Fjölgar öryrkjum?

Fjölgar öryrkjum? Eða fjölgar bótaþegum?

Öryrkjum af völdum geðrænna kvilla fjölgar að nokkru leyti af því að við erum farin að skilgreina óþekkt, þrjósku, hjálparleysi og ýmiskonar jaðarhegðun sem geðsjúkdóma og fötlun í stað þess að reikna með frávikum sem hluta af tilverunni.

Áður var bara ekkert í boði að gerast öryrki ef maður féll ekki í kramið. Það var heldur ekki vel hugsað um þá sem voru ófærir um að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þótt bótaþegum fjölgi þarf það ekki að merkja að geðheilsu fari hrakandi. Það á sér aðrar og áhugaverðar skýringar, bæði jákvæðar og neikvæðar.

One thought on “Fjölgar öryrkjum?

Lokað er á athugasemdir.