Hvað hefur hann sem hún hefur ekki?

f5321aec59366e37760373cd312123c5_robert_marshall

priyanka-thapa

Getur einhver sagt mér hvað það er sem þessi maður hefur sem þessi kona hefur ekki?

Íslenskur ríkisborgararéttur að sjálfsögðu en það sem ég á við er hvað það er sem gerir hann nógu merkilegan til að njóta verndar íslenska ríkisins og hvað það er sem gerir hana óverðuga þess að njóta mannréttinda?

One thought on “Hvað hefur hann sem hún hefur ekki?

  1. ————————–

    Ég verð þess vör að einhverjir taka þessu þannig að ég sé að væna Róbert um kynþáttahyggju. Þetta er ekki hugsað þannig heldur er ég að reyna að benda á það hvaða viðhorf virðast ráða ferðinni þegar ríkisborgararétti og jafnvel bara dvalarleyfi er úthlutað en Róbert hefur talað fyrir því að greiða veg auðmanna sem vilja fá ríkisborgararétt.

    Posted by: Eva | 2.04.2011 | 11:29:35

    —   —   —

    Sem fulltrúm okkar, ber ráðnum og/eða kjörnum einstaklingum að túlka allan rökstuddan vafa á sviði mannréttinda og/eða réttarstöðu einstakling í vil.Ekki skal túlka rökstuddan vafa ríki eða stofnunum þess í vil.
    Þetta er ein af grunnstoðum mannréttinda.
    Það er engum vafa undirorpið. Þessi stúlka verður seld gegn eigin vilja(af þriðja aðila) í vistband vegna fjölskylduhefðar, trúhefðar og svo framvegis.
    Það er siðbrotið samfélag sem líður slíkt.

    Posted by: Skuggi | 2.04.2011 | 16:49:19

    —   —   —

    Ég velti því fyrir mér hvort stúlkan fengi svona mikinn stuðning væri hún úr barneign og kanske feit.

    Posted by: Kristján Sig. Kristjánsson | 3.04.2011 | 12:18:49

    —   —   —

    Almenningur er ekkert saklaus af því að láta fordóma ráða því hverjir fá stuðning. Það er líklegara að falleg, ung, góð og gáfuð stúlka fái stuðning en fúllynd, heimsk og ljót miðaldra frekjudós. Það afsakar þó ekkert þá illa duldu stefnu stjórnvalda að vinna gegn því að fólk af öðrum uppruna og úr öðru menningarumhverfi fái tækifæri til að lifa með reisn.

    Það er ekki hægt að uppræta fordóma almennings fyrst og ætla svo að innleiða betri viðhorf hjá stofnunum stjórnkerfisins, þetta verður að fylgjast að.

    Posted by: Eva | 3.04.2011 | 15:02:51

    —   —   —

    Málið er þetta: Kona sú sem ekki er reiðubúin til samfara núna, ég meina núna, er einskis virði. Feminsitar ala á þessu líka og náttla öll tímarit. Hvað á múgurinn að halda?

    Posted by: Kristján Sig. Kristjánsson | 3.04.2011 | 18:37:33

    —   —   —

    Nú skil ég bara ekkert hvað þú átt við.

    Posted by: Eva | 3.04.2011 | 20:33:58

    —   —   —

    enda óþekktur maður með öllu

    Posted by: Kristján Sig. Kristjánsson | 3.04.2011 | 23:52:45

Lokað er á athugasemdir.