Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?

Mér finnst vera tímaskekka að kenna börnum að steikja hamborgara í skólum. Heimilisfræði ætti að miða að því að gera heimilin betri. Það væri t.d. gagnlegt að kenna börnum eitthvað um fjármál.

Það tekur þá sem ekki skilja fjármálakerfið ótrúlega fá mistök að lenda í vítahring of hárrar greiðslubyrði með tilheyrandi vaxta- og innheimtukostaði. Það er engin hætta á því í nútímasamfélagi að börn læri ekki að verða sér úti um máltíð en margir læra aldrei að fara með peninga.

 

8 thoughts on “Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?

  1. Ég er sammála þér nema hvað mér finnst að þessir þættir eigi að tengjast. Kaupa í mat, nýta vel þá fjármuni sem til þess eru ætlaðir, læra að útbúa mat og fara vel með hann. Já læra að láta mat ekki fara fara til spillis. Heimilisfræði er auðvitað það að kunna að reka heimili. Eitt er að verða sér úti um mat, en annað að læra að útbúa hann sjálfur. Krakkar þurfa líka að læra á almenn heimilistæki og að þrífa eftir sig í eldhúsinu og auðvitað almennt. Fjármálin verða auðvitað að vera stórt atriði, enda mikilvæg.
    Í dag hef ég á tilfinningunni að það sé takmarkaður metnaður í því sem kallast heimilisfræði, án þess þó að vita það.

  2. Ætla að nefna það að ég gat alls ekki opnað fyrir það að setja athugasemd á Facebook. Gerðist bara ekkert þegar ég smellti á Athugasemd. Vildi bara að þú vissir það ef fleiri lenda í slíku.

  3. Mér þætti líka frábært ef blessuð börnin lærðu almennilega matseld. En þau munu læra að steikja hamborgara og sjóða pasta hvort sem er. Ég myndi vilja sjá matreiðslu sem valfag og þá væri t.d. kennt að úrbeina læri og frysta grænmeti. Eitthvað sem flestir unglingar læra ekki af sjálfsdáðum.

  4. Jà og kanski hugsa um nàttùruna og hugleyda hvad og hvernig Vid førum med hana.Hvad gerum Vid med allar Umbùdir frà matvørum leiktækjum mublum og ødrum vørum?Væri tad kanski vit ì ad uppl`ysa tau um alla tà mengun og ò tverraskap sem vid eigum stærsta tàtt Ì??????

  5. Góður punktur Ásbjörn. Annars finnst mér stundum á umræðunni eins og fólk vilji bara að skólarnir sjái alfarið um uppeldi barnanna. Sumir vilja leysa öll vandamál með fræðslu en ég held að oft sé vandamáli fremur viljaleysi en vanþekking.

  6. Mín eðlisfræði lærði ég að mestu í heimilisfræðitímum.
    T.d. hvernig egg splundrast í viftum.

    Eldaði svo einhvern mat on ðe sæd.

Lokað er á athugasemdir.