Hreint ekki sýkn

Screenshot-from-2014-08-15-124625

Sýknudómur merkir að dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að fullyrða svo óyggjandi sé, að ákærði hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök.

Nú hefur héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að Hannes Hólmsteinn hafi vissulega gert nákvæmlega það sem Auður Laxness gefur honum að sök, þ.e. að brjóta gegn lögum um höfundarrétt. Að vísu kemst dómurinn einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem Hólmsteinn hafi ekki skaðað neinn (nema þá heiður sinn) með tiltækinu og vegna þess að Auður frestaði því of lengi að höfða mál, sé ekkert hægt að gera við brotinu nema segja sveiattan við skúrkinn. Það merkir samt ekki að Hannes hafi verið sýknaður samkvæmt réttri merkingu orðsins.