Enn um nefnd um dómarastörf

Ætlar enginn blaðamaður að spyrja Nefnd um dómarastörf, hvað þurfi eiginlega til þess að hún synji dómara um heimild til að taka að sér aukastarf eða eiga hluti í félögum? Jafngildir tilkynning því að heimild sé fengin? Hefur nefndin svomikið sem tekið það fyrir á fundi hversu viðeigandi það sé að dómarar eigi tugi milljóna í hlutabréfum? Þurfa dómarar að reka smálánafyrirtæki eða eitthvað álíka til þess að nefndin sjái ástæðu til að segja a-hemm …?