Framför – afturför

Hefur nokkur heyrt talað um afturför í tækni og vísindum?

Við erum vön því að tengja orðið framfarir við eitthvað jákvætt. Meiri þægindi, tímasparnað og fjárhagslegan ágóða.

En er það sem eykur lífsgæði okkar endilega framför?
Er tækni sem gerir okkur auðvelt að arðræna náttúruna framför?
Eru það framfarir í lyfjaiðnaði ef nýtt og áhrifaríkt lyf veldur afkomendum okkar skaða?
Eru vopn sem drepa fleira fólk á stærra svæði endilega framför?