Hvað er hollusta?

Næringarráðgjafar tala mikið um hollan mat og telja upp ýmsar fæðutegundir sem eiga að vera hollar. Ég hef samt aldrei séð þá skilgreina hollustu. Hvað gerir fæðu holla? Ef við ættum að meta hvort fæða er holl án þess að fá innihaldslýsingu (til að þjóna fordómum okkar) hvernig myndum við þá prófa það? Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíma séð skilgreiningu á hollustu af hálfu þeirra sem halda þessari umræðu uppi og ef maður gengur á fólk fær maður helst svör á borð við að hollur matur sé ekki of kolvetnaríkur og/eða ekki of feitur. Það er náttúrulega engin skilgreining á hollustu.