Hvar er minnisblaðið?

Gísli Freyr Valdórsson segir minnisblaðið ekki vera til hjá ráðuneytinu. Ef svo er þá hefur einhver utan ráðuneytisins, sem hefur sínar upplýsingar frá Irr eða Útlendingastofnun, útbúið minnisblað með því markmiði að láta það líta út eins og gagn frá ráðuneytinu. Af hverju hefur Innanríkisráðherra ekki farið fram á rannsókn á því?

Hanna Birna hefur gefið í skyn að blaðið hafi verið á flakki milli stofnana. Ef það er rétt er það formlegt gagn sem lögmenn Tonys og Evelyn eiga fullan rétt á að fá aðgang að.
Hér er of margt athugavert til þess að megi láta Innanríkisráðuneytið komast upp með að þegja málið í hel.