Framsókn flaggar undarlegum áherslum

Framsóknarmenn vilja breyta fánalögum. Ekki sé ég ástæðu til að takmarka frelsi fólks til að nota fánann til hvers sem því bara sýnist og tel bara gott mál að aflétta sem flestum bönnum.  En markmiðið er ekki að uppræta úrelta helgisiði heldur að auka notkun þjóðfánans og firra fólk áhyggjum af því að brjóta lög ef það vill hafa duluna uppi allan sólarhringinn.

Mikið er annars fallegt af yfirvaldinu að vilja létta áhyggjum af almenningi. Kannski setja þeir bráðum lög sem eiga að tryggja að pöpullinn hafi ekki áhyggjur af því að tæki Landspítalans bili í miðri aðgerð.

One thought on “Framsókn flaggar undarlegum áherslum

Lokað er á athugasemdir.