Heiðarleiki Jónínu Ben

Hvaða skilning ætli þessi manneskja leggi í orðið drenglyndi?

Hún sér hvorki neitt athugavert við fjárkúgun (því fjárkúgun er það enda þótt hinn kúgaði sé drulluhali) né að svíkja loforð um að halda sér saman eftir að hafa tekið þátt í bankaráni á þennan hátt.

Mikið lifandis skelfing finnst mér annars gott á Jónínu Ben og Gunnar í Krossinum að vera gift hvort öðru. Hallelújah fyrir réttlætinu. Yndislegasta bölvun sem hægt er að leggja á vondar manneskjur er sú að láta þær sjá um að afhjúpa sig sjálfar. Það hefur greinilega virkað á Jónínu.