Fimm grundvallarspurningar til kynþáttahatara

Ég stend í flutningum og sé því ekki fram á að geta klárað pistlaraðir mínar um innflytjendamál og söguskýringar kynþáttahatara á allra næstu dögum. Þetta eru eilífðarmál svo þau þola alveg bið.

Ég hef gaman af rökræðum en mér leiðast langdregnar þrætur. Til þess að rökræða geti farið fram þurfa báðir aðilar að ganga út frá sömu forsendum. Ég er alveg til í að halda áfram að ræða kynþáttahyggju og fjölmenningarstefnu við Mjölni, Skúla og aðra kynþáttahatara en nenni ekki að halda áfram fyrr en ég fæ svör við nokkrum grundvallar spurningum. Mörgu öðru er enn ósvarað en það er lágmark að þið svarið eftirfarandi spurningum:

1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)

2. Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?

3. Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda?

4. Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?

5. Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?

Helst lítur út fyrir að um sé að ræða ímyndað þjóðarmorð, ímyndaðan kynstofn og ímyndaða menningu. Á meðan engin rök hafa komið fram sem gefa vísbendingu um annað er óskaplega tlgangslaust að vera að ræða þetta.

5 thoughts on “Fimm grundvallarspurningar til kynþáttahatara

  1. ————————————-

    Hér má bæta við spurningunni um hver sé að hindra fæðingar hvítra og hvernig það er gert.

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 24.08.2011 | 15:34:47

    ————————————-

    Það hefur verið mjög fyndið að fylgjast með þessum umræðum. Ég giska á að Skúli svari þessu á sama hátt og öllu öðru með copy-paste af sömu klausunni.

    Frekar súrt að þeir séu ekki fleiri því þá væri hægt að veðja um hver komi með heimskulegasta svarið.

    Posted by: Ármann | 24.08.2011 | 16:42:01

    ————————————-

    Nú er ég ekki rasisti. En ég deili ást þinni á heiðarlegum rökræðum. Ég geri ráð fyrir að spurningarnar séu settar fram til að hnika umræðunni upp úr hjólförum.

    Og ekki það að ég kalli fólk „skítaskinn“ eða álíka uppnefnum og óttist ekki neitt útrýmingu hvíta kynstofnsins þá langar mig að skerpa aðeins á spurningum þínum – því niðurlagið um ímyndaða óra finnst mér dálítið glannalegt.

    1. Þegar fræðimenn hika við að viðurkenna að hvítt fólk sé til sem sjálfstæð eining þá er nokkuð ósanngjarnt að krefjast þess að menn vísi í heimildir um að þessi stofn sé í útrýmingarhættu. En mér finnst ekkert ólíklegt að hægt sé að finna niðurstöður sem styðja það að sú erfðafræðilega einsleitni sem rasistar styðja sé í uppnámi vegna utanaðkomandi áhrifa. Hvort það sé gott eða slæmt má svo deila um. Og það er næsta spurning. Hvað er svona slæmt við það?

    2. Þetta er aftur frekar ósanngjörn spurning. Þú biður ekki Jón Jónsson að skilgreina „erfðafræðilega“ hvíta kynstofninn og kallar hann ímyndun annars. Það hefur enn ekki tekist að sanna erfðafræðilegan grundvöll fjölmargs sem við efumst ekki um að sé til. Margir sjúkdómar, t.d. krabbamein og fjöldinn allur af syndrómum og persóunueinkennum – sem við vitum að hafa erfðafræðilega þætti (en getum ekki nefnt þá). Húðlitur (að því gefnu að hann sé umræðuefnið) er erfðafræðilegt fyrirbæri. Þú hvítnar ekki við að alast upp með hvítum. Það að krefjast þess í deilu að menn reki hvíta litinn til einstakra gena er ósanngjarnt og ómögulegt verkefni. Hvítt fólk er til. Punktur. Og hvítt fólk fjölgar sér með æxlun og getur hætt að vera hvítt með æxlun. Það að mörkin á milli hvítra og ekki-hvítra afsannar ekki tilvist hvítra með neinum hætti.

    3. Ef menn segðust vilja vernda íslenskuna gegn erlendum áhrifum eða hnignun þá þyrftu menn ekki að telja upp hvert einasta orð eða málfræðileglu sem þeir vilja vernda, er það? Íslenska er nokkuð skýrt fyrirbæri. Samt eru til í málinu bæði ljót og góð orð, sumt er fagurt og á við það besta sem er til í öðrum málum, annað er hallærislegt og korní. En það er samt sem áður gild afstaða að vernda og viðhalda íslensku. Jafnvel þótt hægt sé að sanna að íslenska er samsuða af erlendum málum og ber þess ýmis merki. Það vill bara svo til að hún á sér sögu sem tunga í tilteknu landi. Og það gefur henni gildi á sama hátt og bóndinn elskar túnfótinn – þótt hann sé engu merkilegri en milljónir túnfóta um allan heim.

    4. Ég held meira að segja rasistar haldi því ekki fram að hvítt fólk hafi önnur lífsgildi en svartir. En þeir telja kannski að sú menning sem hefur einkennt þau svæði sem byggð hafa verið hvítum sé á undanhaldi. Menningingarleg einsleitni ógni staðbundnum menningareinkennum. Ef rasistarnir fengju heilablóðfall og snérust á haus myndu þeir kalla þetta heimsvaldastefnu. En í þeirra augum er þetta sú ógn sem steðjar að menningarlegri fjölbreytni við það að einsleitir hópar hætta að vera til og menning margra mismunandi hópa skal þrífast hlið við hlið án árekstra.

    5. Grunnhugmyndin hjá rasitanum er að menningarleg fjölbreytni (sem merkir um leið staðbundin menningarleg einsleitni) sé verðmæt í sjálfri sér. Menningu eigi að vernda eins og tunguna – og hún dafni best ef hún fær að „eiga sviðið“ ein og óáreitt á hverju svæði fyrir sig. Menning hafi auðvitað áhrif út fyrir sig og verði fyrir áhrifum en alveg eins og tækni við að framleiða gott hvítvín getur verið tekin upp í rauðvínsframleiðslu eða jafnvel púrtvínframleiðslu – þá er mikill munur á því að verða fyrir áhrifum hver af öðrum og því að hella púrt- og hvítvíni út í rauðvín og öfugt. Við það verða ekki til eiginlegar víntegundir heldur einn og sami drykkurinn.

    – – –

    Ég held að sæmilega klár rasisti láti ekki svo auðveldlega kveða sig í kútinn með pælingum um erfðafræði eða kenningum um ímyndaðar þjóðir í ímynduðum ríkjum. Þvert á móti staðfestist grunur rasistans að almenningur búi við ímynduð, vinstri sinnuð vísindi sem eru búin að afbyggja allt og karlar eru ekki lengur karlar og konur ekki konur. Ekkert hugtak á rétt á sér og ekkert er satt eða rangt. Þessi vísindi myndi rasistinn telja í besta falli gagnslaus (og ófær um að taka afstöðu með einu eða neinu, þau brjóta bara allt niður – mannúðarhyggju ekki síður en rasisma) og í versta falli skynvillu. Því þegar fræðin stangast á við kommon sens þá er freistandi að álíta að fræðin séu úrkynjuð.

    – – –

    Ef maður ætlar að rökræða við rasista um rasismann þarf maður að setja sig inn í hans hugarheim og hætta að hlaða deiluefnum á milli sín og hans sem tryggja það að eiginleg umræða eigi sér aldrei stað.

    Maður þarf að sýna skoðunum hans lágmarksvirðingu. Hann er eftir sem áður manneskja – og þótt manni þyki skoðanirnar jafnvel skaðlegar, þá verður að gera greinarmun á þeim sem ræðst á fólk og hinum sem rökræðir.

    Það sem ég myndi vilja spyrja rasistann um og vona að ég fengi einlægt og heiðarlegt svar (með það loforð að reyna ekki að snúa út úr eða mistúlka svarið á neinn hátt) er þetta:

    Gott og vel, segjum að „hvít menning“ sé til og að hún sé verðmæt. Og segjum að eitt af einkennum hvítrar menningar og siðfræði sé að menn setji sjálfum sér reglur, agi sjálfan sig og taki upp dygðir og forðist lesti. Dygðir eins og hreysti, hugrekki, samúð, bræðralag.

    Og gefum okkur svo að þessar dygðir séu jafnvel siðferðilega betri en þeir siðir sem nú eru uppi og eru að einhverju leyti innfluttir.

    Á þá ekki sá sem vernda vill þessa menningu að lifa eftir henni? Ekki bara tala um hana eða reyna að innleiða hana á táknrænan hátt – án þess að hún sé föst við sjálfsmyndina.

    Og á ekki þessi maður að hafa rétt til að lifa eftir þessum dygðum án þess að aðrir banni honum það?

    Og ef þessi menning er sannarlega aðlaðandi, munu fyrirmyndir – fólk sem lifir eftir þessari fögru heimssýn ekki höfða til fólks – og þar með mun menningin útbreiðast.

    Mun ekki sagnaarfurinn, hugrekkið og fegurðin heilla fólk, hvítt og svart, svo fremi sem menn sjá hann í „aksjón“ hjá alvöru „víkingum“ en ekki kjaftforuðum, húðflúruðum smástrákum sem í raun komast hvergi nálægt því að vera þeir menn sem hin forna norræna menning býður mönnum að vera.

    Af hverju ekki að njóta þess frelsis sem „mannréttindasamfélagið“ tryggir til að búa til hóp fólks sem lifir í þeim anda sem nú er í útrýmingarhættu. Fólk sem er örlátt, víðsýnt, hugrakkt og stolt. Fólk sem viðheldur tungunni og menningunni, reynir að vanda mál sitt og hugsun.

    Hinn heiðarlegi maður vinnur heiðarleikanum margfalt meira gagn með heiðarlegu líferni en því að reyna að útrýma þjófum. Þótt þú útrýmir þjófum þá hefur þú ekki skapað heiðarlegt samfélag. Þú hefur skapað samfélag með hræddu óheiðarlegu fólki.

    Og eins mun aldrei takast að skapa norrænt, siðlegt samfélag með því að banna eða hindra innflutning á fólki eða hugmyndum. Þú munt í besta falli skapa samfélag kúgaðs fólks. Og kúgað fólk verður aldrei dygðugt fólk. Það mun varpa af sér okinu þegar það getur. Og það þótt okið hafi innihaldið sannarlega mannbætandi hugmyndir um samfélagið. Þú getur ekki troðið bótum ofan í kokið á neinu. Þú þarft frjálst fólk sem kýs að fylgja þeim sem vanda sig við að lifa og eru fyrirmyndir.

    Og af hverju leggið þið þá stöðugt lag ykkar við hatursfullt fólk? Fólk sem uppnefnir og legst lágt í aðferðum sínum? Fólk sem vandar sig hvorki við hugsanir eða orð? Fólk sem er ekki á neinn hátt til marks um það fagra sem menningin getur boðað.

    Skiptir öllu máli að manneskjan sé hvít? Hvort er betra að skinnið sé skítugt eða sálin?

    Voru ekki siðareglur hinnar norrænu menningar settar til að halda aftur af einmitt svona mönnum? En ekki til að halda úti öðru fólki? Voru þær ekki settar vegna þess að allir menn, líka þeir hvítu, hafa tilhneigingu til að verða smámenni? Hatursspúandi, hégómleg viðrini sem eru sjálfum sér og menningu sinni til skammar.

    Viljum við virkilega vernda hatrið?

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 18:14:57

    ————————————-

    „1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)“

    Fæðingartíðni hvítra er nú lámarki, hvítir eru í mínusfjölgun og innflytjendur eru offjölgun.

    „Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?“

    Þið And-hvítir þykjist eiga í vandamálum með að bera kenni á þá sem eru hvítir og þá sem eru það ekki þegar fólk sem vill vernda hvíta kynið býður ykkur birginn. En á sama tíma þá hafið þið engin vandamál að bera kennsl á hver sé hvítur þegar þið talið um þrælahald, nýlendustefnu, Helförina, mismunun, rasisma og svo framvegis.

    Niðurstöður rannsóknar var birt í Febrúar hefti American Journal of Human Genetics. Rannsóknin er sú langstærsta fram að þessu, með 3.636 einstaklinga sem allir báru kennsl á sig sem annað hvort Hvíta, Afríku-Ameríkana, Austur-Asíska eða Rómansk Ameríska. Af þeim öllum, voru aðeins fimm einstaklingar sem DNA bar ekki saman við þann reit sem þeir hökuðu við í upphafi rannsóknarinnar. Þú sérð þarna að það er mjög auðvelt að mæla hver tilheyrir hvaða kynþætti.

    „3, Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda? “

    Hvaða menningareinkenni villt þú að „auðgi“ okkar menningu? Þú segir að Íslendingar eru ekki með menningu sem er verðug að vernda, en um leið villt þú að aðrir menningarheimar „auðgi“ og „blandist“ okkar menningu. Jafnvel þó að hver þjóðernishópur og menningarheimur er með augljós menningarleg einkenni, þá neyðist ég sammt til að spyjra á móti, hver er skilgreiningin á þessum menningarlegu einkennum sem þú villt að „auðgi“ okkar menningu?

    „Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?“

    Hver eru þessi margumræddu lífshildi og siðareglur sem einkenna aðra kynþætti sem þú villt að blandist hvíta kynstofninum?

    Það hafa hinsvegar verið skrifaðar margar bækur um lífsgildi og siðarreglur Evrópubúa í gegnum tíðina,
    farðu á bókasafn og lestu þig til.

    „Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?“
    Eins og ég sagði þá eru hvítir í mikilli mínusfjölgun og innflytjendum fjölgar stöðugt. Þegar að hvítum fækkar og innflytjendum fjölgar þá verður menningarleg áhrif innflytjenda sterkari sem endar með því að hvítir verða að gefa meira og meira undan stækkandi hagsmunahóps á kostnaði sinna hagsmuna. Menning inflytjenda verður ríkjandi í hvítum löndun og ahrif og einkenni hvítra deyr svo á endanum út.

    Svo ert þú búin að viðurkenna hvað eftir annað að þú villt að hvítir blandist ó-hvítum og þar með myndu einkenni og menningararfleið hvítra þurkast út. Okkur stafar í rauninni eingin ógn af ó-hvítum, heldur stafar okkur mest ógn af svikurum eins og þér.

    „Helst lítur út fyrir að um sé að ræða ímyndað þjóðarmorð, ímyndaðan kynstofn og ímyndaða menningu. Á meðan engin rök hafa komið fram sem gefa vísbendingu um annað er óskaplega tlgangslaust að vera að ræða þetta. “

    Nohh, Þar sem hvíti kynstofnin, einkenni hans og menning sé „ímyndað“, þá hljóta þeir kynþættir og menningaheimar sem þú villt að „auðgi“ okkar menningu líka að vera „ímyndað“. Og þar sem þettað er allt imyndað þá verður eingin menningarleg „auðgun“ til staðar við þessa „blöndun“ sem þú ert alltaf að tala um. Vegna þess að þettað er allt ímyndað! Allir menningarheimur og kynþættir eru eins! einkenni þeirra er bara ímyndun!

    Ég vill bæta þessu við: Ef það er ekkert til sem heitir kynstofn, þá getur ekki verið neitt til sem heitir rasisti, og þar með ekki til neitt sem heitir kynþáttaleg aðskilnaðarstefna þar sem kynþættir eru ekki til!

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 18:28:50

    ————————————-

    Sæll Ragnar Þór. Takk fyrir góðar ábendingar.

    Það er alveg rétt hjá þér, við verðum fyrst að vera með það á hreinu að stofninn sé til, til þess að hægt sé að ræða spurninguna um það hvort hann sé í útrýmingarhættu. Ég hefði því átt að byrja á spurningu nr. 2

    Svo gott og vel, það er rétt að fleiri og fleiri vísindamenn hafna því að kynþættir séu yfirhöfuð til svo ég fell frá kröfunni um heimildir, bið aðeins um almennilega skilgreiningu á því hvað maður þurfi að hafa til að teljast hvítur.

    Ég hef ekki hafnað því að til sé hvítt fólk og ef væri bara til hvítt fólk og svart þá væri þetta ekki vandamál. Það eru hinsvegar milljónir manna í heiminum sem eru blendingar og það getur verið mjög umdeilanlegt hvaða kynþætti fólk tilheyrir, ef þá nokkrum. Hingað til hef ég aðeins fengið þær skýringar að það sjáist á útlitinu.

    Betri skilgreininga er þörf því það hlýtur að teljast er frekar óheppileg aðferð að vísa „skítaskinni“ úr landi eða neita því um dvalarleyfi með þeim rökum að einhverjum hjá útlendingastofnun finnist viðkomandi ó-hvítur í útliti.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 18:36:33

  2.  
     ———————————————-
    Það datt út hjá mér neðst í einni málsgrein að óljós mörk á milli kynflokka eru í sjálfu sér engin rök gegn tilvist slíkra kynflokka. Við efumst ekki um muninn á degi og nóttu. Samt eru þarna engin eiginleg skil. Það er ómögulegt að skilgreina dag og nótt öðruvísi en með stærðfræðilegum einföldunum – og jafnvel þá er dagurinn undir það síðasta nákvæmlega eins og nóttin jafnlöngu áður en dagurinn tekur við.

    Það hve mörkin eru óljós getur þvert á móti orðið byr í segl rasistans, sem bendir á móti á að erfiðleikarnir við að skilgreina hvíta og svarta standi í beinu sambandi við blöndunina og útrýminguna sem þeir segja að standi yfir. Ef hún væri ekki í gangi gæti hvert mannsbarn bent á hvítan mann án hiks.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 18:43:13

     ———————————————-

    Ragnar

    3. Til þess að meta hvort íslenskri menningu stendur ógn af innflytjendum, þá þurfum við væntanlega að hafa sameiginlegan skilning á því hvað telst íslensk menning.

    Það er enginn að biðja þetta fólk að telja upp hvert einasta atriði sem á að vernda, heldur að gera almennt grein fyrir því hvað við er átt. Almennt ríkir svipaður skilningur á því hvað átt er við með málvernd. Menningarvernd er öllu flóknara og víðara fyrirbæri og við höfum þegar fengið þær upplýsingar að það sé ekki íslensk nútímamenning sem þau vilja vernda heldur „upprunalega“ menningin eða eitthvert ótilgreint „evrópskt gildi“. Ég trúi því nú varla að þau hafi áhuga á að færa menninguna aftur til Ingólfs Arnarsonar eða telji það gerlegt svo ég hef óskað eftir nánari skýringum en þær hafa ekki komið fram.

    Þegar ég heyri talað um íslenska menningu, dettur mér fyrst í hug tungumálið og bókmenntirnar, minningageinar og bloggmenningin. Ég sé ekki margt annað sem ég get flokkað sem séríslenska menningu í dag. Hinsvegar eigum við menningararf, minningu um það sem einu sinni var, sem sjálfsagt er að varðveita og hampa á tyllidögum.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 18:49:29

     ———————————————-

    Aftur, hér er rasistinn ekki í stórkostlegum vandræðum.

    Vesenið við að skilgreina íslenska menningu er þá orðið sjúkdómseinkenni – sönnun þess að þjóðin (og sérstaklega hinir akademísku og „frjálslyndu“) eru komnir úr tengslum við mörghundruðára menningararf. Hann verður ekki þurrkaður út á nokkrum áratugum með því að flytja inn kínamat og bigred tyggjó.

    Svo myndi hann benda þér á að lesa Nordal, Íslenzk menning, og þar ættir þú að finna agaða, þjálfaða og örlítið rómantíska á því hvað íslensk menning er.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 18:56:10

     ———————————————-

    Ragnar

    4. Í umræðum hér hefur hvað eftir annað komið fram sú hugmynd að hvítir menn geti ekki lifað með öðrum kynþáttum vegna þess að þeir hafi eitthvert ótilgreint „evrópskt gildi“ svo jú Ragnar, þeir hafa haldið því fram og m.a.s. hamrað á því að hvítt fólk hafi önnur lífsgildi en svartir, þeir hafa bara ekki fengist til að útskýra hvað þeir eiga við.

    Ég skil þá hugmynd að fjölmenningarstefna dragi úr menningarlegri fjölbreytni, þótt ég hafi litlar áhyggjur af því sjálf. Ég játa þó á mig grun um að áhyggjurnar af einsleitninni sé fyrst og fremst réttlæting fyrir þeirri stefnu að hindra ferðafrelsi þess fólks sem þau kalla „skítaskinn“ og útmáluðu sem heimsk, latt og glæpahneigt á skapararnum sáluga. Ég skil þó hugmyndina en þetta með evrópska gildið sem á að vera eitt megin einkenni menningarinnar, það bara skil ég ekki.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 19:06:36

     ———————————————-

    „Á þá ekki sá sem vernda vill þessa menningu að lifa eftir henni? Ekki bara tala um hana eða reyna að innleiða hana á táknrænan hátt – án þess að hún sé föst við sjálfsmyndina. “

    Ég lifi mjög vel eftir henni. t.d les ég oft Hávamál og hef fengið mikkla visku þaðan um lífsgildi og lífsreglur sem ég lifi eftir. Einnig stenst það að bjóða svikurum sem eru með fjölmiðla, réttrúnað og meiginstrauminn sér við hlið byrginn. Ég tel það svo frekar göfulegt að tala á móti útrýmingu á eigin fólki.

    „Mun ekki sagnaarfurinn, hugrekkið og fegurðin heilla fólk, hvítt og svart, svo fremi sem menn sjá hann í „aksjón“ hjá alvöru „víkingum“ en ekki kjaftforuðum, húðflúruðum smástrákum sem í raun komast hvergi nálægt því að vera þeir menn sem hin forna norræna menning býður mönnum að vera.“

    Hugrekkin felst í því að tala á móti tilkomandi útrýmingu á eigin fólki jafnvel þó að maður er stimlaður hatari og rasisti. Fegurðin felst í því að elska þinn kynþátt og upplífga upprunlalegu gildi hans til þess að sporna við þeim siðblindu rusl gildum sem eru nú ríkjandi.

    Eru síðan aðrir kynþættir ekki með önnur lífsgildi sem er aðlagað að þeirra lífsháttum og hefur ávalt virkað vel fyrir þá? Tilhvers að vera troða okkar lífsgildum og einkennum upp á aðra kynþætti, sem vilja sennilega ekkert með þau hafa?

    „Og eins mun aldrei takast að skapa norrænt, siðlegt samfélag með því að banna eða hindra innflutning á fólki eða hugmyndum. Þú munt í besta falli skapa samfélag kúgaðs fólks. Og kúgað fólk verður aldrei dygðugt fólk. Það mun varpa af sér okinu þegar það getur. Og það þótt okið hafi innihaldið sannarlega mannbætandi hugmyndir um samfélagið. Þú getur ekki troðið bótum ofan í kokið á neinu. Þú þarft frjálst fólk sem kýs að fylgja þeim sem vanda sig við að lifa og eru fyrirmyndir.“

    hefðbundið Norrænt og siðlegt samfélag byggist á ákveðnum grunnhugmyndum og einkennum. Þessi einkenni munu tapast við blöndun menninga og kynþátta sem eiga ekkert skilt við okkar einkenni og siðarreglum. En í heilbrigðu, einsleitu, norrænu samfélagi væri fólk auðvitað eindregið hvatt til þess að koma með hugmyndir um hvernin á að betrumbæta samfélagið. Það er okkar ábyrgð að varðveita það sem forfeður okkar unnu hart við að byggja upp handa okkur, þar er svo á okkar ábyrgð að betrumbæta það sem þeir gáfu okkur til þess að staðfesta áframhaldandi góðri tilvist þeirra sem koma á eftir okkur, svo að þeir muni eftir okkur, vita hverjir við vorum svo að þau geti vitað hverjir þau sjálf eru.

    „Af hverju ekki að njóta þess frelsis sem „mannréttindasamfélagið“ tryggir til að búa til hóp fólks sem lifir í þeim anda sem nú er í útrýmingarhættu. Fólk sem er örlátt, víðsýnt, hugrakkt og stolt. Fólk sem viðheldur tungunni og menningunni, reynir að vanda mál sitt og hugsun. “

    Er það ekki góðæri að varðveita þann anda og lífshætti sem gerir líf infæddra og samfélagið sem þeir búa í svo mikklu betra?

    Ég held að þettað myndband væri viðeigandi svar fyrir spurningum þínum

    http://www.youtube.com/watch?v=EKPNh3VJIAU

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 19:11:22

     ———————————————-

    Ragnar

    5. Eitt af því sem við Mjölnir erum sammála um er að íslensk nútímamenning er í skársta falli frekar óljóst fyrirbæri. Ef við byggjum einangruð gæti ég vel skilið að fólk hefði áhyggjur af því að frjálst flæði fólks milli landa gæti valdið gagngerum breytingum á menningunni. En íslensk nútímamenning er t.d. pizza, þungarokk, internetið, trúleysi, bloggmenning, einkabílavæðing, langur viðverutími á vinnustað, amerískrir sjónvarpsþættir, internetið, internetið, útvarp Saga og internetið.

    Því spyr ég annarsvegar, hvernig ógna innflytjendur þessari menningu og hinsvegar ef við eigum að banna það sem ógnar menningunni, þurfum við þá ekki að byrja á því að banna fjölmiðla? Eða allavega internetið?

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 19:14:55

     ———————————————-

    Niðurlag þitt Ragnar, svo fagurt sem það er og svo heitt sem ég vona að það muni höfða til þeirra sem daðra við kynþáttahatur en eru þó viðræðuhæfir enn, því hefur þegar verið svarað í umræðum síðustu daga.

    Það hefur nefnilega komið fram og m.a.s. mjög skýrt að þetta fólk sem kennir sig við blóð og heiður, álítur verndun hvíta kynstofnins öðrum gildum mikilvægari. Svo mikilvægt telja þeir að vernda hinn hvíta stofn að þeir eru tilbúnir til þess að fórna mannréttindum „skítaskinna“ út á það. Þetta er EINA spurningin sem ég hef fengið afdráttarlaust svar við, hið stutta og skilmerkilega svar, já.

    Slík afstaða á enga virðingu skilda.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 19:27:10

     ———————————————-

    „Því spyr ég annarsvegar, hvernig ógna innflytjendur þessari menningu og hinsvegar ef við eigum að banna það sem ógnar menningunni, þurfum við þá ekki að byrja á því að banna fjölmiðla? Eða allavega internetið?“

    Internetið er tækninýjung ekki menning, ef að þú segir að internetið sé menning þá gætirðu allveg eins sagt að bíll, ristavél ísskápur og þvottavél sé menning. Það sem ég vill er að upprunaleg Íslensk og Evróspk gildi og menning verði meira lifandi í samfélaginu, að við tengjum okkur meira við uppruna okkar og fáum betri vitnesju um hverjir við erum og að við séum sama fólkið með sömu einkenni. Ekki að sundra okkur niður í týskuhópa, stjórnmálahópa, minnihlutahópa, neyendahópa, skoðannarhópa o.s.frv. En þegar við fáum inn innflytjendur, þá myndast nýjir mismunandi menningarhópar sem að sundra samfélaginu enn frekar. En þjóðernis, menningar og kynþáttaeinkenni eru mun sterkar en þessi undireinkeni sem ég nefndi, þessvegna eru átök milli þeirra mun tíðari.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 19:27:14

     ———————————————-

    „Niðurlag þitt Ragnar, svo fagurt sem það er og svo heitt sem ég vona að það muni höfða til þeirra sem daðra við kynþáttahatur en eru þó viðræðuhæfir enn, því hefur þegar verið svarað í umræðum síðustu daga.

    Það hefur nefnilega komið fram og m.a.s. mjög skýrt að þetta fólk sem kennir sig við blóð og heiður, álítur verndun hvíta kynstofnins öðrum gildum mikilvægari. Svo mikilvægt telja þeir að vernda hinn hvíta stofn að þeir eru tilbúnir til þess að fórna mannréttindum „skítaskinna“ út á það. Þetta er EINA spurningin sem ég hef fengið afdráttarlaust svar við, hið stutta og skilmerkilega svar, já.

    Slík afstaða á enga virðingu skilda.“

    Ég sagði já vegna þessa ð é tel útrýmingu á kynþætti meira mannréttindabrot heldur en lokuð landamæri á flóttamenn. En hver er svo að sega það að við séum að brjóta mannréttindi? Ísland fer eftir löugum sameinuðuþjóðanna um viðtöku og hælisverndun flóttamanna. Og mér er skítsama þó að fáeinir flóttamenn komi hingað, en hinsvegar vill ég ekki líða eins og útlendingur í eigin landi.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 19:30:55

     ———————————————-

    Mjölnir.

    Ég ætla að leyfa mér að fullyrða (hafandi sjálfur lesið Hávamál og menningararfinn eins og hann leggur sig) að þrætur á netinu, uppnefni (eins og skítaskinn) og kompaní við illa upplýsta og varla talandi hatursfulla dúdda sé sannarlega ekki til marks um mikið hugrekki eða siðlegt líf – í skilningi Hávamála eða íslenskrar menningar.

    Maður sem ræktar sig og ber virkilega djúpa og einlæga virðingu fyrir norrænni menningu er ekki hatursspúandi, uppnefnandi smásál. Hávamál segja okkur hvað á að gera ef aðstæður verða framandi. Maður á að þegja og nema. Ekki dæma.

    Þau segja líka hvernig á að tækla aðkomufólk. Maður á að fæða það, klæða og fýra upp í eldinum til að koma yl í kroppinn.

    Maður á að fara varlega, vera ekki gjammandi – heldur íhugull og ekki dæma bókina af kápunni.

    Góður maður er góður af sjálfum sér, ekki ætt sinni.

    Sá sem situr heima er heimskur. Vit er það sem safna á – og vit á að sækja til annarra, sem lifa við aðrar aðstæður en þú. Þú átt að sækja þá heim, sýna þeim virðingu og kurteisi, þegja, hlusta. Auka við vit þitt.

    Hávamál snúast ekki um að vernda eitthvað sem er fullkomið. Þau snúast um að nota hvert tækifæri til að auka við sig, vita meira, kynnast fleiru. Ferðast.

    Alls ekki sitja heima og skella í lás. Fara annað og vera gestur, og bjóða gestum til sín.

    Ef höfundur Hávamála hefði þekkt samgöngur dagsins í dag hefði hann örugglega ekki stungið upp á því að menn lokuðu sig af til verndar gegn illum áhrifum. Miklu nær er að hann hefði sagt, opnið hliðin og bjóðið gestunum í bæinn. Lærið af þeim, fræðist. En haldið í ykkur sjálfa. Verið þið, innan um þá, og notið þá til að verða vitrari en þið eruð.

    Hann hefði ekki sagt: hæðið þá og spottið, gerið lítið úr þeim og gerið að þeim aðkast.

    Stundum eru stríð, ímynduð eða lvöru, þörf og nauðsynleg. Stundum eru þau átylla. Átylla til að réttlæta heimsmynd sem er á skjön við heimsmynd allra annarra. Þegar maður hefur komið sér upp skakkri heimsmynd þá beygir maður og teygir alla sína þekkingu til að hún passi við hina verptu heimsmynd.

    Það er augljóst af svarinu þínu til Evu hérna fyrir ofan að þú ert rökvís og vel gefinn. Það er jafn augljóst að þú hefur ekki farið eins langt í menntakerfinu og þú hefur hæfileika til. Orðfærið og stafsetningin er ekki samboðin gáfum þínum. Líklega hefur þú verið of upptekinn við annað en að sitja á skólabekk. Ætli þú hafir ekki bara verið að vinna.

    Mundu: heimskur er heimaalinn maður.

    Norræn menning og Hávamál setja manninn og gildi hans í öndvegi. Maðurinn getur ræktað sig og orðið eitthvað sem lifir meira að segja dauðann af. En til þess þarf hann að vera vitur, gagnrýninn og spyrja meira en hann svarar.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 19:35:59

     ———————————————-

    Annars Ragnar finnst mér virkilega gott að hafa fengið þig inn í umræðuna og þessi nálgun þín að setja þig í spor þeirra er eftirbreytniverð.

    Ég ætla að fara sömu leið, að setja mig í spor rasistans og svara út frá því sem ég held að gangi á í kollinum á einum slíkum, vona að þú spilir á móti 🙂

    „Gott og vel, segjum að „hvít menning“ sé til og að hún sé verðmæt. Og segjum að eitt af einkennum hvítrar menningar og siðfræði sé að menn setji sjálfum sér reglur, agi sjálfan sig og taki upp dygðir og forðist lesti. Dygðir eins og hreysti, hugrekki, samúð, bræðralag.“

    Hér myndi sæmilega greindur rasisti svara:

    Það sem þú ert að tala um er kristilegt gildismat. Kristin er upprunnin í löndum skítaskinna og kemur okkur ekkert við. Þau gildi sem við hefjum til vegs og virðingar er trú forfeðra okkar. Þeir trúðu ekki á samúð og bræðralag nema gagnvart sínu fólki. Þvert á móti voru þeir óvinir vina óvina sinna og tóku ókunnugum með tortryggni svo sem boðað er í Hávamálum.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 19:42:55

     ———————————————-

    Ég held, Eva, að þessi greindi rasisti sé ekki mjög vel að sér í Hávamálum eða öðru í arfinum. Siðfræðin snýst um að tileinka sér dygðir (vera hófstilltur, íhugull etc) og forðast lesti (gjamm etc). Sjálfsaginn og að halda aftur af sér er lykilatriði. Stýra sér þannig að maður verði að betra manni.

    Það er enginn að segja elskaðu náungann eins og sjálfan þig. Það er verið að segja: vertu vandur að vinum (sbr. tortryggnin) og stattu með vinum þínum. Ferðastu og taktu vel á móti fólki og sýndu því virðingu. Safnaðu visku. Og byggðu upp góðan orðstí.

    Ekki láta blekkjast af auði eða yfirborðskenndum merkjum um velmegun. Manngildið sést ekki utan á fólki. Það er ekki sá ríki sem er bestur. það er sá vitri og tryggi.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 19:52:23

     ———————————————-

    Ragnar

    Auk þess var þess krafist af gestum að þeir aðlögðust gestgjöfum sínum og yrðu eigi að augabragði og þar sem múslimir hafa sannarlega sýnt að þeir kunni ekki að sitja með snotrum, þá verða þeir bara að leita uppi umburðarlyndari gestgjafa nú eða fara heim til sín

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 19:54:51

     ———————————————-

    íslensk menning er nefnilega ekkert til að skammast sín fyrir. En eitt það dýrmætasta sem hún kennir er að gera alla menn að fróðleiksnámum og vera gestrisinn og skapa ekki illindi við fólk að fyrra bragði.

    Það er eiginlega ekki fyrr en með kristni og því dogma, þar sem allir áttu bara að hlýða páfanum og helst drepast heima hjá sér, sem þjóðin fer að fyllast af ótta við allt sem framandi er. Drauga og útlendinga. Heimsmyndinn skrapp ægilega saman á íslensku miðöldunum (en var þó ekki nærri því eins mikil einangrun og við héldum fyrir ekki löngu síðan).

    Ef ég hitti nú þjóðernissinna sem væri papískur og vildi snúa aftur til miðalda og þess tíma þegar kóngar voru að kristna allt og alla með valdi og ofboði, þá gæti ég skilið einangrunarhyggju og fordóma.

    En íslenska „fornmenningin“ er bara miklu fallegri heimspeki en svo að hún leyfi svona smásálarskap.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 19:58:12

     ———————————————-

    Að augabragði (að háði) er sá hafður sem bara hefur setið heima og veit því ekkert þegar hann verður svo óheppinn að koma innan um vitra.

    En svo er reyndar blátt bann lagt við því að hafa menn að augabragði (hæðast að) sem maður hittir á ferðum sínum.

    Maður á semsagt að forðast það að verða sér til skammar (með því að ferðast) og eins að nýta ekki tækifærið og hæðast að þeim sem maður sér verða sér til skammar. Maður er betri en svo.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 20:02:46

     ———————————————-

    „Sá sem situr heima er heimskur. Vit er það sem safna á – og vit á að sækja til annarra, sem lifa við aðrar aðstæður en þú. Þú átt að sækja þá heim, sýna þeim virðingu og kurteisi, þegja, hlusta. Auka við vit þitt.

    Hávamál snúast ekki um að vernda eitthvað sem er fullkomið. Þau snúast um að nota hvert tækifæri til að auka við sig, vita meira, kynnast fleiru. Ferðast.

    Alls ekki sitja heima og skella í lás. Fara annað og vera gestur, og bjóða gestum til sín.

    Ef höfundur Hávamála hefði þekkt samgöngur dagsins í dag hefði hann örugglega ekki stungið upp á því að menn lokuðu sig af til verndar gegn illum áhrifum. Miklu nær er að hann hefði sagt, opnið hliðin og bjóðið gestunum í bæinn. Lærið af þeim, fræðist. En haldið í ykkur sjálfa. Verið þið, innan um þá, og notið þá til að verða vitrari en þið eruð.“

    Þegar talað er um gestrisni í Hávamáli er væntanlega ætlast þess að taka á móti ókunnugum sem eru þínir landar. Ég vill t.d. samfélag þar sem fólk treystir hvor öðru og þar með getur veitt ókunnugum íslendingum gestrisni og hjálp. Því sterkari sameiningartákn, sameiginleg markmið og ást á eigin fólki er því líklegri ertu til þess að treysta ókunnugum sem búa í nágreni við þig.

    Síðan sagðist ég alldrei vera á móti því að ferðast og afla sér þekkinga, ég hef gert það mikið sjálfur. Hinsvegar vill ég hvetja til fjölgunar á hvíta stofninum og sameiningu fólksins innan hans. Að vilja það að sitt fólk lifi áfram og dafni er ekki heimska og að mínu mati lifir sú skoðun fullvel í samræmi við hetjudáðir, góðæri og dyggð.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 20:10:31

     ———————————————-

    Einnig er mjög oft talað um réttinn á verja sig og sitt svæði i Hávamáli.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 20:11:31

     ———————————————-

    Hér eru mörg frábær innlegg og skemmtileg umræða. Ragnar, þú ert með marga mjög góða mola þarna og setur mál þitt fram af miklum sóma. Takk fyrir það.

    Ég vil einnig þakka Mjölni fyrir myndbandið. Ég sé ekki eftir því að hafa notað tímann til að horfa á það og hvet aðra til að gera það sama. Það gaf mér góða innsýn inn í málstað ykkar. Segðu mér eitt Mjölnir. Ertu sammála William Luther Pierce um að „feminists and queers and Jews and Blacks and mestizos and liberals“ eru rót vandans? Hefurðu einnig jafn jákvæða mynd af Hitler og sá sem gerði þetta myndband en við sjáum mynd af honum þegar Pierce segir: „For some that meant a life of accomplishment, of changing the world; for others it meant a life lived as closely as possible in accord with the ideals of personal honor and of service to one’s people, so that one’s life could be held up as a model and remembered as such.“

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 24.08.2011 | 20:23:37

     ———————————————-

    „Ég vil einnig þakka Mjölni fyrir myndbandið. Ég sé ekki eftir því að hafa notað tímann til að horfa á það og hvet aðra til að gera það sama. Það gaf mér góða innsýn inn í málstað ykkar. Segðu mér eitt Mjölnir. Ertu sammála William Luther Pierce um að „feminists and queers and Jews and Blacks and mestizos and liberals“ eru rót vandans? Hefurðu einnig jafn jákvæða mynd af Hitler og sá sem gerði þetta myndband en við sjáum mynd af honum þegar Pierce segir: „For some that meant a life of accomplishment, of changing the world; for others it meant a life lived as closely as possible in accord with the ideals of personal honor and of service to one’s people, so that one’s life could be held up as a model and remembered as such.“

    Willaim pierce hefur mjög oft komið með mjög góða punkta í rökum sínum, en fjölmiðlar hafa mjög oft málað slæma Ímynd af honum. Það er síðan ekkert leyndarmál að svartir og mexíkanar framkvæma mest allt af glæpum í BNA. Hann er ekki að sega að þeir séu rót vandans, heldur að fjölkynþátta samfélag sé rót þessara átaka ásamt rót rasisma. Ég hef heldur eingar séstakar skoðanir á Hitler og ég vil benda á það að það var ekki ég sem að gerði þettað myndband.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 20:31:34

     ———————————————-

    Nei, gestrisni átti ekki bara við um landa þína. Hún átti ekki síður við um þá sem ferðuðust frá öðrum löndum. Íslendingasögurnar eru fullar af skipakomum með mönnum frá hinum og þessum löndum. Öllum var vel tekið. Öllum var veitt vel.

    Ég held við séum búnir að finna „snertiflötinn“ – við viljum báðir samfélag sem þú lýsir mjög vel. Samfélag hjálpsemi og gagnkvæms stuðnings.

    Þetta með sameiningartáknið og líkurnar á að trausti er einföldun hjá þér samt.

    Þessi samstaða og styrkur sem þú biður um er eitthvað sem ekki er að marka „fyrr en það reynir á það.“ Örsmæðarsamfélag þar sem allir þekkjast þarf ekki einu sinni að hugsa um þetta. Einu vandamálin þar eru flökkufólk og útilegumenn. Slíkt samfélag verður náið útaf smæðinni einni saman.

    En í stóru samfélagi eins og því íslenska þarf meira að koma til. Þótt hér væri ekki einn einasti „útlendingur“ þá væri samfélagið samt töluvert ólíkt því sem við viljum báðir. Samfélagið var t.d. helsjúkt frá 1975 og fram yfir 80. Ofbeldi, morð, ofneysla, sifjaspell, svik og spilling réði ríkjum. Verulega ógeðfellt samfélag að mörgu leyti.

    Samfélagið sem við viljum verður til með því að ég og þú sýnum hvorum öðrum virðingu. Erum hjálplegir við nágranna okkar (sama hvort þeir eru hvítir eða svartir), gætum okkar á þeim sem ekki eru traustsins verðir en niðurlægjum þá ekki. Ef við gætum fengið nokkur þúsund manns til að vanda sig við að lifa og vera þeir nágrannar, vinir og meðborgarar sem hin norræna menning boðar – myndum við ná miklum mun meiri árangri en ef við fengjum jafnmarga til að kjósa þjóðernissinnaðan einangrunarflokk.

    Við vitum báðir að því miður er innan raða þeirra sem kalla sig þjóðernissinna misjafn sauður. Sumir eru bæði landi og þjóð til skammar. Eru bara óþokkar sem hafa svotil enga sjálfsvirðingu og hafa þess vegna reynt að hæpa húðlitinn á sér upp. Eins og til að stytta sér leið að því að verða einhvers virði.

    Þú lest Hávamál, hefur ferðast með opin augun. Reynt að nema af umhverfi þínu. Smám saman hefur þú farið að díla við hugmyndir sem samfélagið er alltaf að reyna að banna þér að hafa. Kallar þig illmenni eða heimskingja. Þú ert hvorugt. Vegna þess að samfélagið umber ekki sumt af þeirri gagnrýni sem þig langar að fá að ræða við þjóðina þína þá upplifir þú þig í stríði. Þessi stríðshugmynd er undir meira en litlum áhrifum af bandarísku últrahægri. Og svo við tölum bara hreint út: Bandaríkjamenn þurfa alltaf að fokka hlutum upp og ofureinfalda.

    Ég vil sjá samfélag sem byggir á frelsi. Frelsi þínu til að spyrja erfiðra spurninga. Fresli mínu til að svara. Frelsi þínu til að búa þar sem þú vilt og sofa hjá manneskju af hvaða lit sem er. Frelsi mínu til að gera það sama.

    Íslendingar komu á þessa eyju til að fá slíkt frelsi, hugsana og athafnafrelsi. Og þeir tóku ekki einu sinni stelpur með sér, heldur kipptu útlenskum stelpum upp í leiðinni.

    Síðan vil ég að við notum frelsi okkar til að ræða saman af virðingu og forðumst það að einfalda flókinn hlut. Ég forðast það að kalla þig einfaldan eða illgjarnan og þú forðast það að líta svo á að ég sé í stríði við þig.

    Og þegar við höfum rætt saman þá förum við til okkar lífs. Þú gætir þess vegna verið nágranni minn. Ég veit ekkert hver þú ert. En við reynum að vera góðir samborgarar. Skapa samfélag þar sem við berum saman ábyrgð hvert á öðru. Ekki vegna þess að við erum eins á litinn og ekki vegna þess að við erum svo lítil að okkur detti ekki í hug að svíkja hvert annað – heldur vegna þess að við erum menn. Og það er heilmikils virði að vera maður. Og við ætlum að vanda okkur.

    Og við köllum hvert annað til ábyrgðar. Sýnum hlýju og náungakærleik. Klöppum börnum nágrannans vinalega á kollinn, þótt þau séu svört. Verjum vini okkar. Og reynum að forðast skítkast og uppnefni. Það er of auðvelt að lifa lífinu eins og það sé einn stór negra eða tælendingabrandari.

    Það er svo margt fallegt og gott við íslenska menningu – en þið, „rasistarnir“, eruð því miður að vinna meira ógagn en gagn. Of margir ykkar eru of öfgafullir. Nenna ekki að sýna venjulegu fólki hversu mikið er hægt að græða á því að staldra aðeins við og líma í sprungurnar á menningarveginum sem við erum að þramma á. Einbeitið ykkur um of á útlendinga – eins og að vandamálið sé bara þeirra vegna.

    Það er ekki bara útlendingunum að kenna. Það er ekki einu sinni útlendingunum að kenna. Só what þó að hærra hlutfall þjóðarinnar fái brún augu? Eða verði dekkra á litinn. Það er ekki eins og við séum ennþá einn og fjörutíu á hæð og drepumst um þrítugt.

    Við höfum breyst í útliti. En snilldin, fegurðin er fólgin í því að boðskapur Hávamála er sá sami hvort sem þú ert dvergvaxinn Íslendingur á landnámsöld eða kynbeldningur á þeirri 21. Mælikvarðinn á mennsku þína er ekki augnliturinn eða húðliturinn. Það eru orð þín, hugsanir og gjörðir.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 24.08.2011 | 20:32:12

     ———————————————-

    Ragnar: læk!

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 21:21:47

     ———————————————-

    Vá Ragnar. Þetta er fallegasta hugvekja sem ég hef lesið. Snilld!

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 24.08.2011 | 21:45

  3. ————————————————

    Ragnar, rasistinn getur áreiðanlega notað kynþáttablöndun sem rök gegn fjölmenningu en þarf samt sem áður að svara því hverjum eigi að meina aðgang og hverjum eigi að vísa burt. Ef Asía á að vera fyrir asíubúa, Afríka fyrir svertingja og hvít lönd fyrir hvíta, hvað á að gera við blendingana? Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort vesenið við að skilgreina íslenska menningu er sjúkdómseinkenni eða ekki. Við getum ekki verndað menninguna nema vita um hvað við erum að tala. Hver er íslensk menning í dag? Kemst hún eitthvað nálægt hugmyndum Sigurðar Nordal? Rasistinn þinn er heldur ekki búinn að svara því hvort þurfi að takmarka áhrif fjölmiðla.

    Posted by: Eva | 24.08.2011 | 22:23:34

    ————————————————

    1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)

    Fæðingartíðni Hvítra -http://epp.eurostat.ec.europa.eu/statistics_explained/index.php/Fertility_statistics
    Ásamt:
    Massívum innflutningi litaðar -http://epp.eurostat.ec.europa.eu/statistics_explained/index.php/Migration_and_migrant_population_statistics

    2. Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?

    Réttarmeinafræðingar verða, til að halda vinnunni, að vitna til um það að það sé ekki til neitt sem heitir kynþáttur OG geta greint til um kynþátt fórnarlambs úr örfáum leifum eða beinum.

    3, Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda?

    Það er ekkert um menningareinkenni í alþjóðlegum lögum. Alþjóðleg lög viðurkenna bara raunvísindi.

    4. Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?

    Bendi á lið 3

    5. Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?

    Bendi á lið 3

    Mér datt strax í hug Semmelweis reglan þegar é las þessar spurningar þínar, and-Hvíta Eva.
    Semmelweis Rule: Nothing is harder to get across than a simple reality that is being MILITANTLY overlooked.

    Og þar sem þú átt enn í erfiðleikum þá pósta ég þessu enn einu sinni:

    Allir segja að það er til þetta KYNÞÁTTA vandamál. Allir segja að þetta KYNÞÁTTA vandamál leysist þegar þriðji heimurinn flæðir inn í ÖLL Hvít lönd og AÐEINS inn í Hvít lönd.
    Holland og Belgía eru orðin álíka þéttbýl og Japan eða Suður Kórea, en enginn segir að Japan eða Suður Kórea munu leysa þetta KYNÞÁTTA vandamál með því að flytja inn milljónir af þriðja heims búum og (tilvitnun) samlagast(tilvitnun lokið) með þeim.
    Allir segja að hin endanlega lausn á þessu KYNÞÁTTA vandamáli er þegar ÖLL Hvít lönd og AÐEINS Hvít lönd munu „samlagast,“ þ.e.a.s. giftast, öllum þessum and-Hvítu.
    Hvað ef ég segði að það væri til þetta KYNÞÁTTA vandamál og að þetta KYNÞÁTTA vandamál væri aðeins hægt að leysa ef hundruð milljóna af öðru en svörtu fólki væri flutt inn í ÖLL svört lönd og AÐEINS svört lönd?
    Hversu lengi mun það taka alla að skilja það að ég er ekki að tala um KYNÞÁTTA vandamál. Heldur, að ég væri að tala um endalega lausn á SVARTA vandamálinu?
    Og hversu fljótt myndu allir andlega heilbrigðir svartir menn taka eftir þessu og hvers konar svartur brjálæðingur myndi ekki mótmæla þessu?
    En ef ég segi þann augljósa sannleika um yfirstandandi áætlun um þjóðarmorð á mínum kynþætti, Hvíta kynþættinum, þá eru Umburðarlyndir og sómakærir íhaldsmenn sammála um að ég sé nasistisemvilldrepasexmilljónirjúða.
    Þau segja að þau séu and-rasistar. Þau eru í raun and-Hvít.
    And-rasisti er dulorð um and-Hvíta.

    Posted by: Skúli Jakobsson | 24.08.2011 | 22:34:33

    ————————————————

    Ragnar, ég svara þessari þvælu þinni með því að sega það að það er ekkert minnst á fjölmenningu eða kynblöndun í hvorki Hávamáli né öðrum forn ritum. Ég geri ráð fyrir því að útgefendur Hávamáls og annara forn rita ætluðust til þess að þettað eina gildismat og siðarreglur skulu vera ríkjandi í samfélaginu. En það sem and-hvíta eva og þorkell vilja er fjölmenningarsamfélag sem gengst út á það að fá allt öðruvísi gildismöt og siðarreglur hingað til landsins, og ég stórefa að forfeður okkar hefðu ekki viljað fá siðarreglur annara kynþátta í sitt samfélag, allavega minnast þeir hvergi á það í skriftum sínum. þú virðist semsagt vilja hafa þettað eina gildismat okkar ríkjandi ekki satt? Sem þýðir það að útlendingar þurfi að aðlagast okkar menningu, siðarreglum og gildismati, þar með getur mjög lítil menningar „auðgun“ átt sér stað ekki satt? Ef hinsvegar reglugerðir væru settar sem myndi án samþyki fólksins hleypa inn milljónum ó-hvítra innflytjenda inní hvít lönd og aðeins hvít lönd til að „samlagast“ okkur á meðan þeirra kynþáttaleg einkenni myndu haldast hrein í þeirra löndun, væru þær reglugerðir flokkuð sem útrýming, þar sem líkamleg einkenni hvítra væru viljandi eyðilögð.

    Þegar talað er um gestrisni í Hávamáli er talað um að veita förumanni húsaskjól og gistingu í eina nótt eða fáeina daga, ekki að veita honum langvarandi sambýli með sér. Förumenn á þessum tíma voru líka helstu fréttaberar og upplýsingagjafar um hverjar fréttirnar væru á næsta bæ, þessvegna var viturlegt að taka vel á móti þeim Þar sem þeir báru oft mikilvægar fregnir, auk þess að bera öðrum fregnir um gestrisni og kurteisi þína sem var gott fyrir orðspor þitt. Einnig þegar talað er yfirlit á nýjum hugmyndum í forn ritum og speki er oftast meint um hluti sem gætu hækkað líffskilirði, hjálpað manni í bardaga eða aflað sér auðæfi. T.d. var hvatt til þess að stunda viðskipti við aðrar þjóðir(oftast Evrópskar) ásamt því að kynna sér nýja hluti í vopnasmíði og ýmiskonar annara afurða, það er alldrei talað um að taka upp ólíkar siðarreglur eða þjóðerniskend eða breyta eða kasta burtu hefðum og arfleið.

    Síðan má nefna það að víkingar kölluðu t.d indjána og eskimóa skrælingja og litu niður á þá sem villimenn. Auk þess eru heimildir sem gefa til kynna að kynni við víkinga og Afríkubúa, þótt mjög lítil séu, hafa víkingar þá oft dregið þá áliktum um að „blámenni“ eins og þeir kölluðu þá voru einhverskonar óvættir og enduðu sú kynni alldrei með samlögun eða nýjum hugmyndum sem þessir 2 kynþættir skipust á.

    Hvað varðar restina af Evrópu, eftir að nýlendu stenan hófst voru náin kynni, barneignir og hjónabönd milli hvítra og annara kynþátta sterklega fyrirlitin og hreinlega bönnuð með lögum sumstaðar. Founding Fathers í BNA tjáðu sig t.d. um þettað málefni og sögðu að bandaríkin var hvít land byggt á Evrópskum siðarreglum og menningu, hjónabönd milli svartra þræla og hvítra var líka bönnuð með lögum stuttu eftir að BNA var stofnað sem land og endist það bann í langann tíma.

    Þannig að þú sérð það að hvorki fjölmenning né kynþáttablöndun er hluti af evrópskum siðarreglum og gildismati.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 23:43:58

    ————————————————

    „Ég vil sjá samfélag sem byggir á frelsi. Frelsi þínu til að spyrja erfiðra spurninga. Fresli mínu til að svara. Frelsi þínu til að búa þar sem þú vilt og sofa hjá manneskju af hvaða lit sem er. Frelsi mínu til að gera það sama.“

    Frelsi er einnig fólgið í því að búa í kringum eigið fólk. Þó að það teljist sem einhvað „mikilvægt“ frelsi að para þig með lituðum, rétlætir það ekki útrýmingu á hvítum. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er and-Hvít upplýsinga herferð í gangi í kvikmyndum, sjónvarpi og jafnvel í auglýsingum, sem á opinskáan hátt hvetur til og fagnar kynstofnsblöndun. Það er sérstaklega lagt áhersla á að Hvítar konur blandist við svarta menn. Hvítir menn eru sýndir óhæfir, linir og ófærir um að seðja konur kynferðislega.
    Ef Hvítt fólk reynir að skipuleggja sig gegn þessu kerfi þá er því lýst sem það þjáist af djúpum siðferðis og sálfræðilegum göllum og er refsað með starfsframa stöðnun og jafnvel frelsissviptingu.
    Þetta er klárlega kúgunar kerfi sem mun (ef látið ná alla leið) leiða til útrýmingar á Hvíta Kynstofninum. Ef Hvítt fólk hefði val þá myndi það: 1) stöðva og snúa við innflutning litaðra, 2) reka sínar eigin stofnanir, 3) skapa jákvæðar sögulegar frásagnir í menntakerfinu, 4) stunda upplýsinga herferðir sem upphefur Hvítar fjölskyldur og Hvít börn, það er það sem ég vill gera í staðin fyrir að hefta „frelsi“ og banna kynblöndun.

    Posted by: Mjölnir | 24.08.2011 | 23:52:40

    ————————————————

    „En í stóru samfélagi eins og því íslenska þarf meira að koma til. Þótt hér væri ekki einn einasti „útlendingur“ þá væri samfélagið samt töluvert ólíkt því sem við viljum báðir. Samfélagið var t.d. helsjúkt frá 1975 og fram yfir 80. Ofbeldi, morð, ofneysla, sifjaspell, svik og spilling réði ríkjum. Verulega ógeðfellt samfélag að mörgu leyti.

    Samfélagið sem við viljum verður til með því að ég og þú sýnum hvorum öðrum virðingu. Erum hjálplegir við nágranna okkar (sama hvort þeir eru hvítir eða svartir), gætum okkar á þeim sem ekki eru traustsins verðir en niðurlægjum þá ekki. Ef við gætum fengið nokkur þúsund manns til að vanda sig við að lifa og vera þeir nágrannar, vinir og meðborgarar sem hin norræna menning boðar – myndum við ná miklum mun meiri árangri en ef við fengjum jafnmarga til að kjósa þjóðernissinnaðan einangrunarflokk.“

    Hverin útskýrir þá sú staðreynd að mest allt af Evrópulöndunum á 20. öldinni voru mun friðsamlegri og fallegri heldur en eftir að fjölmenningarstefnan tók við. Síðan var ástæðan fyrir þessum ódæðum á Íslandi til forna aðalega slæm lífsskilirði og skortur á hvatningu á sameining og þjóðfélagsvitund. Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að fjölmenningarsamfélög og fjölkynþáttasamfélög virka mun verr heldur einsleit samfélög. Síðan er það grunnþekking í sálfræði sú að þú treystir fremur og myndar sterkari tengsl við sem eru líkari þér á margann hátt, þettað gildir líka um menningarlega og kynþáttalega samanburði.

    Frá wikipedia:

    „Harvard professor of political science Robert D. Putnam conducted a nearly decade long study how multiculturalism affects social trust.[14] He surveyed 26,200 people in 40 American communities, finding that when the data were adjusted for class, income and other factors, the more racially diverse a community is, the greater the loss of trust. People in diverse communities „don’t trust the local mayor, they don’t trust the local paper, they don’t trust other people and they don’t trust institutions,“ writes Putnam.[15] In the presence of such ethnic diversity, Putnam maintains that

    [W]e hunker down. We act like turtles. The effect of diversity is worse than had been imagined. And it’s not just that we don’t trust people who are not like us. In diverse communities, we don’t trust people who do look like us.[14]

    Ethologist Frank Salter writes:

    Relatively homogeneous societies invest more in public goods, indicating a higher level of public altruism. For example, the degree of ethnic homogeneity correlates with the government’s share of gross domestic product as well as the average wealth of citizens. Case studies of the United States, Africa and South-East Asia find that multi-ethnic societies are less charitable and less able to cooperate to develop public infrastructure. Moscow beggars receive more gifts from fellow ethnics than from other ethnies [sic]. A recent multi-city study of municipal spending on public goods in the United States found that ethnically or racially diverse cities spend a smaller portion of their budgets and less per capita on public services than do the more homogenous cities“

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 0:02:24

    ————————————————

    Ah, Mjölnir párar sumsé hér. Ætli hann sé ekki gott dæmi um það þegar menn hugsa án þess að læra, eða þykjast læra. Slíkt er ávallt álitið hættulegt.
    Alltént einstaklega spes kenningar byggðar á enn furðulegri ,,heimildum“ sem Mjölnir setur fram. Eins og ég nefndi í tjásu á annari bloggfærslu, ég hef sosum gaman að því þegar fólk skýtur sig ítrekað í fótinn eins og Mjölnir gerir. Eða kannski hamrar hann sig í skankana.

    Posted by: Gísli Friðrik Ágústsson | 25.08.2011 | 0:05:04

    ————————————————

    Svo er það spurning um marktæki orðaræpu sem er skrifuð í felum á bakvið nafn á hamri Þórs. Menn sem blammera úr launsátri eru yfirleitt heiglar í mínum bókum.

    Posted by: Gísli Friðrik Ágústsson | 25.08.2011 | 0:07:54

    ————————————————

    „Ég vil sjá samfélag sem byggir á frelsi. Frelsi þínu til að spyrja erfiðra spurninga. Fresli mínu til að svara. Frelsi þínu til að búa þar sem þú vilt og sofa hjá manneskju af hvaða lit sem er. Frelsi mínu til að gera það sama.“

    Svo er bannað spyrja þá efðiða spurningu hvort að fjölmenningasamélag er slæm hugmynd frá upphafi og hvort að þjóðernisshyggja sé góð, eða hvort að hvíti kynþátturinn hefur siðferðislegann rétt áð stöðva innfluttning og halda einkennum sínum, manni er ekki frjálst að spyrja þessara spurninga opinberlega án þess að vera kallaður rasisti. Og þar sem fjölmiðlar halda uppi réttrúnaðarstefnu þar sem slíkar spurningar eru fyrirlitnar tel ég að það sé ekki mikið um málfrelsi í þessu samfélagi.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 0:19:55

    ————————————————

    „Ah, Mjölnir párar sumsé hér. Ætli hann sé ekki gott dæmi um það þegar menn hugsa án þess að læra, eða þykjast læra. Slíkt er ávallt álitið hættulegt.
    Alltént einstaklega spes kenningar byggðar á enn furðulegri ,,heimildum“ sem Mjölnir setur fram. Eins og ég nefndi í tjásu á annari bloggfærslu, ég hef sosum gaman að því þegar fólk skýtur sig ítrekað í fótinn eins og Mjölnir gerir. Eða kannski hamrar hann sig í skankana.“

    Ekki hafa fjölmenningarsinnar heimildir um að fjölmenning sé nauðsinleg í hvítum löndum. Ég tel mig svo vera mun betur upplýstann heldur en sauðir sem fylgja meginstraumsréttrúnaðarstefnunni og bókstafstrúnni sem kallast fjölmenning. Ég tel fjölmenningu hættulega, ekki þá staðreynd að frálshugsandi einstaklingar tjá sig við bókstafstrúarmenn eins og ykkur. Og ef það er einhver sem hefur skotið sig í fótinn er það Eva og þið sauðirnir hennar, þar sem hún er nú kominn í þann útúrsnúning að heimta skilgreiningu á Íslenskri menningu og kynþáttum.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 0:23:57

    ————————————————

    Aftur spyr ég hver Mjölnir er, eða vill hann ekki standa á bakvið skoðanir sínar?

    Posted by: Gísli Friðrik Ágústsson | 25.08.2011 | 0:28:53

    ————————————————

    Gísli, Einhverja hluta vegna grunar mig að þú viljir vita mitt fullt nafn og heimisfang til þess opinberlega breiða út rógburði um að ég sé rasisti og hatari bara vegna þess að mínar skoðanir fara ekki í samræmi við meiginstraumsréttrúnað, þettað er sama skítataktík og anti-rasistafélag Reykjavíkur notar.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 0:38:12

    ————————————————

    Það myndi ég ekki láta mér detta í hug Mjölnir. Hinsvegar myndi ég amk bera meiri virðingu fyrir þínum ákveðnu skoðunum ef þú færðir þær fram undir einhverju öðru en felunafni. Þó ég sé eindregið á öndverðu við þær, þá myndu skoðanirnar vera þínar og ættu rétt á sér sem slíkar. Slíkt er tjáningarfrelsið, að fólk geti látið sitt í ljós án þess að fela sig, en ábyrgð felst líka í því að nýta sér tjáningarfrelsið. Það er svo undir öðrum komið hvort skoðanirnar komist á flug eða brotlendi.

    Posted by: Gísli Friðrik Ágústsson | 25.08.2011 | 0:49:03

    ————————————————

    „Það myndi ég ekki láta mér detta í hug Mjölnir. Hinsvegar myndi ég amk bera meiri virðingu fyrir þínum ákveðnu skoðunum ef þú færðir þær fram undir einhverju öðru en felunafni. Þó ég sé eindregið á öndverðu við þær, þá myndu skoðanirnar vera þínar og ættu rétt á sér sem slíkar. Slíkt er tjáningarfrelsið, að fólk geti látið sitt í ljós án þess að fela sig, en ábyrgð felst líka í því að nýta sér tjáningarfrelsið. Það er svo undir öðrum komið hvort skoðanirnar komist á flug eða brotlendi. “

    Ég vildi að þettað væri svona einfald Gísli, en staðreyndin er sú að skoðanir mínar, sem byggjast ekki á hatri né mannfyrirlitningu, heldur ást, sameiningu og endurreisn, eru sífelt barðar niður, og vandamálin sem reglugerðir sem pólutíska réttrúnaðar stefnan hefur orsakað er sópað undir teppið og skaðlegt og rökskert viðhorf þess ríkir sterkt í samfélaginu. Eins og ég sagði þa kalla ég þettað ekki málfrelsi.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 0:56:38

    ————————————————

    Mjölnir,

    það er lykilatriði í vandaðri rökræðu að menn forðist að sökkva rökum sínum á kaf í uppnefni, klisjur og einfaldanir. Uppnefni skila engu. Ekki nokkru. Það getur verið að manni sé pínu fróun í að beita þeim – eitt augnablik – en þegar maður grípur til þeirra, hvort sem maður segir skítaskinn eða and-hvíta eva þá er maður að láta tilfinningar sínar bera rökræðuna ofurliði. Þú hefur fullt af rökum. Einbeitum okkur að þeim.

    Þú segir: gestrisni Hávamála á við um gesti sem koma og fara án þess að breyta gildismati manna.

    Þetta er ekki rétt. Gestrisni íslenskrar og norrænnar menningar er miklu víðtækari en þú gefur til kynna. Menn áttu að vera höfðingjar heim að sækja. Langflestrir gestir sem komu til Íslendinga fengu vetrarvist. Íslendingar í útlöndum einnig. Allar hetjur Íslendingasagna fóru utan og fengu vist hjá höfðingjum. Og jafnvel hjá höfðingjum sem voru andstæðingar þeirra. Krafan um gestrisni var svo rík að jafnvel þótt þú vildir drepa „gestinn“ þá tókst þú vel og hlýlega á móti honum ef hann kom til þín af fúsum og frjálsum vilja. Dæmi: skoðaðu heimsókn Búa til Haraldar hárfagra.

    Þá lögðu íslenskir höfðingjar undir sig miklu stærri svæði en þeir gátu nýtt. Þau voru til að gefa öðrum. Gestir komu og fengu að setjast að svo lengi sem land var til. Og – þetta er mjög mikilvægt – íslenskir, heiðnir höfðingjar gáfu sumir hverjir kristnu fólki lönd. Fólk með annað gildismat, aðrar skoðanir, aðra trú og aðra siði. Til dæmis við Esjurætur.

    – – –

    Það að ekki sé minnst á blöndun kynþátta í íslenskri fornmenningu er álíka mikil rök gegn blöndun kynþátta og að segja að heimsendir verði í S-Ameríku á næsta ári vegna þess að það vandar í dagatalið. Menn lýsa veruleika sínum í ritum – ekki öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum sem upp kunna að koma eftir hundruði eða þúsundir ára. Ef við ætluðum að sneiða hjá öllu því sem vanar um leiðsögn í fornmenningunni þá værum við ekki sjómenn eða flugmenn. Við myndum ekki nota netið.

    Hávamál eru mjög skýr um það hvers konar maður er góður maður og merkur. Krafan er á þig sem einstakling.

    Hávamál ganga ekki út frá lýðræði. Þau ganga ekki út frá þeirri hugmynd að það sé þín skylda að sjá til þess að samfélagið allt sé að þínu höfði. Þvert á móti er sú hugmynd að reyna að breyta heilu samfélagi, þannig að allir séu eins, arfru frá kristni. Gerðu allar þjóðir að lærisveinum og allt það. Haraldur hárfagir og fleiri kónar byrjuðu þennan feril að reyna að gera alla eins.

    Ísland byggðist upp á mönnum sem flúði svona miðstýrða forræðishyggju. Menn, sem vildu sjálfir ákveða sín örlög. En líka bara sín – ekki allra annarra líka.

    Þú berð ábyrgð á þér. Þú átt að vera góður maður og merkur. Það er ekki þitt hlutverk að taka ákvarðanir fyrir alla aðra líka.

    Þú svarar þessum kafla hjá mér:

    „Ég vil sjá samfélag sem byggir á frelsi. Frelsi þínu til að spyrja erfiðra spurninga. Fresli mínu til að svara. Frelsi þínu til að búa þar sem þú vilt og sofa hjá manneskju af hvaða lit sem er. Frelsi mínu til að gera það sama.“

    Með þessu:

    „Frelsi er einnig fólgið í því að búa í kringum eigið fólk.“

    Hugsaðu þetta aðeins áfram. Þú virðist telja að það sé einhverskonar frelsi fólgið í því að fá að búa innan um fólk sem er af svipuðum kynþætti og þjóðfélagsstöðu og maður sjálfur. Bara að svo væri, því ef þetta er rétt hjá þér þá eru líklega fjálsustu staðir vestrænnar menningar fangelsin. Þar er hver öðrum líkur.

    En skynsamt hugsandi fólk myndi aldrei kalla fangana tiltölulega frjálsa menn. Er það?

    Það er vegna þess að frelsi felst í því að fá að hugsa, segja og gera það sem maður kýs. Ef þú vilt búa innan um fólk af einu tæi frekar en öðru, þá máttu það. Svo lengi sem þú skerðir ekki frelsi annarra til þess sama.

    Og aftur, nú talar þú um að sálfræði sýni að við treystum betur þeim sem eru líkir okkur. Sálfræðin sýnir okkur hlutina eins og þeir eru – ekki eins og þeir eiga að vera – eða geta orðið. Sálfræði er ekkert annað en lýsing á raunveruleika. Ranveruleika sem við vitum báðir að er fjarri því að vera eitthvað draumasamfélag.

    Það getur vel verið að það sé auðveldara að skapa samkennd og bræðralag meðal einsleits hóps. Deilur og flokkadrættir hafa samt alltaf fylgt mönnum. Íslenska samfélagið liðaðist í sundur vegna grimmdar og græðgi. Það hrundi. Það tók margar aldir að endurheimta það.

    Það má sjá hvort eitthvað er að marka þjóðernissinna á því hvernig hann tjáir sig og hvort hann lifir eftir því sem hann boðar.

    Þú hefur ekki frelsi til að ákveða hvernig ég lifi mínu lífi. Og jafnvel þótt þú neyðir mig til að lifa því eftir þínu höfði þá er það algjörlega misheppnað – því það sem þú vilt er samfélag stuðnings og samkenndar. Stuðningur og samkennd verður aldrei ekta ef menn eru neyddir til að sýna það. Hrætt, óheiðarlegt fólk er ekki það sama og heiðarlegt fólk – jafnvel þótt ómögulegt sé að sjá muninn á yfirborðinu.

    Þú leysir ekki vandamálið með því að fjölga hvítum hlutfallslega. E þú getur gert gagn með því að hvetja þá hvítu til að lifa betur í samræmi við þær dygðir sem hin norræna menning boðar. Henni stendur miklu meiri ógn af sinnuleysi hvítra en ágangi litaðra. Og þessi mun menning mun íklega deyja út með einni eða tveim kynslóðum vegna þess að enginn sinnir henni.

    Meðal rasisti er enginn norræn maður. Hann er ekki íhugull, hljóður og hugsandi. Hann er gjammandi, fullyringaglaður og dogmatískur. Hann er hvorki gestrisinn né stillir sig um að hæðast að öðrum. Hann er eigingjarn og fullur heiftar og nýtur þess að uppnefna.

    Slíkir menn eru norrænni menningu til skammar. Það skiptir ekki máli þótt þeir kalli sig eftir hamri Þórs eða nefni hundinn sinn eftir úlfum Óðins. Þeir eru feik. Reyna ekki að auka skilning sinn og þekkingu, dýpka sig og leyfa hinnu norrænu menningu að lifa áfram.

    Hin norræna menning þarf að lifa áfram í fólki, en ekki bókum. Hún krefst lífstíls og sjálfsaga. Norræni maðurinn veit að þetta snýst hvorki um fé né frændur, snýst ekki um litinn á nágrannanum eða það hvor maðurinn í næsta húsi leggst á bæn í átt til mekka. Snilldin við norræna menningu er að hún er full af einstaklingshyggju. Það þarf ekki stoðnet og einhæft samfélag til að framfylgja henni. Hún virkar þótt þú sért eini norræni maðurinn.

    Hin norræna menning eflist gegnum vináttuna og samstöðu. Maður á vini en maður velur þá vel.

    Þú ert algjörlega á villigðtum ef þú heldur að það sé á einhvern hátt auðveldara að „framleiða“ norræna menn með því að fækka lituðum eða hindra fjölmenningu.

    Norræna menningin hnignaði ekki vegna útlendinga. Hún hnignaði vegna okkar sjálfra. Og það er skömm að á meðal okkar skuli vera menn sem skortir þá sjálfsvirðingu og ábyrgðarkennd að viðurkenna það. Og taka á sig þá ábyrgð að hafa gleymt menningunni og látið hana drabbast niður.

    Hvernig væri að vakna til veruleikans, drullast á lappir og hætta að finna afsakanir fyrir því að vera ekki alvöru maður. Hætta að hlaða upp óraunhæfum kröfum. Hætta að búa til afsakanir fyrir því að samfélagið er í skralli –og byrja að laga það. Byrja sjálfur að lifa í samræmi við það samfélag sem maður vill byggja upp. Hætta að tala og fara að gera?

    Ég er ekki vitlaus. Ég er ekki heimskur. Ég er ekki heilaþveginn eða skammsýnn. Það, að ég sé ekki sammála þér, ekki vegna þess að þú eigir eftir að ná völdum og breyta hugmyndum mínum. Ég er ljóshærður og bláeygur. En ég mun samt alltaf berjast gegn þér og þeim af þínu sauðahúsi sem vilja skerða frelsi mitt.

    Mig langar ekki til að vera fangi þótt það þýði að ég sé umkringdur hvítu, bláeygðum samföngum.

    Það vill svo til að það skiptir mig öllu hvernig fólk er að innan. Skíthæll er skíthæll, hvernig sem hann er á litinn.

    En að sama skapi er ég tilbúinn að verja þig og frelsi þitt til skoðana og umræðu. Ég lít ekki á þig sem glæpamann þótt sumir vilji gera svo. Pólitísk rétthugsun er mér einskis virði.

    Þú munt aldrei neyða mig til að lifa eftir þínum hugmyndum um hvað mér kemur best. Þú getur heillað mig með því að vera frábær fyrirmynd sjálfur – en þú neyðir mig ekki.

    Og þér kann að finnast að fjölmenning neyði þig til að lifa eftir reglum samfélags sem þú ert ekki sammála.

    Hugsaðu það aðeins betur. FJölmenningarsamfélag bannar þér ekki að lifa þínu lífi eftir þínu höfði. Það eina sem það bannar þér er að krefjast þess að aðrir geri eins og þú.

    Þeir einu sem reyndu að neyða alla til að vera eins voru óvinir fornnorrænnar menningar.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 25.08.2011 | 8:47:02

    ————————————————

    Amen Ragnar!

    Posted by: Þorkell | 25.08.2011 | 9:19:09

    ————————————————

    Ég bara skil ekki hversvegna skoðanir eru virðingarverðari ef maður veit nafn þess sem setur þær fram.

    Posted by: Eva | 25.08.2011 | 9:43:06

  4.  
     ————————————————————–

    Aftur ertu þú byrjaður að væla um skerðingu á frelsi Ragnar sem er í raun hreinn útúrsnúningur á yfirlýsingum mínum. Ég er ekki að styðja reglugerðir sem banna kynblöndun með lögum, ég einfaldlega stið reglugerðir sem að hvetja til fjölgunnar, sjálfsvirðingu og stolts innan hvíta kynstofnsins. Ég er ekki að krefjast reglur sem hefta á það að svartir eða asíbúar komi hingað sem túristar og ríði nokkrum Íslendingum og fara svo aftur heim. þú talar um sjálfsaga og abyrgð, það er mjög göfuleg ábyrgð fólgin í því að vera í sínu landi og hugsa um hagsmuni síns fólks og hjálpa til við að byggja upp samfélagið sem að maður fæddist í. T.d. væri mjög göfuleg sjálfsfórn fólgin í því ef að gáfuðustu og best menntuðustu einstaklingarnir í arabaríkjunum myndu vera í sínu landi og reyna með bestu getu að byggja það upp fyrir sitt fólk í staðin fyrir flytja til vesturlandanna í þeim eina tilgangi að sækjast eftir betri lífsskilirðum og tækifærum fyrir sjálfan sig, þettað myndi ég kalla dyggð, sjálfsaga, ósjálfselsku og ábyrgð gangvart eigin fólki. Ég tel að það eru fáar sómasamlegri dyggðir og sú að taka abyrgð gagnvart eigin fólki og að viðhalda sínum stofni og styrkja hann.

    „Hugsaðu það aðeins betur. FJölmenningarsamfélag bannar þér ekki að lifa þínu lífi eftir þínu höfði. Það eina sem það bannar þér er að krefjast þess að aðrir geri eins og þú.“

    Menningarlegt og kynþáttalega einsleitt samfélag bannar þér heldur ekki að lifa þínu lífi eftir þínu höfði. Janvel þó að samfélagið væri einsleitt þá væri Það ekkert sem myndi banna þér að flytja til Afríku og makast við infædda kvenmenn þar, ef að þú ert með festish fyrir slíku, hinsvegar vil ég einfaldlega að það sé opinber hvatning fyrir viðhaldi, ástúð og ábyrgð gangvart okkar stofni svo að færri einstaklingar þrói slíka löngun. Er annars ekki ákveðin ábyrgð fólgin í því að standast utanaðkomandi freistingar og standa hjá eigin fólki?

    „Norræna menningin hnignaði ekki vegna útlendinga. Hún hnignaði vegna okkar sjálfra. Og það er skömm að á meðal okkar skuli vera menn sem skortir þá sjálfsvirðingu og ábyrgðarkennd að viðurkenna það. Og taka á sig þá ábyrgð að hafa gleymt menningunni og látið hana drabbast niður.“

    Ég er reyndar sammála því, en fjölmenning er hinsvegar líka ógn yfir okkar gildismat og menningu þar sem menning og gildismat okkar verður ekki ríkjandi lengur og gæti glatast með „blöndun“ eða kæfingu frá bæði rusl menningu og fjölmenningu. Innflytjendurnir sjálfir eru þannig séð eingin ógn gagnvart okkar einkennum, það eru aðalega svikararnir og rusmenningarmarkaðsmennirnirsem sjá um að sparka okkar menningu og einkennum til hliðar.

    „Þetta er ekki rétt. Gestrisni íslenskrar og norrænnar menningar er miklu víðtækari en þú gefur til kynna. Menn áttu að vera höfðingjar heim að sækja. Langflestrir gestir sem komu til Íslendinga fengu vetrarvist. Íslendingar í útlöndum einnig. Allar hetjur Íslendingasagna fóru utan og fengu vist hjá höfðingjum. Og jafnvel hjá höfðingjum sem voru andstæðingar þeirra. Krafan um gestrisni var svo rík að jafnvel þótt þú vildir drepa „gestinn“ þá tókst þú vel og hlýlega á móti honum ef hann kom til þín af fúsum og frjálsum vilja. Dæmi: skoðaðu heimsókn Búa til Haraldar hárfagra.

    Þá lögðu íslenskir höfðingjar undir sig miklu stærri svæði en þeir gátu nýtt. Þau voru til að gefa öðrum. Gestir komu og fengu að setjast að svo lengi sem land var til. Og – þetta er mjög mikilvægt – íslenskir, heiðnir höfðingjar gáfu sumir hverjir kristnu fólki lönd. Fólk með annað gildismat, aðrar skoðanir, aðra trú og aðra siði. Til dæmis við Esjurætur.“

    Þú hefur sammt ekki enþá svarað spurningu minni um hvort þessir höfðingjar og rihöfundar hávámáls vildu ganga svo langt í gestrisninni að þeirra siðferðiskennd og gildismat væri ekki lengur ríkjandi. Þó að gestrisni er sterkur málstaður í Hávamáli og siðferðiskennd norræna manna þá er ekkert minnst á það að þú þurfir að láta þínu gildismati undan fyrir öðrum eða að þér sé bannað að vonast til að ókunnugir taki upp þinn málstað, ef þeir vildu ekki að þettað gildismat væri ríkjandi i þeirra samfélagi þá hefðu þeir ekki skrifað og gefið út boðskap um þenann málstað.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 12:13:39

    ————————————————————–

    Talandi síðan um uppnefningar, ég hef verið kallaður kynþáttahatari hvað eftir annað jafnvel þó að ég hafi ekkert á móti öðrum kynþáttum. Ég er einfaldlega að snúa hér vörn í sókn með því að snúa þessum rasistastimpli ykkar við í höndunum á ykkur og kalla ykkur and-hvít þar sem þið viljið koma af stað reglugerðum og fjölmenningu sem mun leggja grundvöll fyrir útrýmingu hvíta mannsins.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 12:17:39

    ————————————————————–

    „Þú ert algjörlega á villigðtum ef þú heldur að það sé á einhvern hátt auðveldara að „framleiða“ norræna menn með því að fækka lituðum eða hindra fjölmenningu. “

    Þessi þjóðfélags verkfræði, oftast kölluð fjölmenning, byrjaði fyrir nokkrum áratugum og afleiðingin af henni er nú orðin svo augljós að fullkomna trúarblindu þarf til að afneita henni.
    Hvítu fólki fækkar = staðreynd.
    Lituðu fólki fjölgar í Hvítum löndum = staðreynd.
    Áframhaldandi fækkun Hvítra + áframhaldandi fjölgun litaðra í Hvítum löndum = Útrýming Hvítra.
    Þetta er jafn einfalt og auðskilið og 1+1=2
    Nema í augum sannra svikara, Hvítra and-Hvítra svikara sem Vilja útrýma sínu eigin fólki, Hvítu fólki.
    Svona trúarlegt ofstæki og gríðarleg sjálfs-eyðingarhvöt er ekki ný í sögunni. Það sem er nýtt í sögunni er að núna leyfa Hvítir valdhafar útrýmingu á sínu eigin Hvíta fólki.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 12:21:15

    ————————————————————–

    Fæðingartíðni hvítra hefur lækkað (í mörgum löndum þar sem hvítir eru í meirihluta en ekki öllum) Mjölnir en það þýðir ekki að hvítum hafi fækkað. Þeir munu fækka í framtíðinni ef engin breyting verður á en það á eftir að koma í ljós hvort fæðingartíðnin muni haldast svo lág áfram. Hins vegar eru Íslendingar ekki í neinni hættu Þar hefur fæðingartíðnin haldist í kringum 2.1. (sem er sú tala sem þarf til að viðhalda stofninum). Íslendingum fækkar því ekki.

    Enn hef ég ekki fengið svar við því hvernig þið ætlið að auka fæðingartíðnina eða hvers vegna þið teljið að hún sé svona lág? Ætlið þið að banna gettnaðarvarnir og fóstureyðingar?

    Posted by: Þorkell | 25.08.2011 | 13:18:07

    ————————————————————–

    „Fæðingartíðni hvítra hefur lækkað (í mörgum löndum þar sem hvítir eru í meirihluta en ekki öllum) Mjölnir en það þýðir ekki að hvítum hafi fækkað. Þeir munu fækka í framtíðinni ef engin breyting verður á en það á eftir að koma í ljós hvort fæðingartíðnin muni haldast svo lág áfram. Hins vegar eru Íslendingar ekki í neinni hættu Þar hefur fæðingartíðnin haldist í kringum 2.1. (sem er sú tala sem þarf til að viðhalda stofninum). Íslendingum fækkar því ekki.“

    Ég tel þettað innleg þitt vera viðurkenningu á ósigri þínum í þessum rökræðum.

    Fæðingartíðni hvítra er að hrakla niður það mikið að spáð verður að flestir hvítir verða minnihlutahópur í eign löndum um miðja 21.öldina. Og ef hvítir halda áfram að fækka á sama skalanum eftir það endar með því að þeir verða pínkulítill minnihlutahópur sem endar svo með því að þeir verða yfirbugaðir af genalegum og menningarlegum áhrifum ó-hvítra. Ísland er eina hvíta landið þar sem hvítir eru plús fjölgun, sammt viljið þið að við blöndumst lituðum.

    „Enn hef ég ekki fengið svar við því hvernig þið ætlið að auka fæðingartíðnina eða hvers vegna þið teljið að hún sé svona lág? Ætlið þið að banna gettnaðarvarnir og fóstureyðingar?“

    Ég er búinn að svara þessari spurningu núna nokkuð oft. Við viljum einfaldlega hvetja til fjölgunnar innan hvíta stofnsins, eyða öllum fjölmiðla áróðri um kynblöndun(sem er algjörlega ríkjandi í nútímasamfélagi) og takmarka innflutning ó-hvítra. Einnig væri ekki alsmæmt að skapa samfélag sem að myndi veita mæðrum sem eiga fleiri börn meiri styrk en mæður sem eiga færri. Og að samfélagið sjái til þess að hver móðir sem á hvítt barn/börn tapi alldrei fjárhagslega eða freilslega að eiga börn og hugsa um fjölskylduna meira.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 13:44:37

    ————————————————————–

    „tapi alldrei fjárhagslega eða freilslega* að eiga börn og hugsa um fjölskylduna meira.“

    Ferilslega*

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 13:46:23

    ————————————————————–

    „Ég tel þettað innleg þitt vera viðurkenningu á ósigri þínum í þessum rökræðum.“

    Eins og ég sagði Mjölnir, þá vitum við ekki hvort þessi fæðingartíðni viðhelst eða ekki og því erfitt að spá um framtíðina. Það er jú ekki langt síðan fæðingartíðni lækkaði í velstæðum ríkjum og sveiflur eiga sér alltaf stað. Það eru u.þ.b. Það eru um það bil 1376 milljónir „hvítt“ fólk í heiminum. Það tæki óralangan tíma að útrýma kynstofninum ef núverandi fæðingartíðni viðhelst eða lækkar (sem er alls ekkert sjálfgefið).

    Posted by: Þorkell | 25.08.2011 | 14:05:09

    ————————————————————–

    „Eins og ég sagði Mjölnir, þá vitum við ekki hvort þessi fæðingartíðni viðhelst eða ekki og því erfitt að spá um framtíðina. Það er jú ekki langt síðan fæðingartíðni lækkaði í velstæðum ríkjum og sveiflur eiga sér alltaf stað. Það eru u.þ.b. Það eru um það bil 1376 milljónir „hvítt“ fólk í heiminum. Það tæki óralangan tíma að útrýma kynstofninum ef núverandi fæðingartíðni viðhelst eða lækkar (sem er alls ekkert sjálfgefið).“

    Leiðrétting, það er um 400 milljónir hvítra í heiminum. Síðan ætla ég ekki að þræta við rannsóknir sem augljóslega sýna fram á það að ef þessi þróun heldur áfram verður útrýming hvítra að raunveruleika seinni partinn á þessari öld. Í byrjum 20.aldar vorum við 30% af heimsbyggðinni, nú erum við einungis 9%, og með stöðugum innflutningi ó-hvítra inn í hvít lönd og aðeins hvít lönd er þessi þróun að aukast en hraðar.

    Síðan má benda á það að með ykkar hvatningu á fjölmenningu, kynlífi með múslimum og blöndun eru þið vægast sagt ekki að hjálpa þessari „sveiflu“ að komast aftur á réttann farveg.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 14:19:26

    ————————————————————–

    Mjölnir. Auðvitað eru sum af rökum þínum hárrétt og eins það að mjög margt fólk er með hatur og útskúfun þegar fólk vekur máls á því sem þú ert að segja.

    Við hljótum samt að vera sammála um að þótt skiljanlegt sé að maður freistist til þess þá er ekki til eftirbreytni að taka upp lesti þeirra sem andæfa manni. Í því máli skiptir ekki máli „hver byrjaði.“ Hver maður ber ábyrgð á að halda sinni reisn óháð því.

    Ég vona líka að þú hafir ekki skilið mig þannig að þú værir persónulega að berjast fyrir fasisma eða kynþáttaofsóknum. Að mínu mati er langur vegur frá þjóðerniskennd og stolti yfir í fasismann. Við fasista er ekkert að ræða. Þeir samþykkja ekki hinn lýðræðislega grundvöll samræðunnar. Vilja hafa rödd en ekki eyru.

    Þér tekst aftur að finna kjarnann í málinu og útskýra á greinargóðan hátt. Þannig miðar umræðunni áfram. Þú nefnir:

    „ég einfaldlega stið reglugerðir sem að hvetja til fjölgunnar, sjálfsvirðingu og stolts innan hvíta kynstofnsins. “

    Hér ert þú kominn mjög nærri persónulegu frelsi fólks. Fólk á nefnilega að ráða sjálft sinni sjálfsvirðingu, stolti að ekki sé talað um æxlun.

    Ef þú vilt raunverulega fjölga hvítu fólki þá verður þú að sætta þig við það að innan þess hóps er fólk (og jafnvel mjög mikið af því) sem kýs að haga sínu stolti, sjálfsvirðingu og kynlífi með öðrum hætti en þú kysir.

    Þú hefur ekki vald til að velja fyrir aðra. Og, þetta er punkturinn hjá mér (sem ég tel ekki væl heldur kjarna deilunnar), ég myndi aldrei samþykkja það að þú eða aðrir fái það vald að ætla að stýra minni sjálfsvirðingu, stolti eða æxlun með öðrum hætti en ég kýs sjálfur.

    Og taktu eftir, þetta er ekki vegna þess að ég sé svikari við eitt eða neitt. Eða vegna þess að ég er með úrkynjaðar hugmyndir um „mitt fólk“. Ég stend jafn harður á móti því að femínistar, sósíalistar eða annað pólitískt rétthugsandi fólk taki sér vald til að stýra því, sem ég á að fá að stýra sjálfur.

    Ég er stoltur af uppruna mínum, útliti, ætt og þjóð. Ég er stoltur af Hávamálum, Íslendingasögunum, Eddunum.

    En fyrst og fremst er ég maður sem – reyni að rata sem víðast og safna visku. Verða vitrari, koma fram við meðbræður mína af virðingu. Berjast fyrir frelsi okkar allra til að fá að hugsa og segja það sem við viljum.

    En berjast líka fyrir því að hver taki ábyrgð á sjálfum sér og orðum sínum. Menn komist ekki upp með að byggja sér upp heimsmynd sem er skökk og skæld.

    Þú spyrð hvort Hávamál leyfi að gestir breyti samfélaginu.

    Já. Þess vegna áttu að hlusta á þá og taka vel á móti þeim. Til að læra, breytast. Heiðnir menn gáfu kristnum jarðir, jafnvel við hliðina á sér. Og þeir höfðu engar áhyggjur af því. Þeir vissu að þótt það búi manneskja frá öðru landi (kristna fólkið kom mikið frá Írlandi) sem ástundar annan sið við hliðina á þér – þá tapar þú engu sem skiptir máli við það. Þú átt þig. Það getur enginn tekið af þér það sem þú átt. Þú vingast við „útlendinginn“ og þið eigið góð og vinsamleg samskipti. Þú sýnir honum virðingu og býður hann velkominn. Allir sem eru ólíkir þér hafa eitthvað sem þú hefur ekki. Sumt er gott annað ekki. Þú notar tækifærið og nemur af þeim það góða og varar þig á hinu.

    Fornnorræn menning er ekki einangrunarmenning. Þögnin um aðra kynstofna og komment um blámenn eða skrælingja koma til af takmörkum þess heims sem þeir byggðu.

    Segjum sem svo að ég geri Jón Sigurðsson að hetju í lífi mínu. Telji að þannig eigi allir að vera. Jafnvel þótt ég gæti með hvatningu leitt til þess að allir menn láti sér vaxa barta og gangi í þríhnepptum jakkafötum og vesti, noti gullúr og gangi með hatt – þá er ég engu nær því sem skiptir máli.

    Og þótt þú fyllir Ísland af hvítu fólki – ertu engu nær heldur.

    Þú þarft að fá fólk til að breyta persónu sinni, ekki útliti. útlitið skiptir ekki máli. Þar eru Hávamál alveg skýr. Það er þetta innra.

    Svartur maður sem lifir eftir Hávamálum er betri maður en hvítur tattúveraður óþokki sem amast við þeim svarta.

    Þú getur ekki snúið hjóli tímans við. Þú munt aldrei komast í aðstöðu til þess að endurskapa samfélag sem löngu er horfið. Öll endurreisn er endurreisn hugmynda – ekki húðlitar.

    Það sem „rasistar“ eru í raun að gera og verða að átta sig á og axla ábyrgð á, er að þeir eru að fæla fólk frá hinum norræna arfi. Þeir eru að menga menningu. Þeir eru að ala á hatri og fordómum. Þeir nýta sér fólk sem er fáfrótt og hrætt. Þeir ganga um með óraunhæfar hugmyndir um það mögulega og haga sér eins og öfgatrúmenn – sem alltaf halda að nýtt kristilegt stjórnmálaafl eða áróðursblað muni fá fólk til að vilja bakka aftur í tímann.

    Mig langar að enda á einni spurningu:

    Á fólk ekki að vera frjálst? Er maður frjáls þegar annar stýrir því sem maður vill?

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 25.08.2011 | 14:23:39

    ————————————————————–

    Hér sérðu tölur um fjölda hvítra Mjölnir:

    http://wiki.answers.com/Q/How_many_people_of_the_world's_population_are_white

    Sjá umræður um fjöldan hér:

    http://wiki.answers.com/Q/Discuss:How_many_people_of_the_world%27s_population_are_white

    Posted by: Þorkell | 25.08.2011 | 14:41:35

    ————————————————————–

    Mjölnir, ég hef spurt aftur og aftur en fæ ekki svör frá ykkur Skúla. Ég endurtek því síðustu spurningu:

    „Enn hef ég ekki fengið svar við því hvernig þið ætlið að auka fæðingartíðnina eða hvers vegna þið teljið að hún sé svona lág? Ætlið þið að banna gettnaðarvarnir og fóstureyðingar?“

    Ég vil fá svar við þessu því þið hafið svo oft komið inn á þetta mál án þess að útskýra nánar.

    Posted by: Þorkell | 25.08.2011 | 14:51:29

    ————————————————————–

    „Á fólk ekki að vera frjálst? Er maður frjáls þegar annar stýrir því sem maður vill?“

    Auðvitað stýrir maður því sem maður vill, hinsvegar hugmyndin um „allgjört“ frelsi ekki það einföld. Sumt fólk kýs hreinlega ekki að hugsa útí hlutina sjálft, þeir fara alltaf eftir norminu og því sem er vinsælt, þeir elta alltaf hjörðina í þá átt sem hún fer, jafnvel þótt að hjörðin sé hægt og rólega að fara í þá átt að hrapa fram af hamri. Þettað fólk er kallað lemmings og er mun meira af slíku fólki en sjálfshugsandi einstaklingum. En einföld staðreynd er sú að allir, jafnvel sjálfhugsandi einstaklingar fara mjög oft eftir því sem er meiginstraums að einhverju leit, og allir fara eftir einhverri ímynd um lifnaðarhátt og sækja inblástur af ákveðnu fólki. Vandamálið í dag er hinsvegar það að góð og siðsamleg ímynd um lifnaðarhátt og hvatning á inblástri frá góðum, merkum snillingum er nánast einginn. Í staðin fyrir að lifa siðsamlegu, tilgansfullu og viskusamlegu lífi kýs lang flest fólk í dag að eltast frekar við vinsældir, auð og annara sjálfshverfra löngunum. Ef að maður hefur sterkt fordæmi ríkjandi í samfélaginu sem einblínir hjörðina í átt að mikilfengleika í staðinn fyrir framm af kletti, þá munu mun fleiri einstaklingar öðlast mikilfengleika og tilgangsemi, hinsvegar munu ekki allir ná þangað, en samfélagið væri þó mun heilbrigðara og gæði fólksins væri betri.

    „Já. Þess vegna áttu að hlusta á þá og taka vel á móti þeim. Til að læra, breytast. Heiðnir menn gáfu kristnum jarðir, jafnvel við hliðina á sér. Og þeir höfðu engar áhyggjur af því. Þeir vissu að þótt það búi manneskja frá öðru landi (kristna fólkið kom mikið frá Írlandi) sem ástundar annan sið við hliðina á þér – þá tapar þú engu sem skiptir máli við það. Þú átt þig. Það getur enginn tekið af þér það sem þú átt. Þú vingast við „útlendinginn“ og þið eigið góð og vinsamleg samskipti. Þú sýnir honum virðingu og býður hann velkominn. Allir sem eru ólíkir þér hafa eitthvað sem þú hefur ekki. Sumt er gott annað ekki. Þú notar tækifærið og nemur af þeim það góða og varar þig á hinu.“

    Kristnir Írar voru Evrópubúar af áttbálki engilsaxa, sem voru í raun með mjög svipaða menningu og norrænir menn. Síðan eru sum atriði í kristni ekkert það ólík sumum boðskapi í forn norrænni speki, eins og t.d. „komdu fram við náungann eins og að náunginn vill koma framm við þig“. Þar sem þessir kristnu menn voru oft friðsælir og fylgjandi þessum boðskap var lítil ádeila á milli heiðingja og kristna á meðal fólksins. Ef ókunnugur vill hinsvegar yfirbuga þig, eyðileggja þig eða ráða af dögum allt sem þér er unnt, þá er boðskapur í forn norræni speki um réttinn á að verja sig og sitt óðal, meira eð sega er rún sem er tákngerfingur þessa boðskaps. Síðan myndi líka hver heilvita maður verja sinn lífshátt, sitt svæði og land frá því skaðandi áhrifum.

    „Ég stend jafn harður á móti því að femínistar, sósíalistar eða annað pólitískt rétthugsandi fólk taki sér vald til að stýra því, sem ég á að fá að stýra sjálfur.“

    Því miður er staðreyndin sú að slíkt öfgasinnað vinstri fólk hefur einmitt vald til að stýra siðferðistkennd og jafnvel menntun flestra í dag. Réttrúnaðarstefnan er byggð upp og haldin við af slíku fólki ásamt er það augljóst að slíkt fólk stjórni fjölmiðlum, hollywood og fyllir út mest allt af þingsætum um öll vesturlönd. Og skaðleg áhrif þeirra á samfélagið eru augljós.

    „Og þótt þú fyllir Ísland af hvítu fólki – ertu engu nær heldur.“

    Og þótt þú fyllir Ísland af lituðu fólki ertu mun fjær en áður, þar sem Íslendingar myndu tapa rækninni til forfeðra ásamt öllum þeim mikilvægu einkennum sem forfeður okkar gáfu okkur.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 14:56:19

    ————————————————————–

    Getum við orðið sammála um þessa leið:

    1. Fólk á að ráða sér sjálft en jafnframt vera hvatt til að hugsa gagnrýnið og velj líf sitt af yfirvegun.

    2. Hið opinbera á (t.d. með skólakerfinu) að ala á sjálfsvirðingu og stolti og gera fólk fært um að taka sjálfstæðar, ígrundaðar ákvarðanir.

    3. Reyna á að sporna við öllum öflum (innfluttum eða heimaöldum) sem vilja skerða frelsi fólks umfram það sem nauðsynlegt er.

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 25.08.2011 | 15:01:54

    „Hér sérðu tölur um fjölda hvítra Mjölnir:

    http://wiki.answers.com/Q/How_many_people_of_the_world's_population_are_white

    Sjá umræður um fjöldan hér:

    http://wiki.answers.com/Q/Discuss:How_many_people_of_the_world%27s_population_are_white

    Biðst velvirðingar á mistúlkun minni. Hvítir verða 9% af heimsbyggðinni árið 2060, við erum samt sem áður eini kynþátturinn
    sem er í hraðri mínusfjölgun. Með þessu áframhaldi í mínusfjölgun verðum við útauð eftir sirka 100-150 ár.

    http://www.thenationalpolicyinstitute.org/2008/04/18/global-white-population-to-plummet-to-single-digitblack-population-to-double/

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 15:11:11

    http://www.thenationalpolicyinstitute.org/2008/04/18/global-white-population-to-plummet-to-single-digitblack-population-to-double/
    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 15:12:49

    ————————————————————–

    „Hér sérðu tölur um fjölda hvítra Mjölnir:
    Sjá umræður um fjöldan hér:“
    Biðst velvirðingar á mistúlkun minni. Hvítir eru sammt sem áður í hraðri mínusfjölgun og er spáð því að við verðum 9% af heimsbyggðinni árið 2060. ef þessi þróun heldur áfram munum við deyja út eftir sirka 100-150 ár.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 15:15:15

    ————————————————————–

    „1. Fólk á að ráða sér sjálft en jafnframt vera hvatt til að hugsa gagnrýnið og velj líf sitt af yfirvegun.

    Sammála: Hinsvegar tel ég mikilvægt að hvetja til þess að taka ábyrgð og mynda nánari tengsl við þitt fólk.

    2. Hið opinbera á (t.d. með skólakerfinu) að ala á sjálfsvirðingu og stolti og gera fólk fært um að taka sjálfstæðar, ígrundaðar ákvarðanir.

    Sammála: Þegar þú talar um stolt ert þú þá ekki annars að tala um stolt á þeirra fólki, afrekum forfeðra sinna og betri og skýrari innsýn um hverjir þeir eru?

    „Reyna á að sporna við öllum öflum (innfluttum eða heimaöldum) sem vilja skerða frelsi fólks umfram það sem nauðsynlegt er.“

    Sammála: En svo lengi sem að þettað fresli myndi ekki stangast á við andúð gagnvart útrýmingu hvítra eða annara þjóðarmorða. Hinsvegar tel ég sjálfsaga, heilbrigði þjóðar og ábyrgð jafn mikilvæg góðæri og frelsi.

    3. Reyna á að sporna við öllum öflum (innfluttum eða heimaöldum) sem vilja skerða frelsi fólks umfram það sem nauðsynlegt er.“

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 15:21:14

    Flott, við erum sammála um grunnatriðin (þótt við getum túlkað aukaatriðin á ýmsan hátt).

    Þá spyr ég, hvernig eigum við að leysa ágreining okkar. Þú segir:

    „Kynstofninn er mikilvæg menningararfleið sem er í útrýmingarhættu. Grípa þarf til varna.“

    Ég segi:

    „Útlit fólks hefur alltaf breyst og er sá þáttur í fari manna sem ekki er ástæða til að reyna að stýra. Fólk á að ráða sínum samförum sjálft. Það, sem er í útrýmingarhættu, mun ekki hafa í för með sér að það mikilvægasta glatist – sem er menningin.“

    Ég skil og sé þín rök og þú skilur mín rök líka. Við erum bara ekki sammála. Ég mun því ekki styðja aðgerðir sem mér finnst stangast á við frelsi til að viðhalda kynstofninum.

    Eigum við að

    a) vera sammála um að vera ósammála
    b) átt þú að beita valdi til að þvinga fram aðgerðir
    c) á ég að beita valdi til að þagga niður í þér
    d) eitthvað annað. hvað?

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 25.08.2011 | 15:31:18

    ————————————————————–

    „Útlit fólks hefur alltaf breyst og er sá þáttur í fari manna sem ekki er ástæða til að reyna að stýra. Fólk á að ráða sínum samförum sjálft. Það, sem er í útrýmingarhættu, mun ekki hafa í för með sér að það mikilvægasta glatist – sem er menningin.“

    Sameiginlegur upprunni og kynþáttur er mjög mikilvægur hluti af menningararfinum, þar sem þú ert genalega beinn afkomandi og af sama kynþætti og forfeður þínir sem eru stór hluti af menningararfinum. Hugmyndin um ákveðið fólk eða ákveðinn ættbálk túlkast nánast alltaf með sameiginlegum forfeðrum, kynþætti og svipuðum genalegum einkennum.
    Hinsvegar sé ég pínu mótösgn í þessu, þú virðist vera á þeirri staðhæfingu um að menning er mikilvæg og hún verði að varðveitast, og að hún geti varðveist jafnevl þó að vil blöndumst öðrum kynþáttum. Hinsvegar hefur þú oft tekið fram að þú viljir „auðga“ okkar menningu með gerólíkum menningarheimum(helst lituðum) sem mun í raun ekki auðga okkar menningu heldur gera hana óþekkjanlega. Ef þú villt fá útlendinga hingað, villtu þá að þeir aðlagist okkar menningu, siðarreglum og gildismati, eða villtu að þeir fari einungis eftir sínu eigin?

    Einnig eru nokkur einkenni sem ég tel mikilvægt að vernda í hvíta stofninum, og það sem einkennir okkur er:

    Við erum með næststærsta heilabú af öllum kynþáttum.

    Mikið bendir til að við erum með mestu sköpunargáfu af öllum kynþáttum.

    Við erum með þéttari vöðvabyggingu af öllum kynþáttum ásamt því að hvítir karlmenn eru yfirleitt með hærri testósterón framleiðslu en aðrir kynþættir. Þessvegna eru það hvítir sem yfirgnæfa alla aðra kynþætti í kraftlyftingum, og eru það langoftast Norður-Evrópubúar sem að sópa inn verðlaunum í þeim greinum.

    Hvítir eru með einstök og oft mjög falleg útlitsleg einkenni sem finnast hvergi annarstaðar. Margir hafa bent á það t.d. hversu fallegar N-Evrópskar konur eru.

    Af öllum kynþáttum hafa hvítir verið sá kynþáttur sem gefið hefur langmest af sér í til mannkyns í þágu vísinda, listsköpunnar og samfélagsbyggingu, afrek hvíta mannsinns eru líklegast fleiri en hjá öllum öðrum kynþáttum til samans.

    Viðhald á þessum einkennum tekur smávægis sjálfsaga, betrumbætingar á þessum einkennum tekur enþá meiri sjálfsaga. En vitneskja og stolt af þessum afrekum hvíta mannsins tekur sameiningu.

    „Eigum við að

    a) vera sammála um að vera ósammála
    b) átt þú að beita valdi til að þvinga fram aðgerðir
    c) á ég að beita valdi til að þagga niður í þér
    d) eitthvað annað. hvað? “

    Þú þarft ekki að vera sammála mér, ég er einfaldlega að koma með rök um mikilvægi þess að vernda einkenni hvíta mansinns, bæði genaleg og menningarleg.

    „Ég skil og sé þín rök og þú skilur mín rök líka. Við erum bara ekki sammála. Ég mun því ekki styðja aðgerðir sem mér finnst stangast á við frelsi til að viðhalda kynstofninum.“

    Síðan væri mjög lítil frelsishefting í viðhaldi og sameiningu á hvítastofninum, það sem ég var aðalega að tala um er upprætingu á stanslausum áróðri á kynblöndun, einblínun á „illsku“ hvíta mannsinns og annan and-hvítann hatursáróður sem er ríkjandi í réttrúnaðarstefnunni.

    Posted by: Mjölnir | 25.08.2011 | 16:03:23

    ————————————————————–

    Takk fyrir þetta. Sumu er ég hjartanlega sammála (og það er það mikilvægasta). Annað tel ég mjög vafasamt. Eins og gengur.

    Ég er ánægður með að við séum sammála um að réttur vettvangur svona mála sé að skiptast á skoðunum og rökræða – og leyfa síðan fólki að ákveða sig sjálft.

    Má ég þá spyrja:

    Heldur þú að aðeins sé hægt að vera ósammála þér (þ.e. um varðveislu kynstofnsins) ef maður er blekktur af pólitískri rétthugsun eða annarri skynvillu?

    Eða ertu tilbúinn að samþykkja rétt fólks til annarar skoðunar en þú hefur?

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 25.08.2011 | 16:14:43

    ————————————————————–

    Mjölnir, hvernig getur þú verið ósáttur við að vera kallaður kynþáttahatari? Á þessari síðu http://skopunarhreyfingin.net/ er það fullyrt að þið séuð ekki rasistar en engu að síður segir þarna berum orðum að hvíti kynþátturinn sé öðrum merkilegri og að aðrir kynþættir séu „óæðri“ og „skítaskinn“. Ekki skal ráða niggara í vinnu, ekki skal veita þróunaraðstoð eða neitt í þá veru og við sjáum þarna gullkorn á borð við: „Staðreyndin er að við myndum
    lifa tíu sinnum betur ef heimurinn myndi vera án allra sníkjudýrslegra skítaskinna og búið Hvítu Fólki eingöngu. Júðarnir, á hinn bóginn, eru aum snýkjudýr og þarfnast Hvíta Kynsins til að blóðga og nærast á, annars munu þeir eyðast.“

    Hvað er kynþáttahatur ef ekki þetta?

    Nú er ekki ólíklegt að Skúli sé eini meðlimur þessarar kirkju en ógeðsnetsíðan skapari.com sem Sigríður Bryndís var a.m.k. tengd var ennþá verri og svipuð viðhorf koma fram á þessari síðu sem hún hefur upp sem sína heimasíðu núna.

    Ef þú viðurkennir ekki þessa hugmyndafræði ættir þú hvorki að kalla þig þjóðernissinna né taka undir þær hatursfullu hugmyndir sem þarna eru kynntar.

    Posted by: Eva | 25.08.2011 | 17:04:24

    ————————————————————–

    Ég fékk bróðir minn til að reikna út hve fljótt hvíti kynstofninn myndi þurrkast út miðað við núverandi fjölda. Hann gekk út frá versta tilviki sem hann gat fundið. Notaði fæðingartíðni Portúgals og dánartíðni þeirra einnig. Fann út hve fækkunin var mikil hvert ár. Útkoman var að það tæki 6554,6 ár að þurrka út hvíta stofninn. Við erum sem sagt að tala um meira en sex þúsund ár ef allt fer á versta veg! Ekki hundrað eða tvöhundruð!Og hvað prósentuhlutföll varðar þá segir það lítið þótt hvítir verði 9% alls mankyns árið 2060. Það segir bara a öðrum kynstofnum fjölgar meira en hvítum, ekki að hvítum hafi fækkað um helming.

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 25.08.2011 | 19:16:47

    ————————————————————–

    Svo langar mig að vita hvernig þú reiknar út hversu langan tíma tæki fyrir hvíta kynstofninn að deyja út. Þú getur notað þá mannfjöldatölu sem þú telur að sé rétt í dag en mig langar að sjá útreikning.

    Einnig langar mig að vita skoðun þína á því hvort þessar ágætu hugmyndir um að hvetja fólk til barneigna og hvetja framleiðendur fjömliðaefnis til að draga úr staðalmyndum, ættu nokkuð erfiðara uppdráttar þótt innflytjendum fjölgi.

    Posted by: Eva | 25.08.2011 | 20:13:22

    ————————————————————–

    „Mjölnir, hvernig getur þú verið ósáttur við að vera kallaður kynþáttahatari? Á þessari síðu http://skopunarhreyfingin.net/ er það fullyrt að þið séuð ekki rasistar en engu að síður segir þarna berum orðum að hvíti kynþátturinn sé öðrum merkilegri og að aðrir kynþættir séu „óæðri“ og „skítaskinn“. Ekki skal ráða niggara í vinnu, ekki skal veita þróunaraðstoð eða neitt í þá veru og við sjáum þarna gullkorn á borð við: „Staðreyndin er að við myndum
    lifa tíu sinnum betur ef heimurinn myndi vera án allra sníkjudýrslegra skítaskinna og búið Hvítu Fólki eingöngu. Júðarnir, á hinn bóginn, eru aum snýkjudýr og þarfnast Hvíta Kynsins til að blóðga og nærast á, annars munu þeir eyðast.“

    Hvað er kynþáttahatur ef ekki þetta?

    Nú er ekki ólíklegt að Skúli sé eini meðlimur þessarar kirkju en ógeðsnetsíðan skapari.com sem Sigríður Bryndís var a.m.k. tengd var ennþá verri og svipuð viðhorf koma fram á þessari síðu sem hún hefur upp sem sína heimasíðu núna.

    Ef þú viðurkennir ekki þessa hugmyndafræði ættir þú hvorki að kalla þig þjóðernissinna né taka undir þær hatursfullu hugmyndir sem þarna eru kynntar.

    Ég er ekki meðlimur sköpunarhreyfingarinnar né blóð og heiður, ég er hreinlega hvítur-þjóðernissinni og vil upphefja Evrópsk gildi og menningu ásamt hvetja til fjölgunnar og stolts í hvítum löndum. Ég hata einga aðra kynþætti og mér finnst einginn annar kynþáttur merkilegri þannig séð. Ef að úlfar væri t.d. í útrýmingarhættu, væru þeir vísindamenn sem myndu vinna að fjölgun innan úlfastofnsins „hundahatarar“ ef þeir villdu ekki að úflar og hundar blandist? Helduru að þeim myndi þykja úlfar merkilegir en hundar? Ég viðurkenni það sammt að mér er ekkert séstaklega vel við gyðinga.

    „Ég fékk bróðir minn til að reikna út hve fljótt hvíti kynstofninn myndi þurrkast út miðað við núverandi fjölda. Hann gekk út frá versta tilviki sem hann gat fundið. Notaði fæðingartíðni Portúgals og dánartíðni þeirra einnig. Fann út hve fækkunin var mikil hvert ár. Útkoman var að það tæki 6554,6 ár að þurrka út hvíta stofninn. Við erum sem sagt að tala um meira en sex þúsund ár ef allt fer á versta veg! Ekki hundrað eða tvöhundruð!

    Og hvað prósentuhlutföll varðar þá segir það lítið þótt hvítir verði 9% alls mankyns árið 2060. Það segir bara a öðrum kynstofnum fjölgar meira en hvítum, ekki að hvítum hafi fækkað um helming.“

    Afhverju benda þá allir aðrar útreikningar á að við munum verða minnihlutahópur í eigin löndum árið 2050? og ef tekið er í gildi þann stanslausa áróður um blöndun og sú gríðarlega mikkla tíðni blöndunnar í hvítum löndum, þá stefnir þettað í það að hvít lönd myndu menningarlega og kynþáttalegaséð ekki vera þekkjanleg eftir eina öld. Það er ekki hægt að snúa útúr þessari staðreynd.

    Hinsvegar vona ég innilega að bróðir þinn hafi rétt fyrir sér.

    Posted by: Mjölnir | 26.08.2011 | 2:10:38

    ————————————————————–

    Bróðir minn er stærðfræðingur að mennt svo ég hef enga ástæðu til að efa hann.

    Ef þú lítur til Bandaríkjanna Mjölnir þá sérðu að hvítir giftast oftast hvítum og svartir oftast svörtum. Það er fátt sem bendir til þess að allir blandast öllum þótt fólk af ólíkum uppruna búi í sama landi. Ég bý í Noregi núna. Hér er mikið af fólki frá Pakistan en þeir giftast flestir fólki frá Pakistan. Norðmennirnir eru flest allir með hvíta maka, einnig ungt fólk.

    Það þyrfti að vera rosalegur innflutningur af lituðu fólki inn í lönd hvítra til að gera þá að minnihlutahópum. Innflytjendur eru 12% af norsku þjóðinni, meðtaldið annnað norðurlandafólk og fólk frá öðrum hvítum þjóðum, eins og Pólverjar, sem eru mjög fjölmennir. Norðmenn hafa verið rosalega duglegir við að taka á móti flóttafólki svo talan er frekar há hér. En gefum okkur það að svo margir flytji inn að útlendingar verði 55% af þjóðinni. Þá þýðir það ekki að hvítum hafi fækkað, heldur bara að öðrum hafi fjölgað. Minnihluti þýðir ekki endilega fækkun.

    Hvaða áhrif það hefur svo á menninguna er annað mál. Oftast er það þannig að innflytjendur búa flestir í stórborgum. Flestir innflytjendur í Noregi búa í Osló og bæjum nálægt Olso, eins og Drammen. Ég veit ekki hvort þú hefur verið í New York. Það er líklega blandaðasta borg heims. Þar eru 33% hvítir, 23% svartir, 13% Asíubúar og 29% „hispanics“. Þar eru nánast öll tungumál heimsins töluð. NY er dásamleg borg. Ég get ekki séð að Bandaríkin hafi orið verri þótt fólk frá svo mörgum mismunandi þjóðum búi í sömu borg.

    En lítum svo til Minnesota í Bandaríkjunum. Þar eru 85.6% hvítir (og það er án þess að telja fólk frá Mexíkó með sem hvíta).

    Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að menningar og kynblöndun verður mest í borgum og mun minni annars staðar. Svo ef það er mikilvægt fyrir þig að halda í hvítt útlit og hvít samfélög þá þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur. Hún mun lifa áfram.

    Þar sem ég tel mig hafa sýnt þér fram á að við erum alls ekki í neinni útrýmingarhættu, er þá ekki best að hætta að berjast fyrir þennan málstað Mjölnir?

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 26.08.2011 | 7:53:05

    ————————————————————–

    http://maurildi.blogspot.com/2011/08/rasismus-klumpur.html

    Posted by: Ragnar Þór Pétursson | 26.08.2011 | 11:42:39

    ————————————————————–

    „Bróðir minn er stærðfræðingur að mennt svo ég hef enga ástæðu til að efa hann.

    Ef þú lítur til Bandaríkjanna Mjölnir þá sérðu að hvítir giftast oftast hvítum og svartir oftast svörtum. Það er fátt sem bendir til þess að allir blandast öllum þótt fólk af ólíkum uppruna búi í sama landi. Ég bý í Noregi núna. Hér er mikið af fólki frá Pakistan en þeir giftast flestir fólki frá Pakistan. Norðmennirnir eru flest allir með hvíta maka, einnig ungt fólk.

    Það þyrfti að vera rosalegur innflutningur af lituðu fólki inn í lönd hvítra til að gera þá að minnihlutahópum. Innflytjendur eru 12% af norsku þjóðinni, meðtaldið annnað norðurlandafólk og fólk frá öðrum hvítum þjóðum, eins og Pólverjar, sem eru mjög fjölmennir. Norðmenn hafa verið rosalega duglegir við að taka á móti flóttafólki svo talan er frekar há hér. En gefum okkur það að svo margir flytji inn að útlendingar verði 55% af þjóðinni. Þá þýðir það ekki að hvítum hafi fækkað, heldur bara að öðrum hafi fjölgað. Minnihluti þýðir ekki endilega fækkun.

    Hvaða áhrif það hefur svo á menninguna er annað mál. Oftast er það þannig að innflytjendur búa flestir í stórborgum. Flestir innflytjendur í Noregi búa í Osló og bæjum nálægt Olso, eins og Drammen. Ég veit ekki hvort þú hefur verið í New York. Það er líklega blandaðasta borg heims. Þar eru 33% hvítir, 23% svartir, 13% Asíubúar og 29% „hispanics“. Þar eru nánast öll tungumál heimsins töluð. NY er dásamleg borg. Ég get ekki séð að Bandaríkin hafi orið verri þótt fólk frá svo mörgum mismunandi þjóðum búi í sömu borg.

    En lítum svo til Minnesota í Bandaríkjunum. Þar eru 85.6% hvítir (og það er án þess að telja fólk frá Mexíkó með sem hvíta).

    Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að menningar og kynblöndun verður mest í borgum og mun minni annars staðar. Svo ef það er mikilvægt fyrir þig að halda í hvítt útlit og hvít samfélög þá þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur. Hún mun lifa áfram.

    Þar sem ég tel mig hafa sýnt þér fram á að við erum alls ekki í neinni útrýmingarhættu, er þá ekki best að hætta að berjast fyrir þennan málstað Mjölnir?“

    Þú tekur ekki þá staðreynd í gildi að þegar innflytjendum fjölgar í hvítum löndum og aðeins í hvítum löndum, þá aukast líkurnar á blöndun töluvert. Satt er það að fólk vill oftast para sig með fólki af sama kynþætti, en það eru tveir faktorar sem spila inní útrýmingu hvítra, eða allavega í verulegri fækkun einkennum þeirra, bæði menningarlega og genalega. Númer eitt þar það að eins og ég sagði að innflytjendum fjölgar stöðugt í hvítum löndum og aðeins í hvítum löndum og er það óneitanleg staðreynd af ef ekkert verður gert til þess að takmarka innflutning inn í hvít lönd verða hvítir minnihlutahópur í eigin löndum, sem á eftir að skapa aragrúga af vandamálum fyrir samfélagið ásamt því að fækka menningarleg áhrif Evrópubúa töluvert í þeirra löndum, sem er nóg og mikið óréttlæti útaf fyrir sig. Annar faktorinn er sá að það er stanslaus áróður í fjölmiðlum, kvikmyndum og reglugerðum sem að hvetja eindregið til þess a hvítir og aðeins hvítir fjölgi sér með innflytjendum. Tíðni kynblöndunnar er mun hærri en þú heldur og ef hún heldur áfram eins og hún er, ásamt stöðugri fjölgun innflytjenda, myndi enda með því að einkenni hvítra myndi að stórum hluta þurkast út í náinni framtíð, þar sem innflytjendur væri þá nóg og margir til þess að skaða genaleg einkenni hvítra sem myndi gerast með þessum stanslausa áróðri.

    Síðan er mest af menningarlífi í stórborgum og með fjölmenningu í hvítum stórborgum og aðeins hvítum stórborgum þá er verið að veikja Evrópsk menningaráhrif í þeim hellstu menningarmiðstöðum sem eru jú stórborgirnar.

    En það sem ég er fyrst og fremst að berjast fyrir er að mörgu leiti kynþáttalega og menningarlega einsleitt samfélag, ásamt meiri meðvitund þjóðarinnar um hver við erum. Það er óneytanleg staðreynd að slík samfélög virka mun betur heldur en fjölmenningarsamfélög, enda var ég að benda á 10 ára rannsókn sem gerð var um þettað málefni(margar aðrar slíkar rannsóknir og kannanir eru til). En þar sem fjölmenning færir með sér verri lífskilirði, og hún er neydd upp á hvít fólk og aðeins hvítt fólk, má flokka þettað hlutatil sem þjóðarmorð sem fer gegn lögum sameinuðu þjóðanna. Sú löggjöf hljómar svona: „Að viljandi setja líffskilirði fyrir hópinn sem ætluð er til þess að koma í veg fyrir fæðingar innan hópsins af hlutatil eða í heild sinni“. Eins og þú sérð þá eruð þú og Eva virkir þáttakendur í þessari reglugerð sem helst hönd í hönd við löggjöf sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 15:17:29

    ————————————————————–

    Mjölnir ég held að þú sért að mikla fyrir þér þennan áróður sem þú talar um. Er hlutfall þess efnis sem sýnir blöndun kynþátta hærra en hlutfall slíkra sambanda er í raun?

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 15:38:04

    ————————————————————–

    Heldur þú virkilega Mjölnir að ef hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? Ef svo er, afhverju hafa engir vísindamenn neinn áhuga á því og afhverju tala stjórnmálamenn ekki um það? Af hverju er ekki mikill fjöldi stórfyrirtækja að moka inn helling af peningum með því að bjóða upp á einhverskonar kynbótaþjónustu?

    Hefur þér ekkert dottið í hug að þetta sé hræðsluáróður frá sama fólki og því sem boðar heilagt stríð gegn öðrum kynþáttum og segist hreint út vilja leggja alla jörðina undir hvíta manninn?

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 15:47:45

    ————————————————————–

    „Heldur þú virkilega Mjölnir að ef hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? Ef svo er, afhverju hafa engir vísindamenn neinn áhuga á því og afhverju tala stjórnmálamenn ekki um það? Af hverju er ekki mikill fjöldi stórfyrirtækja að moka inn helling af peningum með því að bjóða upp á einhverskonar kynbótaþjónustu?

    Hefur þér ekkert dottið í hug að þetta sé hræðsluáróður frá sama fólki og því sem boðar heilagt stríð gegn öðrum kynþáttum og segist hreint út vilja leggja alla jörðina undir hvíta manninn?“

    Eva, flestir af þeim sem aðhyllast hvítri þjóðernisstefnu vilja ekki stríð heldur frið á milli kynþátta. Og þeir vita að eina leiðin til þess að ná fram slíkum frið er að leifa hverjum kynþætti að vera menningarlega og kynþáttalega ríkjandi í sínu landi og fá að sjá um sín málefni í friði. Þettað eru þau sömu grunnrök og að vita þá staðreynd að þú semur ekki frið á milli ljóna og hýena með því að troða þeim á sama svæðið, heldur að halda þeim aðskildum svo þau hafa einga ástæðu til þess að hata hvort annað. Þó að manneskjur eru göfugri og siðsamlegri en ljón og hýenur þá gilda þessar grunreglur sammt sem áður í eðlishegðun mannsins, og það er að við viljum alltaf að okkar ættbálkur eigi sitt yfiráðarsvæði og lifi af. Heimsálfur gætu hinsvegar auðvitað haft heilbrigð samskipti á milli sín jafnvel þó að fólksfluttingur á milli þeirra væri mjög lítill, í raun þá væri auðveldara fyrir heilbrigð samskipti þar sem væri ekki vottur af þeim innanverðum átökum sem fjölmenningarstefnan leiðir til.

    Vísindamenn og opinbernir aðilar meiga ekki tala um þessa dimmu framþróun í hvítum löndum sökum pólutískar réttrúnaðar, þar sem allir meiginstraums fjölmiðlarnir á vesturlöndum er stjórnað af fólki með and-hvítar öfga vinstri skoðannir og eru búnir að bora í hausinn á almenningi að það sé hatur og illska að vilja búa með þínu fólki og sjá til áframhaldandi tilvistar og velferð afkomenda sinna….ef þú ert hvítur þ.e.a.s.

    Síðan eru fyrirtækin alltof upptekin við að mergsjúga auðlindir frá þróunarlöndunum og þeir vilja fá mikinn innflutning infæddra inní hvítu löndin til þess að koma í veg fyrir sameiningu og uppbyggingu þjóðarinnar svo þeir geti haldið áfram að uppskera auðlindirnar. Þeir vita það að það er mun auðveldara að flýja í leit af betri líffskilirðum heldur en að vera eftir og byggja upp betra samfélag fyrir sitt fólk. Einnig má nefna það að sum vestræn olíufyrirtæki og ríkistjórnir eru búnir að gera samning við miðausturlöndin um að þeir fái að verzla ódýra olíu í skiptum við það að þeir taki við milljónir af múslimum og leyfi þeim að auka menningarleg áhrif sín. Þannig að þú sérð að fjölmenning er mun hagstæðari en kynbótastefnur.

    Síðan eru fullt af vísindamönnum, fræðimönnum, og stjórnmálamenn búnir að tala um og vara við þessari þróun oft mörgu sinnum. En það er stanslaust þaggað niður í þeim og þeir eru stimplaðir rasistar rétt eins og þú hefur gert við mig margoft.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 19:25:02

    ————————————————————–

    Mjölnir. Það kemur að því að þú verður að spyrja þig hvort þú ert bara rasisti og notar allt þetta sem afsökun. Það er búið að sanna fyrir þér að hvíti stofninn er ekki í hættu, það er búið að sanna fyrir þér að menning víkinga var ekki útilokandi og margt margt fleira en þú heldur alltaf áfram að grafa upp eitthvað nýtt eða endurtaka það sem búið er að ræða áður.Þú segir oft allir vita eða eitthvað í þá áttina en flest sem þú telur upp er langt frá því að vera sjálfgefið. Þú segir t.d.:

    „Og þeir vita að eina leiðin til þess að ná fram slíkum frið er að leifa hverjum kynþætti að vera menningarlega og kynþáttalega ríkjandi í sínu landi og fá að sjá um sín málefni í friði. Þettað eru þau sömu grunnrök og að vita þá staðreynd að þú semur ekki frið á milli ljóna og hýena með því að troða þeim á sama svæðið, heldur að halda þeim aðskildum svo þau hafa einga ástæðu til þess að hata hvort annað.“

    Nú skulum við líta á New York borg Mjölnir. Það er líklega blandaðasta borg í heimi en hún er jafnframt ein öruggasta borg í heimi. Þar fer einnig lítið fyrir kynþáttahatri. Vinkona mín bjó þar um tíma og sagði að hún hafi aldrei verið eins frjáls. Hún sagði New York vera umburðarlyndasta stað hún hafi nokkurn tímann búið á. Þar er engin „ástæða til að hata hvort annað“ vegna þess að fólk hefur lært að fjölbreytni er ekki ógn. Aðrir vinir mínir sem búa þar eða hafa búið þar taka undir þetta.

    Kynþáttahatur er hins vegar ríkjandi á stöðum þar sem fólk hefur ekki mikla reynslu af að búa með öðrum og þar sem kúgun ríkir. Hér í Noregi eru t.d. margir haldnir kynþáttafordómum. Ég held að ástæðan sé sú að fólk tekur það sem móðgun ef útlendingar taka ekki upp menningu þeirra. Fólk túlkar það sem höfnun, að Norsk menning sé ekki nógu góð fyrir þetta fólk og að það sé að gefa skít í hana með því að halda í sína menningu. Það myndi engum detta slíkt í hug í New York, enda hefur fólk þar lært að fjölbreytni er ekki ógn heldur tækifæri. Það sem þú gerir aftur og aftur Mjölnir er að rugla ótta, hatri og illsku við eðli. Það er svo sem eðlilegt að fólk óttist nýja hluti til að byrja með, en ef við látum slíkan ótta stjórna lífi okkar þá munum við lifa við stöðnun.

    Hvað þetta varðar:

    „Einnig má nefna það að sum vestræn olíufyrirtæki og ríkistjórnir eru búnir að gera samning við miðausturlöndin um að þeir fái að verzla ódýra olíu í skiptum við það að þeir taki við milljónir af múslimum og leyfi þeim að auka menningarleg áhrif sín.“

    Þá vil ég biðja þig um að koma með heimildir fyrir þessu. Hljómar eins og hver önnur samsæriskenning.

    Það eru fleiri atriðið í skrif þínum sem ég set stór spurningarmerki við en ég hef ekki tíma fyrir meira í bili.

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 27.08.2011 | 20:43:56

    ————————————————————–

    Eitt í viðbót:

    „Annar faktorinn er sá að það er stanslaus áróður í fjölmiðlum, kvikmyndum og reglugerðum sem að hvetja eindregið til þess a hvítir og aðeins hvítir fjölgi sér með innflytjendum.“

    Hvernig geta aðeins hvítir fjölgað sér með innflytjendum? Þarf ekki tvo til?

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 27.08.2011 | 20:54:14

    ————————————————————–

    „Vísindamenn og opinbernir aðilar meiga ekki tala um þessa dimmu framþróun í hvítum löndum sökum pólutískar réttrúnaðar, þar sem allir meiginstraums fjölmiðlarnir á vesturlöndum er stjórnað af fólki með and-hvítar öfga vinstri skoðannir og eru búnir að bora í hausinn á almenningi að það sé hatur og illska að vilja búa með þínu fólki og sjá til áframhaldandi tilvistar og velferð afkomenda sinna….ef þú ert hvítur þ.e.a.s.“

    Voðaleg þvæla er þetta. Á vesturlöndum ríkir bæði vísindafrelsi og ritfrelsi. Það er m.a.s. hægt að nota internetið til að birta vísindagreinar nafnlaust ef einhver hefði áhyggjur af því að vera lagður í einelti. Menn hafa sett fram allskyns óvinsælar vísindakenningar án ótta við yfirvöld en þetta er bara ekkert í umræðunni einu sinni.

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:11:57

    ————————————————————–

    Ég tek þettað sem viðurkenning að þú sért and-hvítur Þorkell. Ekkert af ykkur er búin að útskýra hvaða „tækifæri“ fjölbreytni hefur í för með sér. Þú hefur svo heldur ekki útskýrt afhverju eininugis hvít lönd þurfa að vera umburðarlind og læra að „taka á móti fjölbreytni“. Og ef þessi vinkona þín heldur því fram að eingin kynþáttaátök séu í New York þá er augljóst að hún hefur ekki aflað sér vitneskju um alla borgina, eða þá að hún er svona liberal marxisti sem er svo yfir sig glöð að búa svona „fjölbreyttu“ samfélagi.

    Síðan eru Norðmenn með kynþáttahatur vegna þess að flestir þeirra eru pirraðir yfir því að þettað fjölmenningarsamfélag var neytt upp á þá án þeirra samþykis. Eins og hver önnur heilbrigð þjóð þá vildu Norðmenn sjá um sín málefni í friði, en nú eru þeir að sjá landið sitt breytast í einhvað óþekkjanlegt og þannig þróun myndi alldrei fara til geðs á andlega heilbrigðum einstaklingi. Að sjá sinni menningu sparkað til hliðar og þurfa að horfa uppá sitt land breytast í annað land er einhvað sem myndi gera alla föðurlandsvini pirraða.

    New York er síðan einn mesti dýragarður í BNA, glæpatíðnin þar er mun hærri en í öðrum borgum eins og T.D. Chicaco og það er sjálfgefinn hlutir að fólk komi fram við hvort annað eins og skít í þessu rottuhreyðri, eða allavega hef ég heyrt marga lýsa New York þannig. Einnig er að augljóst að glæpir í New York voru mun minni áður en þessi „fjölbreytni“ tók við.

    Ég veit að ég er að vitna aftur í William Pierce, en þettað myndband er einum of gott.

    http://www.youtube.com/watch?v=0RinQ20RtF8

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 21:15:10

    ————————————————————–

    „Þeir vita það að það er mun auðveldara að flýja í leit af betri líffskilirðum heldur en að vera eftir og byggja upp betra samfélag fyrir sitt fólk. “

    Heldur þú virkilega að það sé auðvelt að vera flóttamaður? Ég skora á þig að heimsækja flóttamannahælið að Fitjum og biðja mennina sem þar eru að segja þér sögu sína. Fólk flýr land sitt af því að það neyðist til þess en það sem mætir því á nýjum stað eru fordómarnir og hatrið sem þú og aðrir nazistar eru að boða.

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:15:32

    ————————————————————–

    Hvaða vísindamenn eru búnir að tala um þessa þróun en verið þaggaðir?

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:17:24

    ————————————————————–

    „Ekkert af ykkur er búin að útskýra hvaða „tækifæri“ fjölbreytni hefur í för með sér.“

    Jújú, það hefur margsinnis verið útskýrt en ok. prófum einu sinni enn og nú með hástöfum þótt ég sé ekki hrifin af að nota þá: HELSTU FRAMFARIR MANNKYNSSÖGUNNAR Í VÍSINDUM OG LISTUM HAFA ORÐIÐ TIL ÞEGAR ÓLÍKIR STRAUMAR KOMU SAMAN.

    „Þú hefur svo heldur ekki útskýrt afhverju eininugis hvít lönd þurfa að vera umburðarlind og læra að „taka á móti fjölbreytni“.“

    Það hefur enginn sagt að aðeins hvít lönd eigi að vera umburðarlynd og læra að taka við fjölbreytni. Það er bara mjög gott mál að aðrir heimshlutar geri það líka.

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:25:16

    ————————————————————–

    „Voðaleg þvæla er þetta. Á vesturlöndum ríkir bæði vísindafrelsi og ritfrelsi. Það er m.a.s. hægt að nota internetið til að birta vísindagreinar nafnlaust ef einhver hefði áhyggjur af því að vera lagður í einelti. Menn hafa sett fram allskyns óvinsælar vísindakenningar án ótta við yfirvöld en þetta er bara ekkert í umræðunni einu sinni.“

    Það er augljóst að þú hefur ekki verið að fylgjast mikið með þessu þá. Ég vitna nú í virtann sálfræðing að nafni Kevin McDonald sem hefur gert ransóknir á þessu málefni og komið að sömu niðurstöðu og ég.

    http://www.youtube.com/watch?v=A4Nf_n27mpQ

    Einnig kemur stjórnmálamaðurinn David Duke framm með mjög gott viðhorf á þessu.

    http://www.youtube.com/watch?v=g_eh6DBpAqI&feature=channel_video_title

    Villtu að ég nefni fleiri?

    Þarf ég síðan að nefna alla þjóðernisflokkana í Evrópu sem eru nú að njóta mikils stuðnings, en um leið eru þeir barðir niður af fjölmiðlum og kallaðir illir kynþáttahatarar?

    Réttrúnaðarrannsóknaréttur fjölmiðla vinna mjög hart við að þagga niður í fólki sem að mótmælir þessari þróun, og þeir hafa þaggað niður í mjög mörgum.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 21:25:27

    ————————————————————–

    „Jújú, það hefur margsinnis verið útskýrt en ok. prófum einu sinni enn og nú með hástöfum þótt ég sé ekki hrifin af að nota þá: HELSTU FRAMFARIR MANNKYNSSÖGUNNAR Í VÍSINDUM OG LISTUM HAFA ORÐIÐ TIL ÞEGAR ÓLÍKIR STRAUMAR KOMU SAMAN.

    „Þú hefur svo heldur ekki útskýrt afhverju eininugis hvít lönd þurfa að vera umburðarlind og læra að „taka á móti fjölbreytni“.“

    Það hefur enginn sagt að aðeins hvít lönd eigi að vera umburðarlynd og læra að taka við fjölbreytni. Það er bara mjög gott mál að aðrir heimshlutar geri það líka. “

    Ég er búinn að þræta við þig um hvernin Evrópa hefur tekið við fremur fáum straumum frá öðrum menningum. Ég viðurkenni að fáeinir siðir og þekkingar voru teknar upp frá Asíubúum, eins og t.d. Te, púðrir og Gríska vísindalega þekkingu sem að Arabar höfðu geymt. En nánast öll Evrópsk veldi voru beint framhald af fyrrum heimsveldum. Og menningarblöndun eins og þú lýsir henni hefur alldrei heppnast og mun alldrei heppnast.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 21:29:15

    ————————————————————–

    New York er í 6. sæti yfir öruggustu borgir Ameríku:

    http://www.forbes.com/2010/10/11/safest-cities-america-crime-accidents-lifestyle-real-estate-danger_slide_6.html

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:31:07

    ————————————————————–

    „Það hefur enginn sagt að aðeins hvít lönd eigi að vera umburðarlynd og læra að taka við fjölbreytni. Það er bara mjög gott mál að aðrir heimshlutar geri það líka.“

    Japan tekur t.d. ekki við fjölmenningarstefnunni, sammt er sú þjóð mjög heilbrigð.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 21:32:10

    ————————————————————–

    „New York er í 6. sæti yfir öruggustu borgir Ameríku:

    http://www.forbes.com/2010/10/11/safest-cities-america-crime-accidents-lifestyle-real-estate-danger_slide_6.html

    hún var margfalt öruggari áður en þessi fjölbreytni tók við. Síðan eru allar stórborgir í BNA ekki beinlínis glæpafríar útópíur

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 21:34:52

    ————————————————————–

    Mjölnir þú ert ekki að vitna í virta fræðimenn heldur klikkhausa.

    David Duke er ekki virtur vísinda- eða stjórnmálamaður heldur alræmdur nazisti og afbrotamaður.

    Þetta var það fyrsta sem ég fann um Kevin MacDonald:

    „His colleagues at the university’s psychology department, as well as the Cal State Long Beach academic senate, have formally disassociated themselves from his work. The academic senate described his views as antisemitic and white ethnocentric.“http://en.wikipedia.org/wiki/Kevin_B._MacDonald

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:44:18

    ————————————————————–

    Hvaðan hefurðu það að New York hafi verið öruggari áður en þessi fjölbreytni tók við? Hvenær tók þessi fjölbreytni annars við?

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:45:41

    ————————————————————–

    „Ég er búinn að þræta við þig um hvernin Evrópa hefur tekið við fremur fáum straumum frá öðrum menningum. Ég viðurkenni að fáeinir siðir og þekkingar voru teknar upp frá Asíubúum, eins og t.d. Te, púðrir og Gríska vísindalega þekkingu sem að Arabar höfðu geymt. En nánast öll Evrópsk veldi voru beint framhald af fyrrum heimsveldum. Og menningarblöndun eins og þú lýsir henni hefur alldrei heppnast og mun alldrei heppnast.“

    Jájá þú þrætir en þú bara hefur ekki rétt fyrir þér eins og er margbúið að sýna þér fram á. Enginn virtur sagnfræðingur tæki undir þína söguskoðun.

    Posted by: Eva | 27.08.2011 | 21:49:00

    ————————————————————–

    „His colleagues at the university’s psychology department, as well as the Cal State Long Beach academic senate, have formally disassociated themselves from his work. The academic senate described his views as antisemitic and white ethnocentric.“

    Hahahahaha, þettað komment sannar bara hversu rétt hann hefur fyrir sér, þar sem allar menntunnarstofnanir í BNA eru drifnar áfram af pólutískum réttrúnaði. Frændi minn sem á heima í BNA og starfar sem virtur lögfræðingur segir að lang flestir háskólarnir eru með mjög öfga vinstri pólutísk réttrúnaðar viðhorf, oh það eru mjög margir sammála honum um það.

    Þettað er eins og kaþólski réttrúnaðurinn á miðöldum, þar sem hver sá sem kom með rök sem ógnaði skoðannaráhrifum valdastonunnar var samstundis stimplaður sem klikkhaus. Nema í dag er það valdastonun pólutískar réttrúnaðs sem sér um það að eingar of „hættulegar“ rökstuddar kenningar komast til almennings.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 22:32:32

    ————————————————————–

    „Jájá þú þrætir en þú bara hefur ekki rétt fyrir þér eins og er margbúið að sýna þér fram á. Enginn virtur sagnfræðingur tæki undir þína söguskoðun.“

    Það er vegna þess að það þarf ekki sagnfræðing til þess að vita það Evrópulöndin voru mun einangraðri frá ó-evrópskum löndum heldur en öðrum Evrópskum löndum. Og að nánast öll Evrópsk heimsveldi sóttu langmestann innblástur frá fyrrum Evrópskum heimsveldum. Þettað er svipuð grunn þekking og að vita það að allir menn þróuðust frá öpum.

    Posted by: Mjölnir | 27.08.2011 | 22:35:07

    ————————————————————–

    „hún var margfalt öruggari áður en þessi fjölbreytni tók við.“

    Hvaða þvæla er þetta Mjölnir. NY hefur aldrei verið eins örugg og hún er í dag. Lestu um sögu NY borgar áður en þú ælir bulli út um allt. Hér með gefst ég formlega upp á þessum umræðum. Mjölnir, það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert rasisti en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni því sá vegur sem þú fetar leiðir til glötunar.

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 27.08.2011 | 22:54:32

    ————————————————————–

    „Hvaða þvæla er þetta Mjölnir. NY hefur aldrei verið eins örugg og hún er í dag. Lestu um sögu NY borgar áður en þú ælir bulli út um allt. Hér með gefst ég formlega upp á þessum umræðum. Mjölnir, það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert rasisti en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni því sá vegur sem þú fetar leiðir til glötunar. “

    New York var betri borg áður en hún var „fjöbreytt“, eins og allar aðrar borgir sem hafa verið sýktar af fjölmenningu. Líttu sammt a detroit, það er skínandi dæmi um hver afleiðing „fjölbreytninnar“ er.

    Posted by: Mjölnir | 28.08.2011 | 0:29:40

  5. „hún var margfalt öruggari áður en þessi fjölbreytni tók við.“
    Hvaða þvæla er þetta Mjölnir. NY hefur aldrei verið eins örugg og hún er í dag. Lestu um sögu NY borgar áður en þú ælir bulli út um allt. Hér með gefst ég formlega upp á þessum umræðum. Mjölnir, það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert rasisti en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni því sá vegur sem þú fetar leiðir til glötunar.

    Posted by: Þorkell Á. Óttarsson | 27.08.2011 | 22:54:32

    „Hvaða þvæla er þetta Mjölnir. NY hefur aldrei verið eins örugg og hún er í dag. Lestu um sögu NY borgar áður en þú ælir bulli út um allt. Hér með gefst ég formlega upp á þessum umræðum. Mjölnir, það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert rasisti en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni því sá vegur sem þú fetar leiðir til glötunar. “
    New York var betri borg áður en hún var „fjöbreytt“, eins og allar aðrar borgir sem hafa verið sýktar af fjölmenningu. Líttu sammt a detroit, það er skínandi dæmi um hver afleiðing „fjölbreytninnar“ er.

    Posted by: Mjölnir | 28.08.2011 | 0:29:40

    „það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert rasisti en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni því sá vegur sem þú fetar leiðir til glötunar. “
    Það má vel vera að þú viljir ekki sjá að þú ert and-hvítur svikari en allt sem þú segir sannar annað. Ég vona að þú eigir eftir að finna betri veg á lífsleið þinni heldur en svíkja landa þína og styðja reglugerðir sem leggur grundvöll fyrir eyðileggingu þjóðarinnar, menningarlega og genalega séð. þ.e.a.s…þar sem þjóðin er nú þegar ónýt hagkerfislega séð.

    Posted by: Mjölnir | 28.08.2011 | 0:35:25

    Mjölnir getur vitanlega ekki sýnt fram á að New York hafi á nokkurn hátt verið betri borg áður. Hvað þá að hann geti sýnt fram á að fjölmenningunni sé um að kenna ef hún hefur á einhvern hátt versnað.

    Posted by: Eva | 28.08.2011 | 9:37:21

Lokað er á athugasemdir.