Glæpamaður dagsins er Lárus Páll Birgisson

154b5e1bdb3b73aa4941a1280c4e4680

Handtekinn fyrir að standa með pappaspjald með þessum líka móðgandi skilaboðum á almennri gangstétt. Ákærður fyrir óhlýðni við lögreglu sem af einhverjum dularfullum ástæðum telur sig hafa vald til að banna fólki að standa á almennri gangstétt ef það fer í taugarnar á einhverjum hjá Bandaríska sendiráðinu.

Hernaðarandstæðingar sýna stuðning sinn við Lárus og andúð sína á hernaði með því að rölta Laufásveginn milli 12 og 17 í dag. Sumir þeirra kveðast jafnvel ætla að voga sér upp á hið hernumda svæði gangstéttarinnar. Ég hvet friðarsinna til að mæta í réttarsalinn kl 15 og/eða skreppa á Laufásveginn í dag og taka þátt í aðgerðum hernaðarandstæðinga eða allavega sýna þeim stuðning með viðveru sinni.

ea7288b57f1cc3652d51050dd8da3acf

Ekki að undra þótt lögruglan hafi ekki tíma til að eltast við menn sem sjálfir skilgreina sig sem krimma.

One thought on “Glæpamaður dagsins er Lárus Páll Birgisson

  1. ——————————-

    Nú skalt þú passa þig Eva, þú gætir átt von á símtali að andvirði 50 þúsund króna skv núverandi gjaldskrá Jóns sem DV birti gagnrýnislaust ef hann langar að eiga við þig orð vegna myndbirtingarinnar og fyrir að kalla hann krimma.

    Posted by: Gugga | 19.09.2011 | 12:01:37

    —   —   —

    Jón segist reyndar sjálfur vera krimmi þannig að hann verður þá bara að rukka sjálfan sig 🙂

    Hvað myndbirtinguna varðar þá trúi ég ekki á glæp án fórnarlambs. Samkvæmt reglunum hefði ég bara átt að birta tengil á myndina en ef það skaðar Jón að birta myndina þá hefði það allt eins skaðað hann að birta tengil sem þó er löglegt.

    Annars er ég ekkert hrædd við hann Jón. Hann getur í mesta lagi haft áhrif á nokkur mannslíf. Hættulega fólkið er það sem hefur vald til að ráðskast með heilu samfélögin. Fólkið sem á fyrirtækin, bankana, stjórnmálaflokkana og lögguna. Ef vöðvaafl dygði til þess að stoppa svoleiðis hyski myndi ég glöð leggja í púkk handa Jóni og félögum.

    Posted by: Eva | 20.09.2011 | 17:47:16

Lokað er á athugasemdir.