Huh

612602EM afstaðið svo vonandi er nú þjóðernisstandpína síðustu vikna eitthvað að hjaðna.

Ég veit ekki hversu margir það voru sem mættu á Arnarhól og nærsveitir til að húa á landsliðið. Örugglega fleiri en á Wintris-mótmælin. Fleiri en á Gay-Pride. Sennilega fleiri en á Menningarnótt.

Allavega nógu margir til þess að við getum verið viss um að hvað sem líður vinnu, veikindum, búsetu og bílastæðum þá lætur fólk sjá sig þegar það er eitthvað sem raunverulega skiptir máli.

Í gær efndu No Borders til samstöðuaðgerðar með flóttamönnum. 12 manns mættu. En það var náttúrulega ekkert huh. Á morgun kl 11 ætla flóttamenn að safnast saman við Alþingishúsið til að vekja athygli á réttarstöðu þeirra sem vísað er úr landi.