Grasekkja

Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég er háð Orðsifjabókinni, fyrr en ég lánaði Magga hana. Þessar 3 vikur hefur varla liðið dagur án þess að ég finni hjá mér sérstaka þörf fyrir að fletta henni.

Í augnablikinu er það orðið grasekkja sem þvælist fyrir mér. Er hún grasekkja af því að hún nennir ekki að elda þegar karlinn er að heiman og hefur bara salat í matinn? Eða kannski hugsunin sé sú að karlinn sé nú meiri grasasninn að tolla ekki heima hjá sér?

Tjásur:

Orðsifjabók er greinilega þarfaþing, set hana á 5 ára planið.

grasekkja er undarlegt orð, get mér þess til að það sé sett saman úr gra(ð)-sekkja, eitt hljóðlátt „ð“ fallið niður, þ.e. konan verður að bæla (sekkja) sínar hvatir.

Posted by: baun | 12.06.2007 | 9:32:43

————————————-

Mjög fyndið.
Mér finnst þetta liggja beint fyrir.
Gras-ekkja = kona sem gifist grasi, og grasið deyr.
Þetta getur augaleið… (augaleið… hvaða orð er það nú?)

Posted by: erta… Hulla | 12.06.2007 | 14:50:53

————————————-

Fletti þessu upp, engin grasekkja í Orðsifjabókinni. Mér dettur í hug að þær hafi átt að vera niðurlútar og sýnast leiðar þegar karlarnir voru í burtu sbr. að lúta í gras.

Posted by: Ragnhildur K. | 12.06.2007 | 20:48:31

————————————-

hún sat í mér, grasekkjufærslan þín.

svo mikið að ég sneri mér til gúguls og datt þaðan inn á Vísindavefinn:

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar.

Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæskileg í málinu. Í útgáfu Eddu frá 2002 er spurningarmerkið horfið og orðin standa þar athugasemdalaust.

Dönsku orðin eru græsenke og græsenkemand og talin komin úr þýsku, Graswitwe og Graswitwer, en algengari í þýsku eru myndirnar Strohwitwe og Strohwitwer.

Orðin þekkjast einnig í ensku grass widdow og grass widdower. Skýringin á tilurð orðanna og merkingu þeirra er talin sú að upphaflega hafi verið átt við stúlku sem gamnað hefði sér úti í náttúrunni (í grasi eða heyi) með pilti sem síðan hefði yfirgefið hana. Merkingin færðist síðar yfir á þá eða þann sem er einn um hríð af því að makinn er fjarverandi.

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4266
… bjútifúl

Posted by: Halli | 14.06.2007 | 12:35:58

—————————————-

Takk fyrir þetta Halli.

Posted by: Eva | 14.06.2007 | 13:11:18