blása út 5 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2012 svo við höfum ekkert efni á að taka þátt í einhverju samsæri gegn loftlagsmengun.

Uppfært:

 

Nújæja greyið http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item166973/ Kannski, kannski, kannski er hún ekki stóriðjusinni.

Efast þó. Í júní var hún spurð að því á Alþingi hvaða afstöðu hún hefði til álversins í Helguvík og hún svaraði út í hött. Eitthvað í þá veruna að fyrirætlanir um framkvæmdir þýddu ekki endilega að af þeim yrði. Undarlegt svar og ótrúverðugt og ég fékk strax á tilfinninguna að við sætum uppi með aðra Siv.